Víkingar geta náð því sem enginn hefur gert í sextíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 15:01 Aron Elís Þrándarson og Danijel Dejan Djuric fagna bikarsigri Víkinga í fyrra. Með þeim á myndini er Oliver Ekroth. Vísir/Hulda Margrét Víkingar eru einum leik frá fimmta bikarúrslitaleiknum í röð og sá leikur er á móti Stjörnunni í kvöld í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. Víkingar fá Garðbæinga í heimsókn í Víkina aðeins sex dögum eftir að þeir unnu þá 4-0 á útivelli í Bestu deildinni. Stjörnumenn mæta örugglega í hefndarhug eftir að hafa tapað báðum deildarleikjum sínum á móti Víkingi í sumar og alls spilað í 180 mínútur á móti þeim án þess að skora. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrir Stjörnuna í síðasta bikartapi Víkinga.Vísir/Diego Stjörnumenn státa líka af því að vera síðasta liðið til að slá Víking út úr bikarkeppninni. Það gerðu þeir með 2-1 sigri í Víkinni 30. júlí 2020. Emil Atlason skoraði fyrra markið á fyrstu mínútu og Hilmar Árni Halldórsson kom þeim í 2-0 á 54. mínútu áður en Nikolaj Hansen minnkaði muninn. Allir eru með í kvöld. Átján bikarsigrar í röð Þessi bikarkeppni fyrir fjórum árum síðan var hins vegar aldrei kláruð þar sem að henni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Það gerir það að verkum að Víkingar hafa nú unnið fjóra síðustu bikarúrslitaleiki, bikarúrslitaleikinn árið 2019 og svo bikarúrslitaleikina undanfarin þrjú sumur. Víkingar lyftu bikarnum á Laugardalsvellinum síðasta haust.Vísir/Hulda Margrét Víkingsliðið hefur enn fremur unnið átján bikarleiki í röð. Níu hafa verið á móti liðum úr B-deildinni en níu á móti liðum úr neðri deildum. Með sigri í leiknum í kvöld þá getur Víkingur því leikið eftir afrek KR-inga frá fyrstu árum bikarkeppninnar. KR-ingar komust í fimm fyrstu bikarúrslitaleikina á árunum 1960 til 1964 og unnu þá alla. Ekkert lið hefur náð því að spila fimm bikarúrslitaleiki í röð undanfarin sextíu ár. Fimm bikartitlar í röð frá 1960 til 1964 KR-ingar léku fimmtán bikarleiki í röð án þess að tapa frá 1960 til 1964. Sigurgangan endaði með tapi á móti ÍBA á Akureyrarvelli í átta liða úrslitum í september 1965. Á þessum árum fór bikarkeppnin fram eftir Íslandsmótið og úrslitaleikirnir voru spilaðir á gamla Melavellinum. KR-ingar með bikarinn á síðum Tímans eftir fimmta bikarsigur sinn í röðþTimarit.is/Tíminn Víkingar eru reyndar þegar búnir að jafna afrek Valsara og Framara sem eru einu félögin sem hafa spilað fjóra bikarúrslitaleiki í röð á Laugardalsvellinum. Valsmenn gerðu þá frá 1976 til 1979 en Framarar frá 1984 til 1987. Bæði lið unnu þá bara tvo af þessum leikjum, Valur 1976 og 1977 en Framarar 1985 og 1987. Á fimmta árinu þá töpuðu Valsmenn í sextán liða úrslitunum 1980 á móti verðandi bikarmeisturum Fram en Framarar töpuðu í átta liða úrslitunum 1988 á móti verðandi bikarmeisturum Vals. Hvorugt liðanna komst því í fimmta bikarúrslitaleikinn í röð. Nú er að sjá hvort Víkingum takist að leika eftir KR-inga frá því fyrir sextíu árum eða hvort Stjörnumenn komist í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í sex ár. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Sjá meira
Víkingar fá Garðbæinga í heimsókn í Víkina aðeins sex dögum eftir að þeir unnu þá 4-0 á útivelli í Bestu deildinni. Stjörnumenn mæta örugglega í hefndarhug eftir að hafa tapað báðum deildarleikjum sínum á móti Víkingi í sumar og alls spilað í 180 mínútur á móti þeim án þess að skora. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrir Stjörnuna í síðasta bikartapi Víkinga.Vísir/Diego Stjörnumenn státa líka af því að vera síðasta liðið til að slá Víking út úr bikarkeppninni. Það gerðu þeir með 2-1 sigri í Víkinni 30. júlí 2020. Emil Atlason skoraði fyrra markið á fyrstu mínútu og Hilmar Árni Halldórsson kom þeim í 2-0 á 54. mínútu áður en Nikolaj Hansen minnkaði muninn. Allir eru með í kvöld. Átján bikarsigrar í röð Þessi bikarkeppni fyrir fjórum árum síðan var hins vegar aldrei kláruð þar sem að henni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Það gerir það að verkum að Víkingar hafa nú unnið fjóra síðustu bikarúrslitaleiki, bikarúrslitaleikinn árið 2019 og svo bikarúrslitaleikina undanfarin þrjú sumur. Víkingar lyftu bikarnum á Laugardalsvellinum síðasta haust.Vísir/Hulda Margrét Víkingsliðið hefur enn fremur unnið átján bikarleiki í röð. Níu hafa verið á móti liðum úr B-deildinni en níu á móti liðum úr neðri deildum. Með sigri í leiknum í kvöld þá getur Víkingur því leikið eftir afrek KR-inga frá fyrstu árum bikarkeppninnar. KR-ingar komust í fimm fyrstu bikarúrslitaleikina á árunum 1960 til 1964 og unnu þá alla. Ekkert lið hefur náð því að spila fimm bikarúrslitaleiki í röð undanfarin sextíu ár. Fimm bikartitlar í röð frá 1960 til 1964 KR-ingar léku fimmtán bikarleiki í röð án þess að tapa frá 1960 til 1964. Sigurgangan endaði með tapi á móti ÍBA á Akureyrarvelli í átta liða úrslitum í september 1965. Á þessum árum fór bikarkeppnin fram eftir Íslandsmótið og úrslitaleikirnir voru spilaðir á gamla Melavellinum. KR-ingar með bikarinn á síðum Tímans eftir fimmta bikarsigur sinn í röðþTimarit.is/Tíminn Víkingar eru reyndar þegar búnir að jafna afrek Valsara og Framara sem eru einu félögin sem hafa spilað fjóra bikarúrslitaleiki í röð á Laugardalsvellinum. Valsmenn gerðu þá frá 1976 til 1979 en Framarar frá 1984 til 1987. Bæði lið unnu þá bara tvo af þessum leikjum, Valur 1976 og 1977 en Framarar 1985 og 1987. Á fimmta árinu þá töpuðu Valsmenn í sextán liða úrslitunum 1980 á móti verðandi bikarmeisturum Fram en Framarar töpuðu í átta liða úrslitunum 1988 á móti verðandi bikarmeisturum Vals. Hvorugt liðanna komst því í fimmta bikarúrslitaleikinn í röð. Nú er að sjá hvort Víkingum takist að leika eftir KR-inga frá því fyrir sextíu árum eða hvort Stjörnumenn komist í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í sex ár. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Sjá meira