Gert að eyða gjafasæði vegna mistaka við merkingu Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2024 08:08 Tveir eiga að yfirfara merkingar á hverri gjöf samkvæmt reglum í Queensland en umboðsmaðurinn segir ekki tryggt að það hafi verið gert. Vísir/Getty Heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu hafa fyrirskipað eyðingu þúsunda sýna gjafasæðis vegna hættu á því að ekki sé hægt að rekja uppruna þess. Umboðsmaður heilbrigðismála segir í nýrri skýrslu að ef ekki er hægt að auðkenna það missi foreldrar tækifæri á að fá að vita um ýmsar erfðafræðilegar og læknisfræðilegar upplýsingar auk þess sem það eykur líkurnar á sifjaspell. Fjölmargir Ástralar leita árlega til Queensland til að fara í glasafrjóvgun. Í frétt BBC um málið segir að einn af hverjum sex Áströlum eigi í vanda með getnað og að upplýsingar frá yfirvöldum sýni að þau reiði sig á gjafasæði til að eignast börn. Með eyðingu sæðisins hefur verið varað við skorti á landsvísu í Ástralíu. Fram kemur í nýrri skýrslu umboðsmanns heilbrigðismála í Ástralíu að í glasafrjóvgunariðnaðinum séu kerfisbundin vandamál er varða öryggi og gæði og sem varða öryggisráðstafanir fyrir neytendur, gefendur og börnin sem eru getin með gjafasæði. Í skýrslunni kom einnig kom fram að allt að 42 prósent gjafasæðis, egggjafa og fósturvísa væri ekki hægt að auðkenna eða rekja uppruna og að læknastofan hefði merkt þau vitlaust eða geymt þau við óviðunandi aðstæður. Þá koma einnig fram í skýrslunni ásakanir frá foreldrum sem lýsa því að læknastofurnar hafi ekki upplýst þau um ýmsar heilsufarsupplýsingar gefenda sinna, hafi ekki merkt egg eða fósturvísa rétt og ruglað saman sæðisgjöfum. Það leiddi til dæmis til þess að ein fjölskylda eignaðist börn sem ekki áttu sama líffræðilega föðurinn. Í skýrslunni er mælt með því að allar læknastofurnar eyði öllum gjöfum sem ekki eru merktar með réttum hætti og að ekki sé hægt að vanmeta áhrifin af þessu á neytendur og börn þeirra. Þá var einnig mælt með því að fjölskyldum sé boðið upp á sálfræðimeðferð. Í frétt BBC segir að óljóst sé hversu mörg sýni af gjafasæði þurfi að eyðileggja en að í skýrslunni segi að þúsundir sýna sem voru gefin fyrir árið 2020 séu í hættu vegna þess að þau hafi ekki verið merkt með réttum hætti. Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Fjölmargir Ástralar leita árlega til Queensland til að fara í glasafrjóvgun. Í frétt BBC um málið segir að einn af hverjum sex Áströlum eigi í vanda með getnað og að upplýsingar frá yfirvöldum sýni að þau reiði sig á gjafasæði til að eignast börn. Með eyðingu sæðisins hefur verið varað við skorti á landsvísu í Ástralíu. Fram kemur í nýrri skýrslu umboðsmanns heilbrigðismála í Ástralíu að í glasafrjóvgunariðnaðinum séu kerfisbundin vandamál er varða öryggi og gæði og sem varða öryggisráðstafanir fyrir neytendur, gefendur og börnin sem eru getin með gjafasæði. Í skýrslunni kom einnig kom fram að allt að 42 prósent gjafasæðis, egggjafa og fósturvísa væri ekki hægt að auðkenna eða rekja uppruna og að læknastofan hefði merkt þau vitlaust eða geymt þau við óviðunandi aðstæður. Þá koma einnig fram í skýrslunni ásakanir frá foreldrum sem lýsa því að læknastofurnar hafi ekki upplýst þau um ýmsar heilsufarsupplýsingar gefenda sinna, hafi ekki merkt egg eða fósturvísa rétt og ruglað saman sæðisgjöfum. Það leiddi til dæmis til þess að ein fjölskylda eignaðist börn sem ekki áttu sama líffræðilega föðurinn. Í skýrslunni er mælt með því að allar læknastofurnar eyði öllum gjöfum sem ekki eru merktar með réttum hætti og að ekki sé hægt að vanmeta áhrifin af þessu á neytendur og börn þeirra. Þá var einnig mælt með því að fjölskyldum sé boðið upp á sálfræðimeðferð. Í frétt BBC segir að óljóst sé hversu mörg sýni af gjafasæði þurfi að eyðileggja en að í skýrslunni segi að þúsundir sýna sem voru gefin fyrir árið 2020 séu í hættu vegna þess að þau hafi ekki verið merkt með réttum hætti.
Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira