Smellti rembingskossi á eiginkonuna við heimkomuna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. júní 2024 12:23 Julian Assange, stofnandi Wikileaks, faðmar eiginkonuna Stellu við komuna til Ástralíu. AP/Rick Rycroft Julian Assange er kominn til Ástralíu, sem frjáls maður í fyrsta sinn í fjórtán ár. Assange undirritaði í nótt samkomulag vegna dómssáttar sinnar þar sem hann játaði að hafa brotið njósnalög. Við komuna þakkaði hann forsætisráðherra Ástralíu fyrir að bjarga lífi sínu. Þingmaður Pírata og fulltrúi á Evrópuráðsþinginu segir mikið fagnaðarefni að Assange sé kominn heim, en á sama tíma sé umhugsunarefni að hann hafi neyðst til að játa brot á njósnalögum. Viðstaddir fögnuðu vel og innilega þegar Julian Assange steig út úr einkaþotunni á flugvellinum í Canberra í Ástralíu rétt fyrir klukkan tíu í morgun, átta að kvöldi að staðartíma í Ástralíu. Assange faðmaði föður sinn og eiginkonu sína Stellu Assange við komuna til Ástralíu og smellti á hana rembingskossi. Þetta var fallegt augnablik að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem var framsögumaður skýrslu hjá Evrópuráðsþinginu um fangelsun Julian Assange og kælandi áhrifa þess á mannréttindi í Evrópu. „Þetta er endir á fjórtán ára baráttu Julian Assange fyrir frelsi sínu fyrir það eitt að hafa upplýst okkur um stríðsglæpi og mikla leyndarhyggju í kringum fjöldann allan af mannsdrápum í stríðum sem að við áttum aðild að á Íslandi . En það er á sama tíma stórt umhugsunarefni að hann hafi þurft að játa á sig brot á njósnalögum Bandaríkjanna fyrir það eitt að birta þessar upplýsingar ,” segir Þórhildur Sunna. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hélt blaðamannafund strax eftir komu Assange til landsins. Þar þakkaði hann Bretlandi og Bandaríkjunum fyrir aðstoðina við að leysa úr málinu, sem hefur reynt á diplómatísk samskipti ríkjanna. Albanese átti samtal við Assange strax við komuna til landsins. Wikileaks boðaði til blaðamannafundar sem hófst á tólfta tímanum í dag. Þar kom fram í máli lögfræðinga Assange, að hann hafi þakkað forsætisráðherranum fyrir að bjarga lífi sínu. Þá var Áströlskum stjórnvöldum hrósað fyrir baráttu sína í þágu Assange, jafnvel þótt það hafi kallað á erfið samtöl við vinaþjóð í Bandaríkjunum. Mál Julians Assange Ástralía Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Viðstaddir fögnuðu vel og innilega þegar Julian Assange steig út úr einkaþotunni á flugvellinum í Canberra í Ástralíu rétt fyrir klukkan tíu í morgun, átta að kvöldi að staðartíma í Ástralíu. Assange faðmaði föður sinn og eiginkonu sína Stellu Assange við komuna til Ástralíu og smellti á hana rembingskossi. Þetta var fallegt augnablik að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem var framsögumaður skýrslu hjá Evrópuráðsþinginu um fangelsun Julian Assange og kælandi áhrifa þess á mannréttindi í Evrópu. „Þetta er endir á fjórtán ára baráttu Julian Assange fyrir frelsi sínu fyrir það eitt að hafa upplýst okkur um stríðsglæpi og mikla leyndarhyggju í kringum fjöldann allan af mannsdrápum í stríðum sem að við áttum aðild að á Íslandi . En það er á sama tíma stórt umhugsunarefni að hann hafi þurft að játa á sig brot á njósnalögum Bandaríkjanna fyrir það eitt að birta þessar upplýsingar ,” segir Þórhildur Sunna. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hélt blaðamannafund strax eftir komu Assange til landsins. Þar þakkaði hann Bretlandi og Bandaríkjunum fyrir aðstoðina við að leysa úr málinu, sem hefur reynt á diplómatísk samskipti ríkjanna. Albanese átti samtal við Assange strax við komuna til landsins. Wikileaks boðaði til blaðamannafundar sem hófst á tólfta tímanum í dag. Þar kom fram í máli lögfræðinga Assange, að hann hafi þakkað forsætisráðherranum fyrir að bjarga lífi sínu. Þá var Áströlskum stjórnvöldum hrósað fyrir baráttu sína í þágu Assange, jafnvel þótt það hafi kallað á erfið samtöl við vinaþjóð í Bandaríkjunum.
Mál Julians Assange Ástralía Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira