Ísböð á nóttunni og alltaf tilbúinn að gefa góð ráð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 16:30 Ronaldo hefur skorað 130 mörk í 210 leikjum fyrir Portúgal. Dan Mullan/Getty Images Það eru fáir knattspyrnumenn ýktari og Cristiano Ronaldo. Þá eru fáir sem eru tilbúnir að leggja meira á sig til að ná árangri. Þetta staðfesti José Fonte, fyrrverandi samherji hans í portúgalska landsliðinu. Hinn fertugi Fonte var á mála hjá Braga í heimalandinu á síðustu leiktíð en spilaði í áratug á Englandi með Crystal Palace, Southampton og West Ham United. Á meðan EM fer fram starfar hann sem sparkspekingur fyrir breska ríkisútvarpið enda þekkir hann lið Portúgal út og inn eftir að hafa spilað 50 A-landsleiki frá 2014 til 2022. Var Fonte hluti af liðinu sem varð Evrópumeistari í Frakklandi sumarið 2016. „Ég hlæ alltaf þegar ég heyri sögusagnir af því að Ronaldo hafi slæm áhrif á landslið Portúgal því þetta er eingöngu sögusagnir,“ segir Fonte í löngum pistli á vef BBC. „Ég var með honum í landsliðinu til fjölda ára og varð aldrei var við nein vandamál. Eina sem ég veit er að hann er fyrirmyndar atvinnumaður og alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum í hópnum,“ segir Fonte einnig. Fonte, Ronaldo og aðrir leikmenn Portúgals fagna því að vinna Þjóðadeildina árið 2019.VI Images/Getty Images Leiðir með fordæmi „Hann er fyrirliði svo hann talar mikið í klefanum en hann er einnig fordæmi utan vallar. Hvort það er að fara fyrr í ræktina en aðrir, fara til sjúkraþjálfarans svo hann sé tilbúinn bæði á líkama og sál þegar leikur hefst. Það gefur öllum byr undir báða vængi.“ „Hann leiðir og við fylgjum. Ég man þegar við vorum að fara í ísböð og gufubað klukkan tvö um nóttina til að auðvelda endurheimt. Það sem var einnig mikilvægt var að við vorum að gera þetta saman, sem lið.“ Þá hrósaði Fonte fyrrum samherja sínum fyrir að vera ávallt tilbúinn að gefa ungum leikmönnum ráð og deila öllu því sem hann hefur lagt á sig með þeim í von um að það geri þá að betri leikmönnum. Það verður athyglisvert að sjá hvort Ronaldo verði í byrjunarliði Portúgal þegar liðið mætir Slóveníu í 16-liða úrslitum EM klukkan 19.00 en hann á enn eftir að skora á mótinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
Hinn fertugi Fonte var á mála hjá Braga í heimalandinu á síðustu leiktíð en spilaði í áratug á Englandi með Crystal Palace, Southampton og West Ham United. Á meðan EM fer fram starfar hann sem sparkspekingur fyrir breska ríkisútvarpið enda þekkir hann lið Portúgal út og inn eftir að hafa spilað 50 A-landsleiki frá 2014 til 2022. Var Fonte hluti af liðinu sem varð Evrópumeistari í Frakklandi sumarið 2016. „Ég hlæ alltaf þegar ég heyri sögusagnir af því að Ronaldo hafi slæm áhrif á landslið Portúgal því þetta er eingöngu sögusagnir,“ segir Fonte í löngum pistli á vef BBC. „Ég var með honum í landsliðinu til fjölda ára og varð aldrei var við nein vandamál. Eina sem ég veit er að hann er fyrirmyndar atvinnumaður og alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum í hópnum,“ segir Fonte einnig. Fonte, Ronaldo og aðrir leikmenn Portúgals fagna því að vinna Þjóðadeildina árið 2019.VI Images/Getty Images Leiðir með fordæmi „Hann er fyrirliði svo hann talar mikið í klefanum en hann er einnig fordæmi utan vallar. Hvort það er að fara fyrr í ræktina en aðrir, fara til sjúkraþjálfarans svo hann sé tilbúinn bæði á líkama og sál þegar leikur hefst. Það gefur öllum byr undir báða vængi.“ „Hann leiðir og við fylgjum. Ég man þegar við vorum að fara í ísböð og gufubað klukkan tvö um nóttina til að auðvelda endurheimt. Það sem var einnig mikilvægt var að við vorum að gera þetta saman, sem lið.“ Þá hrósaði Fonte fyrrum samherja sínum fyrir að vera ávallt tilbúinn að gefa ungum leikmönnum ráð og deila öllu því sem hann hefur lagt á sig með þeim í von um að það geri þá að betri leikmönnum. Það verður athyglisvert að sjá hvort Ronaldo verði í byrjunarliði Portúgal þegar liðið mætir Slóveníu í 16-liða úrslitum EM klukkan 19.00 en hann á enn eftir að skora á mótinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira