Keane um Mainoo: „Er að gera hluti sem tók mig tíu ár að læra“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 10:31 Kobbie Mainoo hefur tekist að heilla Roy Keane, eitthvað sem gerist ekki oft. Vísir/Getty Images Hinn írski Roy Keane, fyrrverandi miðvallarleikmaður Manchester United, hélt vart vatni yfir frammistöðu Kobbie Mainoo á miðri miðju Englands þegar liðið marði Slóvakíu í 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu sem nú fer fram í Þýskalandi. England var hársbreidd frá því að falla úr leik á EM en þökk sé snilli Jude Bellingham tókst Englandi að komast í framlengingu þar sem Harry Kane gekk frá þreyttum Slóvökum. Það var hins var annar leikmaður sem vakti athygli Roy Keane en þessi geðþekki Íri er meðal þeirra sem fjallar um mótið ITV. Hinn 19 ára gamli Mainoo var einn af fáum ljósum punktum í liði Man United á leiktíðinni. Eftir að meiðast í upphafi leiktíðar kom hann inn af krafti og tryggði sér á endanum sæti í enska landsliðinu. Eftir dapra frammistöðu liðsins í riðlakeppninni ákvað Gareth Southgate, þjálfari liðsins, að setja Mainoo við hlið Declan Rice á miðri miðjunni gegn Slóvakíu. Þó svo að enska liðið hafi áfram spilað hægan og fyrirsjáanlegan fótbolta þá gat Keane ekki annað en hrósað Mainoo eftir leik. „Við sjáum hvað hann er að gera, ég spilaði í þessari stöðu en hann er að gera hluti sem tók mig tíu ár að læra,“ sagði Keane og hélt áfram. Roy Keane was full of praise for Kobbie Mainoo after his performance against Slovakia 👏 pic.twitter.com/f2JR5OgPoQ— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 1, 2024 „Hann hefur fengið góðan grunn hjá Man United. Þegar þú spilar fyrir Man Utd eru allir leikir stórleikir svo hann mun standast pressuna (sem fylgir því að spila með Englandi).“ England mætir Sviss í 8-liða úrslitum EM þann 6. júlí næstkomandi. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hjólhestaspyrna Bellingham bjargaði Englendingum England tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum EM með dramatískum 2-1 endurkomusigri gegn Slóvakíu í leik sem fór alla leið í framlengingu. 30. júní 2024 15:30 „Vorum að hugsa um að taka Bellingham út af“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi verið að hugsa um að taka Jude Bellingham af velli stuttu áður en hann bjargaði enska liðinu með fallegri hjólhestaspyrnu. 30. júní 2024 20:01 Bellingham í hættu á að vera sektaður fyrir klámfengin fagnaðarlæti Jude Bellingham skoraði jöfnunarmark Englands gegn Slóvakíu með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma og fagnaði með klúrum hætti. 1. júlí 2024 09:00 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
England var hársbreidd frá því að falla úr leik á EM en þökk sé snilli Jude Bellingham tókst Englandi að komast í framlengingu þar sem Harry Kane gekk frá þreyttum Slóvökum. Það var hins var annar leikmaður sem vakti athygli Roy Keane en þessi geðþekki Íri er meðal þeirra sem fjallar um mótið ITV. Hinn 19 ára gamli Mainoo var einn af fáum ljósum punktum í liði Man United á leiktíðinni. Eftir að meiðast í upphafi leiktíðar kom hann inn af krafti og tryggði sér á endanum sæti í enska landsliðinu. Eftir dapra frammistöðu liðsins í riðlakeppninni ákvað Gareth Southgate, þjálfari liðsins, að setja Mainoo við hlið Declan Rice á miðri miðjunni gegn Slóvakíu. Þó svo að enska liðið hafi áfram spilað hægan og fyrirsjáanlegan fótbolta þá gat Keane ekki annað en hrósað Mainoo eftir leik. „Við sjáum hvað hann er að gera, ég spilaði í þessari stöðu en hann er að gera hluti sem tók mig tíu ár að læra,“ sagði Keane og hélt áfram. Roy Keane was full of praise for Kobbie Mainoo after his performance against Slovakia 👏 pic.twitter.com/f2JR5OgPoQ— Football on TNT Sports (@footballontnt) July 1, 2024 „Hann hefur fengið góðan grunn hjá Man United. Þegar þú spilar fyrir Man Utd eru allir leikir stórleikir svo hann mun standast pressuna (sem fylgir því að spila með Englandi).“ England mætir Sviss í 8-liða úrslitum EM þann 6. júlí næstkomandi.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Hjólhestaspyrna Bellingham bjargaði Englendingum England tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum EM með dramatískum 2-1 endurkomusigri gegn Slóvakíu í leik sem fór alla leið í framlengingu. 30. júní 2024 15:30 „Vorum að hugsa um að taka Bellingham út af“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi verið að hugsa um að taka Jude Bellingham af velli stuttu áður en hann bjargaði enska liðinu með fallegri hjólhestaspyrnu. 30. júní 2024 20:01 Bellingham í hættu á að vera sektaður fyrir klámfengin fagnaðarlæti Jude Bellingham skoraði jöfnunarmark Englands gegn Slóvakíu með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma og fagnaði með klúrum hætti. 1. júlí 2024 09:00 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: West Ham - Chelsea | Lundúnaslagur á föstudegi Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Hjólhestaspyrna Bellingham bjargaði Englendingum England tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum EM með dramatískum 2-1 endurkomusigri gegn Slóvakíu í leik sem fór alla leið í framlengingu. 30. júní 2024 15:30
„Vorum að hugsa um að taka Bellingham út af“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi verið að hugsa um að taka Jude Bellingham af velli stuttu áður en hann bjargaði enska liðinu með fallegri hjólhestaspyrnu. 30. júní 2024 20:01
Bellingham í hættu á að vera sektaður fyrir klámfengin fagnaðarlæti Jude Bellingham skoraði jöfnunarmark Englands gegn Slóvakíu með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma og fagnaði með klúrum hætti. 1. júlí 2024 09:00