Maðurinn sem missir ekki úr mínútu skiptir um lið í stóra eplinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 16:01 Skiptir um lið innan New York. G Fiume/Getty Images Mikal Bridges hefur fært sig um set frá Brooklyn Nets til New York Knicks. Bridges hefur ekki misst úr leik síðan hann kom inn í NBA-deildina árið 2018. Hinn 27 ára gamli Bridges gekk í raðir Nets á síðasta ári þegar hann var notaður sem skiptimynt fyrir Kevin Durant sem fór til Phoenix Suns frá Nets. Eftir aðeins ár í Brooklyn hefur hann fært sig um set innan New York-borgar. Nets fær Bojan Bogdanović og heilan haug af valréttum ef marka má hinn áreiðanlega Adrian Wojnarowski. BREAKING: The Brooklyn Nets have agreed in principle on a trade to send F Mikal Bridges to the New York Knicks for Bojan Bogdanovic, four unprotected first-round picks, a protected first-round pick via Bucks, an unprotected pick swap and a second-rounder, sources tell ESPN. pic.twitter.com/TEGsIpoa3b— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 26, 2024 Það ætti að vera vel um Bridges hjá Knicks þar sem hann hittir fyrir fjóra fyrrum samherja sína úr Villanova-háskólanum. Bridges, Jalen Brunson, Josh Hart og Donte DiVencenzo urðu landsmeistarar með skólanum árið 2016 og eru í dag leikmenn Knicks. pic.twitter.com/42MK5MA40c— Josh Hart (@joshhart) June 26, 2024 Lengi vel hefur verið grínast með það að Tom Thibodeau, þjálfari Knicks, láti leikmenn sína spila alltof margar mínútur og passar Bridges vel inn í þá hugmyndafræði þar sem hann hefur ekki misst úr leik vegna meiðsla á öllum sínum ferli í NBA-deildinni. Þá var hann frábær í annars slöku liði Nets á síðustu leiktíð, skoraði Bridges tæp 20 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 4,5 fráköst og gefa 3,6 stoðsendingar. Knicks fór í undanúrslit Austursins á síðustu leiktíð þar sem það tapaði í oddaleik gegn Indiana Pacers. Liðið var án Julius Randle í úrslitakeppninni og það hafði sitt að segja að lokum. Með komu Bridges og mögulegum framlengdum samning OG Anunoby er liðið hins vegar til alls líklegt á komandi leiktíð. Körfubolti NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Bridges gekk í raðir Nets á síðasta ári þegar hann var notaður sem skiptimynt fyrir Kevin Durant sem fór til Phoenix Suns frá Nets. Eftir aðeins ár í Brooklyn hefur hann fært sig um set innan New York-borgar. Nets fær Bojan Bogdanović og heilan haug af valréttum ef marka má hinn áreiðanlega Adrian Wojnarowski. BREAKING: The Brooklyn Nets have agreed in principle on a trade to send F Mikal Bridges to the New York Knicks for Bojan Bogdanovic, four unprotected first-round picks, a protected first-round pick via Bucks, an unprotected pick swap and a second-rounder, sources tell ESPN. pic.twitter.com/TEGsIpoa3b— Adrian Wojnarowski (@wojespn) June 26, 2024 Það ætti að vera vel um Bridges hjá Knicks þar sem hann hittir fyrir fjóra fyrrum samherja sína úr Villanova-háskólanum. Bridges, Jalen Brunson, Josh Hart og Donte DiVencenzo urðu landsmeistarar með skólanum árið 2016 og eru í dag leikmenn Knicks. pic.twitter.com/42MK5MA40c— Josh Hart (@joshhart) June 26, 2024 Lengi vel hefur verið grínast með það að Tom Thibodeau, þjálfari Knicks, láti leikmenn sína spila alltof margar mínútur og passar Bridges vel inn í þá hugmyndafræði þar sem hann hefur ekki misst úr leik vegna meiðsla á öllum sínum ferli í NBA-deildinni. Þá var hann frábær í annars slöku liði Nets á síðustu leiktíð, skoraði Bridges tæp 20 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 4,5 fráköst og gefa 3,6 stoðsendingar. Knicks fór í undanúrslit Austursins á síðustu leiktíð þar sem það tapaði í oddaleik gegn Indiana Pacers. Liðið var án Julius Randle í úrslitakeppninni og það hafði sitt að segja að lokum. Með komu Bridges og mögulegum framlengdum samning OG Anunoby er liðið hins vegar til alls líklegt á komandi leiktíð.
Körfubolti NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Sjá meira