LeBron James slítur samningi við Lakers og Chris Paul fer til Spurs Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júlí 2024 12:30 Lebron James og Chris Paul leggja hér á ráðin en þeir eru miklir vinir utan vallar. Christian Petersen/Getty Images Félagaskiptagluggi leikmanna með lausa samninga í NBA deildinni opnaði í dag og venju samkvæmt eru ýmsar sögur á sveimi. LeBron James slítur sig lausan Fáeinum dögum eftir að sonur hans, LeBron „Bronny“ James Jr., var valinn af Los Angeles Lakers í nýliðavalinu er greint frá því að LeBron James ætli ekki að nýta leikmannaréttinn og klára núverandi samning sinn við félagið. Hann vilji þó vera áfram hjá félaginu en ætli að endursemja og sé mögulega tilbúinn að taka á sig launalækkun. Lebron James mun að öllum líkindum uppfylla langþráðan draum og spila með syni sínum á næsta tímabili.Harry How/Getty Images Chris Paul til San Antonio Spurs Leikstjórnandinn Chris Paul er sagður á leið til San Antonio Spurs eftir að Golden State Warriors slepptu honum lausum. Paul er 39 ára gamall og mun hefja sitt 20. tímabil í deildinni í haust. Hann er þriðji stoðsendingahæsti leikmaður sögunnar og á leið til liðs sem þarf sárlega á reynslumiklum leikstjórnanda að halda. Gangi hann til liðs við Spurs mun hann spila samhliða nýliða ársins, Victor Wembanyama, undir handsleiðslu Gregg Popovich sem skrifaði undir fimm ára samning í fyrra. Chris Paul, fyrrum leikmaður Golden State Warriors, ásamt góðvini sínum Scott Foster.Christian Petersen/Getty Images Harden áfram hjá Clippers en ekki Westbrook Samningur James Harden er runninn út en hann er sagður ákveðinn í að endursemja við Los Angeles Clippers til næstu tveggja ára. Kawhi Leonard skrifaði einnig nýlega undir þriggja ára samning. Paul George ákvað hins vegar að framlengja ekki við Clippers og fer til Philadelpia 76ers, þá er félagið sagt vilja losa sig við Russell Westbrook. Stjörnuferna LA Clippers er að leysast upp. Varamaðurinn fær 60 milljónir Talið er að Indiana Pacers hafi boðið framherjanum Obi Toppin fjögurra ára, 60 milljón dollara samning. Liðið eltist við hann í fyrra og fékk hann frá New York Knicks í skiptum fyrir tvö annars umferðar nýliðavöl. Hann reyndist Pacers mikilvægur maður af bekknum á nýliðnu tímabili þar sem liðið fór í úrslit austurdeildarinnar. Obi Toppin er góður varnarmaður og lék til úrslita austursins þar sem nýkrýndir NBA meistarar Boston Celtics sópuðu þeim burt.Adam Glanzman/Getty Images Óvænt stjarna síðasta tímabils til OKC Oklahoma City Thunder er að ganga frá samning við Isiah Hartenstein sem spilaði stóra rullu í liði New York Knicks á síðustu leiktíð. Gerir þessi öflugi miðherji þriggja ára samning upp á 87 milljónir Bandaríkjadala. Á hann að deila ábyrgðinni undir körfunni með Chet Holmgren. ESPN Sources: Free agent C Isaiah Hartenstein has agreed on a three-year, $87 million deal with the Oklahoma City Thunder. Hartenstein leave the Knicks for the top West seed eager to add his size, skill and physicality. pic.twitter.com/gbOpAw1Gsx— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 1, 2024 Fréttin var uppfærð. NBA Körfubolti Tengdar fréttir Paul George gerir fjögurra ára samning við Philadelphia 76ers Hinn 34 ára gamli Paul George hefur gengið frá fjögurra ára, 212 milljón dollara samningi við Philadelphia 76ers. Hann varð samningslaus eftir tímabilið hjá Los Angeles Clippers. Einnig hefur Kelly Oubre Jr. gengið frá tveggja ára samningsframlengingu. 1. júlí 2024 10:00 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
LeBron James slítur sig lausan Fáeinum dögum eftir að sonur hans, LeBron „Bronny“ James Jr., var valinn af Los Angeles Lakers í nýliðavalinu er greint frá því að LeBron James ætli ekki að nýta leikmannaréttinn og klára núverandi samning sinn við félagið. Hann vilji þó vera áfram hjá félaginu en ætli að endursemja og sé mögulega tilbúinn að taka á sig launalækkun. Lebron James mun að öllum líkindum uppfylla langþráðan draum og spila með syni sínum á næsta tímabili.Harry How/Getty Images Chris Paul til San Antonio Spurs Leikstjórnandinn Chris Paul er sagður á leið til San Antonio Spurs eftir að Golden State Warriors slepptu honum lausum. Paul er 39 ára gamall og mun hefja sitt 20. tímabil í deildinni í haust. Hann er þriðji stoðsendingahæsti leikmaður sögunnar og á leið til liðs sem þarf sárlega á reynslumiklum leikstjórnanda að halda. Gangi hann til liðs við Spurs mun hann spila samhliða nýliða ársins, Victor Wembanyama, undir handsleiðslu Gregg Popovich sem skrifaði undir fimm ára samning í fyrra. Chris Paul, fyrrum leikmaður Golden State Warriors, ásamt góðvini sínum Scott Foster.Christian Petersen/Getty Images Harden áfram hjá Clippers en ekki Westbrook Samningur James Harden er runninn út en hann er sagður ákveðinn í að endursemja við Los Angeles Clippers til næstu tveggja ára. Kawhi Leonard skrifaði einnig nýlega undir þriggja ára samning. Paul George ákvað hins vegar að framlengja ekki við Clippers og fer til Philadelpia 76ers, þá er félagið sagt vilja losa sig við Russell Westbrook. Stjörnuferna LA Clippers er að leysast upp. Varamaðurinn fær 60 milljónir Talið er að Indiana Pacers hafi boðið framherjanum Obi Toppin fjögurra ára, 60 milljón dollara samning. Liðið eltist við hann í fyrra og fékk hann frá New York Knicks í skiptum fyrir tvö annars umferðar nýliðavöl. Hann reyndist Pacers mikilvægur maður af bekknum á nýliðnu tímabili þar sem liðið fór í úrslit austurdeildarinnar. Obi Toppin er góður varnarmaður og lék til úrslita austursins þar sem nýkrýndir NBA meistarar Boston Celtics sópuðu þeim burt.Adam Glanzman/Getty Images Óvænt stjarna síðasta tímabils til OKC Oklahoma City Thunder er að ganga frá samning við Isiah Hartenstein sem spilaði stóra rullu í liði New York Knicks á síðustu leiktíð. Gerir þessi öflugi miðherji þriggja ára samning upp á 87 milljónir Bandaríkjadala. Á hann að deila ábyrgðinni undir körfunni með Chet Holmgren. ESPN Sources: Free agent C Isaiah Hartenstein has agreed on a three-year, $87 million deal with the Oklahoma City Thunder. Hartenstein leave the Knicks for the top West seed eager to add his size, skill and physicality. pic.twitter.com/gbOpAw1Gsx— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 1, 2024 Fréttin var uppfærð.
NBA Körfubolti Tengdar fréttir Paul George gerir fjögurra ára samning við Philadelphia 76ers Hinn 34 ára gamli Paul George hefur gengið frá fjögurra ára, 212 milljón dollara samningi við Philadelphia 76ers. Hann varð samningslaus eftir tímabilið hjá Los Angeles Clippers. Einnig hefur Kelly Oubre Jr. gengið frá tveggja ára samningsframlengingu. 1. júlí 2024 10:00 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
Paul George gerir fjögurra ára samning við Philadelphia 76ers Hinn 34 ára gamli Paul George hefur gengið frá fjögurra ára, 212 milljón dollara samningi við Philadelphia 76ers. Hann varð samningslaus eftir tímabilið hjá Los Angeles Clippers. Einnig hefur Kelly Oubre Jr. gengið frá tveggja ára samningsframlengingu. 1. júlí 2024 10:00