Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2024 14:36 Frá vegagerð á Dynjandisheiði síðastliðið haust. VERKÍS/JÓHANN BIRKIR HELGASON „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. Ályktunin er send út vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í framkvæmdum í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði og vísað í frétt Stöðvar 2 í fyrradag um að öll stór verkútboð hafi legið í salti hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og að horfur séu á að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Vestfjarðastofa er sameiginleg hagsmunastofnun Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Horft frá Hallsteinsnesi yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Óvíst er hvenær brúasmíði yfir firðina hefst en þverun fjarðanna er ætlað að leysa af veginn yfir Ódrjúgsháls. Egill Aðalsteinsson „Minnt er á að í samþykkt Alþingis um breytingar á samgönguáætlun 2021 átti framkvæmdum að ljúka í Gufudalssveit nú á árinu 2024 og á Dynjandisheiði 2025. Endurskoða varð þessi áform með vísan til hækkunar kostnaðar og aukinna öryggiskrafna og í framhaldinu voru sett fram loforð um að um samhangandi framkvæmdir yrði að ræða og við það hefur verið staðið þar til á þessu ári. Ljóst er því að óbreyttu, munu gríðarlegar framkvæmdir síðustu ára ekki koma til með að nýtast þar sem enn eru erfiðir kaflar sem tefja og hamla för,” segja Vestfirðingarnir. Frá veginum um Ódrjúgsháls. Horfur eru á að þessi vegarkafli verði áfram hluti Vestfjarðavegar næstu árin.Egill Aðalsteinsson „Enn lengist því í að stjórnvöld greiði niður hina háu viðhaldsskuld, sem safnast hefur upp gegnum áratugi og leitt til þess að vestfirsk samfélög hafa mátt sitja eftir við uppbyggingu sjálfsagðra innviða. Þessi staða hefur leitt til mikils ójafnræðis á stöðu innviða og þjónustu á Vestfjörðum miðað við aðra landshluta og slakari samkeppnisstöðu atvinnulífs. Staða samfélaganna á sunnanverðum Vestfjörðum er þar lökust og þar eru einu samfélögin á landinu með þéttbýliskjarna yfir 1000 íbúa sem þurfa að búa við að ekki er hægt að aka á milli landshluta á bundnu slitlagi. Það vekur furðu að nú stefni í að fleiri ár muni líða þar sem verður ekið með þúsundir tonna af sjávarfangi yfir hinn 70 ára gamla, ónýta veg um Ódrjúgsháls. Ljóst er öllum að þessi staða er með öllu óásættanleg. Stjórn Vestfjarðastofu beinir því til Alþingis, ríkisstjórnarinnar og Vegagerðarinnar að tryggja að unnið verði eftir gildandi samgönguáætlun og verkefni í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði verði boðin út strax í sumar,” segir í ályktuninni. Hér fréttin sem ályktunin vísar í: Samgöngur Vegagerð Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Súðavíkurhreppur Reykhólahreppur Alþingi Byggðamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Ályktunin er send út vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í framkvæmdum í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði og vísað í frétt Stöðvar 2 í fyrradag um að öll stór verkútboð hafi legið í salti hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og að horfur séu á að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Vestfjarðastofa er sameiginleg hagsmunastofnun Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga. Horft frá Hallsteinsnesi yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Óvíst er hvenær brúasmíði yfir firðina hefst en þverun fjarðanna er ætlað að leysa af veginn yfir Ódrjúgsháls. Egill Aðalsteinsson „Minnt er á að í samþykkt Alþingis um breytingar á samgönguáætlun 2021 átti framkvæmdum að ljúka í Gufudalssveit nú á árinu 2024 og á Dynjandisheiði 2025. Endurskoða varð þessi áform með vísan til hækkunar kostnaðar og aukinna öryggiskrafna og í framhaldinu voru sett fram loforð um að um samhangandi framkvæmdir yrði að ræða og við það hefur verið staðið þar til á þessu ári. Ljóst er því að óbreyttu, munu gríðarlegar framkvæmdir síðustu ára ekki koma til með að nýtast þar sem enn eru erfiðir kaflar sem tefja og hamla för,” segja Vestfirðingarnir. Frá veginum um Ódrjúgsháls. Horfur eru á að þessi vegarkafli verði áfram hluti Vestfjarðavegar næstu árin.Egill Aðalsteinsson „Enn lengist því í að stjórnvöld greiði niður hina háu viðhaldsskuld, sem safnast hefur upp gegnum áratugi og leitt til þess að vestfirsk samfélög hafa mátt sitja eftir við uppbyggingu sjálfsagðra innviða. Þessi staða hefur leitt til mikils ójafnræðis á stöðu innviða og þjónustu á Vestfjörðum miðað við aðra landshluta og slakari samkeppnisstöðu atvinnulífs. Staða samfélaganna á sunnanverðum Vestfjörðum er þar lökust og þar eru einu samfélögin á landinu með þéttbýliskjarna yfir 1000 íbúa sem þurfa að búa við að ekki er hægt að aka á milli landshluta á bundnu slitlagi. Það vekur furðu að nú stefni í að fleiri ár muni líða þar sem verður ekið með þúsundir tonna af sjávarfangi yfir hinn 70 ára gamla, ónýta veg um Ódrjúgsháls. Ljóst er öllum að þessi staða er með öllu óásættanleg. Stjórn Vestfjarðastofu beinir því til Alþingis, ríkisstjórnarinnar og Vegagerðarinnar að tryggja að unnið verði eftir gildandi samgönguáætlun og verkefni í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði verði boðin út strax í sumar,” segir í ályktuninni. Hér fréttin sem ályktunin vísar í:
Samgöngur Vegagerð Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bolungarvík Súðavíkurhreppur Reykhólahreppur Alþingi Byggðamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Tengdar fréttir Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00
Yndislegt að búið sé að opna Þorskafjarðarbrú Gleði ríkti í Þorskafirði í dag þar sem fagnað var opnun nýrrar brúar yfir fjörðinn, átta mánuðum á undan áætlun. Brúin styttir Vestfjarðaveg um tíu kílómetra. 25. október 2023 22:22
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent