Enginn vildi tala við hann en nú fær hann rúma þrjá milljarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 06:31 Goga Bitadze treður boltanum í körfuna í leik með Orlando Magic. Getty/Todd Kirkland Margir leikmenn hafa fengið stóra samninga í NBA deildinni síðustu daga en sumir höfðu mjög gaman að því að sjá einn leikmann fá nýjan samning. Fyrir fimm árum síðan var georgíski körfuboltamaðurinn Goga Bitadze valinn átjándi í nýliðavalinu af liði Indiana Pacers. Þá vakti talsverða athygli mynd frá blaðamannafundi hans þar sem enginn blaðamaður sýndi honum áhuga en allir söfnuðust í kringum annan leikmann sem var valinn í nýliðavalinu. Bitadze greyið leit út eins og illa gerður hlutur. Á meðan allir vildu vita hvað Zion Williamson hafði að segja þá kom enginn til hans. Þessi 211 sentímetra og 113 kílóa miðherji hefur náð að fóta sig í NBA deildinni síðan. Bitadze hefur spilað í NBA í fimm tímabil og alls 249 leiki. Indiana Pacers lét hann reyndar fara á miðju 2022-23 tímabilinu og hann samdi í framhaldinu við Orlando Magic. Bitadze var með 5,0 stig og 4,6 fráköst á 15,4 mínútum í leik með Orlando á síðasta tímabili og hann var með meira en eina stoðsendingu og eitt varið skot að meðaltali. Nú hefur hann fengið nýjan þriggja ára samning hjá Magic og fær fyrir hann 25 milljónir Bandaríkjadala eða 3,4 milljarða íslenska króna. Þetta er langt frá því að vera stærsti samningurinn sem hefur verið gerður á síðustu dögum en hann þykir táknrænn ekki síst vegna myndarinnar sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Fyrir fimm árum síðan var georgíski körfuboltamaðurinn Goga Bitadze valinn átjándi í nýliðavalinu af liði Indiana Pacers. Þá vakti talsverða athygli mynd frá blaðamannafundi hans þar sem enginn blaðamaður sýndi honum áhuga en allir söfnuðust í kringum annan leikmann sem var valinn í nýliðavalinu. Bitadze greyið leit út eins og illa gerður hlutur. Á meðan allir vildu vita hvað Zion Williamson hafði að segja þá kom enginn til hans. Þessi 211 sentímetra og 113 kílóa miðherji hefur náð að fóta sig í NBA deildinni síðan. Bitadze hefur spilað í NBA í fimm tímabil og alls 249 leiki. Indiana Pacers lét hann reyndar fara á miðju 2022-23 tímabilinu og hann samdi í framhaldinu við Orlando Magic. Bitadze var með 5,0 stig og 4,6 fráköst á 15,4 mínútum í leik með Orlando á síðasta tímabili og hann var með meira en eina stoðsendingu og eitt varið skot að meðaltali. Nú hefur hann fengið nýjan þriggja ára samning hjá Magic og fær fyrir hann 25 milljónir Bandaríkjadala eða 3,4 milljarða íslenska króna. Þetta er langt frá því að vera stærsti samningurinn sem hefur verið gerður á síðustu dögum en hann þykir táknrænn ekki síst vegna myndarinnar sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira