Sport

Rödd CrossFit fær ekki lengur að lýsa heimsleikunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sean Woodland sést hér lýsa heimsleikunum í CrossFit í fyrra.
Sean Woodland sést hér lýsa heimsleikunum í CrossFit í fyrra. @swoodland53

CrossFit samtökin tóku stóra ákvörðun á dögunum þegar ákveðið var að reka frægasta lýsanda íþróttarinnar.

Sean Woodland, rödd CrossFit íþróttarinnar, sagði frá því á samfélagmiðlum sinum að hann myndi ekki lýsa keppninni á heimsleikunum í ágúst.

Hann hefur lýst keppni á heimsleikunum í tólf ár og þau sem fylgjast með CrossFit þekkja rödd hans vel.

„Með því að segja að ég sé vonsvikinn væri verið að gera lítið úr því hvernig mér líður,“ skrifaði Sean Woodland á Instagram.

„Ég var langt frá því að vera tilbúinn að gefa frá mér hlutverkið sem hefur skipt mig meira en nokkuð annað á mínum ferli,“ skrifaði Woodland.

Woodland sagði líka frá því að hann hafi ekki fengið að vita ástæðuna fyrir breytingunum eða hver hafi tekið þessa ákvörðun.

„Ég veit heldur ekki hvort þetta sé tímabundið en á 25 árum mínum í sjónvarpi þá þekki ég það vel að um leið og þér eru sýndar dyrnar þá eru þær sjaldan opnaðar fyrir þig aftur. Ég vona samt að það sér ekki þannig núna,“ skrifaði Woodland.

Í pistli Woodland kom einnig fram að það verður Chase Ingraham sem lýsir keppninni á heimsleikunum í ár. Þeir hafa unnið saman og Woodland þakkaði honum fyrir samstarfið og óskaði honum góðs gengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×