Fyrsta markið kom loksins en Reggístrákarnir hans Heimis úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2024 07:31 Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í leiknum gegn Ekvador. getty/Ethan Miller Möguleikar Jamaíku á að komast í átta liða úrslit Suður-Ameríkukeppninnar eru úr sögunni eftir tap fyrir Ekvador, 3-1, í öðrum leik liðsins í B-riðli keppninnar. Jamaíka tapaði fyrir Mexíkó, 1-0, í fyrsta leik sínum í Suður-Ameríkukeppninni og strákarnir hans Heimis Hallgrímssonar þurftu því á góðum úrslitum gegn Ekvador að halda. Ekvador komst yfir á 13. mínútu þegar Kasey Palmer skoraði sjálfsmark. Kendry Páez tvöfaldaði svo forystuna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 54. mínútu minnkaði Michail Antonio, leikmaður West Ham United, muninn fyrir Jamaíku. Markið var sögulegt en þetta var fyrsta mark Jamaíku í Suður-Ameríkukeppninni frá upphafi. Reggístrákunum mistókst að skora í fyrstu sjö leikjum sínum í keppninni. Jamaíkumenn sáu möguleikann á jöfnunarmarki í hillingum þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir. Dómari leiksins, Cristian Garay, var þá sendur í skjáinn til að skoða hvort Jamaíka ætti að fá víti vegna hendi. Hann dæmdi hins vegar ekki neitt. Strákarnir hans Heimis reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og tóku áhættu undir lokin. Ekvadorar nýttu sér það og skoruðu sitt þriðja mark eftir skyndisókn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1, Ekvador í vil. Ekvador er í 2. sæti B-riðils með þrjú stig, jafn mörg og Mexíkó sem tapaði fyrir Venesúela, 1-0, í hinum leik riðilsins. Salomón Rondón skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Venesúela er komið áfram í átta liða úrslit en Ekvador og Mexíkó mætast í úrslitaleik um hvort liðið fylgir venesúelska liðinu þangað. Jamaíka rekur svo lestina í B-riðlinum án stiga. Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Jamaíka tapaði fyrir Mexíkó, 1-0, í fyrsta leik sínum í Suður-Ameríkukeppninni og strákarnir hans Heimis Hallgrímssonar þurftu því á góðum úrslitum gegn Ekvador að halda. Ekvador komst yfir á 13. mínútu þegar Kasey Palmer skoraði sjálfsmark. Kendry Páez tvöfaldaði svo forystuna með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 54. mínútu minnkaði Michail Antonio, leikmaður West Ham United, muninn fyrir Jamaíku. Markið var sögulegt en þetta var fyrsta mark Jamaíku í Suður-Ameríkukeppninni frá upphafi. Reggístrákunum mistókst að skora í fyrstu sjö leikjum sínum í keppninni. Jamaíkumenn sáu möguleikann á jöfnunarmarki í hillingum þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir. Dómari leiksins, Cristian Garay, var þá sendur í skjáinn til að skoða hvort Jamaíka ætti að fá víti vegna hendi. Hann dæmdi hins vegar ekki neitt. Strákarnir hans Heimis reyndu hvað þeir gátu að jafna metin og tóku áhættu undir lokin. Ekvadorar nýttu sér það og skoruðu sitt þriðja mark eftir skyndisókn í uppbótartíma. Lokatölur 3-1, Ekvador í vil. Ekvador er í 2. sæti B-riðils með þrjú stig, jafn mörg og Mexíkó sem tapaði fyrir Venesúela, 1-0, í hinum leik riðilsins. Salomón Rondón skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 57. mínútu. Venesúela er komið áfram í átta liða úrslit en Ekvador og Mexíkó mætast í úrslitaleik um hvort liðið fylgir venesúelska liðinu þangað. Jamaíka rekur svo lestina í B-riðlinum án stiga.
Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira