Tveir Frakkar valdir fyrstir í nýliðavali NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2024 10:30 Zaccharie Risacher ásamt Adam Silver, yfirmanni NBA-deildarinnar. getty/Lev Radin Annað árið í röð var Frakki valinn með fyrsta valrétti í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfubolta. Sonur LeBrons James var ekki valinn í 1. umferð nýliðavalsins. Í fyrra valdi San Antonio Spurs Frakkann Victor Wembanyama með fyrsta valrétti og í ár valdi Atlanta Hawks landa hans, Zaccharie Risacher, númer eitt. Á síðasta tímabili lék Risacher með JL Bourg í frönsku úrvalsdeildinni og EuroCup og skilaði 11,1 stigum og 4,0 fráköstum að meðaltali í leik. Hann er nítján ára framherji sem er 2,06 metrar á hæð. Faðir Risachers, Stéphane, var líka körfuboltamaður og vann meðal annars silfur með franska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. „Þetta er blessun, svo spennandi. Tilfinningarnar eru miklar núna. Ég veit ekki hvað ég á að segja en þetta er sannarlega einstakt,“ sagði Risacher eftir að hann var valinn. From 🇫🇷 to ATL!No. 1 pick x @Zacch_10 pic.twitter.com/NjF90e5jLe— NBA Draft (@NBADraft) June 27, 2024 Washington Wizards valdi annan Frakka, Alex Sarr, með öðrum valrétti. Hann er nítján ára 2,13 metra hár miðherji. Houston Rockets valdi svo bakvörðinn Reed Sheppard með þriðja valrétti. Með fjórða valrétti valdi San Antonio bakvörðinn Stephon Castle sem varð háskólameistari með Connecticut í vetur. Detroit Pistons valdi svo Ron Holland III með fimmta valrétti. Bronny James, sonur LeBrons, var ekki valinn í 1. umferð nýliðavalsins. Önnur umferðin fer fram í dag. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin völdu í 1. umferð nýliðavalsins. The complete draft board for the 1st round of the 2024 #NBADraft presented by State Farm!Which pick is your favorite? 🤔2nd Round: Thursday, 4pm/et, ESPN pic.twitter.com/L94k3V6Zg4— NBA (@NBA) June 27, 2024 NBA Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Í fyrra valdi San Antonio Spurs Frakkann Victor Wembanyama með fyrsta valrétti og í ár valdi Atlanta Hawks landa hans, Zaccharie Risacher, númer eitt. Á síðasta tímabili lék Risacher með JL Bourg í frönsku úrvalsdeildinni og EuroCup og skilaði 11,1 stigum og 4,0 fráköstum að meðaltali í leik. Hann er nítján ára framherji sem er 2,06 metrar á hæð. Faðir Risachers, Stéphane, var líka körfuboltamaður og vann meðal annars silfur með franska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. „Þetta er blessun, svo spennandi. Tilfinningarnar eru miklar núna. Ég veit ekki hvað ég á að segja en þetta er sannarlega einstakt,“ sagði Risacher eftir að hann var valinn. From 🇫🇷 to ATL!No. 1 pick x @Zacch_10 pic.twitter.com/NjF90e5jLe— NBA Draft (@NBADraft) June 27, 2024 Washington Wizards valdi annan Frakka, Alex Sarr, með öðrum valrétti. Hann er nítján ára 2,13 metra hár miðherji. Houston Rockets valdi svo bakvörðinn Reed Sheppard með þriðja valrétti. Með fjórða valrétti valdi San Antonio bakvörðinn Stephon Castle sem varð háskólameistari með Connecticut í vetur. Detroit Pistons valdi svo Ron Holland III með fimmta valrétti. Bronny James, sonur LeBrons, var ekki valinn í 1. umferð nýliðavalsins. Önnur umferðin fer fram í dag. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin völdu í 1. umferð nýliðavalsins. The complete draft board for the 1st round of the 2024 #NBADraft presented by State Farm!Which pick is your favorite? 🤔2nd Round: Thursday, 4pm/et, ESPN pic.twitter.com/L94k3V6Zg4— NBA (@NBA) June 27, 2024
NBA Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira