„Það var erfitt að fela vonbrigðin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 08:06 Anton Sveinn McKee missti af góðu tækifæri til að vinna verðlaun á Evrópumóti en lætur það ekki trufla sig í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í París. Getty/Michael Reaves Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee missti af verðlaunapalli á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug á dögunum eftir að hafa synt á besta tímanum inn í úrslit. Síðan eru liðnar tvær vikur og Anton hefur verið á fullu við æfingar í Tyrklandi þar sem hann er að leggja lokahöndina á undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana í París. Hakan upp og bringan út Anton hefur nú fengið góðan tíma til að melta og fara yfir úrslitasundið þar sem hann endaði í fjórða sæti. Hann gerði upp sundið í pistli á samfélagsmiðlum sínum. Fjórða sætið á EM er frábær árangur fyrir íslenskan sundmann en um leið viss vonbrigði af því að hann hafi synt best allra í undanúrslitunum. „Hakan upp og bringan út,“ byrjar Anton pistil sinn og heldur áfram: „Það var erfitt að fela vonbrigðin eftir úrslitasundið í 200 bringu. Eftir að hafa náð yfirveguðum og vel útfærðum sundum í undanrásum og undanúrslitum þá brást mér bogalistin þegar það kom að úrslitasundinu,“ skrifaði Anton. Ætlaði sér stóra hluti í úrslitunum „Þrátt fyrir að hafa ekki mætt full hvíldur til leiks þá ætlaði ég mér stóra hluti í úrslitunum. Hvort það var of miklar væntingar og pressa sem ég setti á sjálfan mig eða bara ekki minn dagur, þá veit ég að ég átti miklu meira inni,“ skrifaði Anton. „Eftir að rykið settist þá fórum við teymið yfir sundið og það var augljóst að ég var ekki í “flæði”. Þetta var of þvingað sund sem leiddi til tæknimistaka þegar ég byrjaði að ýta á bensíngjöfina,“ skrifaði Anton. Anton Sveinn segist nú verða reynslunni ríkari um það sem hann hefði mátt gera betur á Evrópumeistaramótinu. Hann var að klára síðasta þunga æfingahringinn í æfingabúðum í Tyrklandi. Seinustu vikur og dagar smá rússíbani „Mér líður miklu betur í vatninu og er byrjaður að útfæra í æfingum eins og ég vill vera í París. Þrátt fyrir það hafa seinustu vikur og dagar verið smá rússíbani en það er partur af vegferðinni, ekki hægt að ætlast til neins annars. Það er í lagi að taka eitt skref afturbak ef maður svarar með tveimur áfram,“ skrifaði Anton. Anton segist vera þeim þakklátur sem standi með sér og lofar því að halda ótrauður áfram. Það má sjá færslu Antons hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira
Síðan eru liðnar tvær vikur og Anton hefur verið á fullu við æfingar í Tyrklandi þar sem hann er að leggja lokahöndina á undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana í París. Hakan upp og bringan út Anton hefur nú fengið góðan tíma til að melta og fara yfir úrslitasundið þar sem hann endaði í fjórða sæti. Hann gerði upp sundið í pistli á samfélagsmiðlum sínum. Fjórða sætið á EM er frábær árangur fyrir íslenskan sundmann en um leið viss vonbrigði af því að hann hafi synt best allra í undanúrslitunum. „Hakan upp og bringan út,“ byrjar Anton pistil sinn og heldur áfram: „Það var erfitt að fela vonbrigðin eftir úrslitasundið í 200 bringu. Eftir að hafa náð yfirveguðum og vel útfærðum sundum í undanrásum og undanúrslitum þá brást mér bogalistin þegar það kom að úrslitasundinu,“ skrifaði Anton. Ætlaði sér stóra hluti í úrslitunum „Þrátt fyrir að hafa ekki mætt full hvíldur til leiks þá ætlaði ég mér stóra hluti í úrslitunum. Hvort það var of miklar væntingar og pressa sem ég setti á sjálfan mig eða bara ekki minn dagur, þá veit ég að ég átti miklu meira inni,“ skrifaði Anton. „Eftir að rykið settist þá fórum við teymið yfir sundið og það var augljóst að ég var ekki í “flæði”. Þetta var of þvingað sund sem leiddi til tæknimistaka þegar ég byrjaði að ýta á bensíngjöfina,“ skrifaði Anton. Anton Sveinn segist nú verða reynslunni ríkari um það sem hann hefði mátt gera betur á Evrópumeistaramótinu. Hann var að klára síðasta þunga æfingahringinn í æfingabúðum í Tyrklandi. Seinustu vikur og dagar smá rússíbani „Mér líður miklu betur í vatninu og er byrjaður að útfæra í æfingum eins og ég vill vera í París. Þrátt fyrir það hafa seinustu vikur og dagar verið smá rússíbani en það er partur af vegferðinni, ekki hægt að ætlast til neins annars. Það er í lagi að taka eitt skref afturbak ef maður svarar með tveimur áfram,“ skrifaði Anton. Anton segist vera þeim þakklátur sem standi með sér og lofar því að halda ótrauður áfram. Það má sjá færslu Antons hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira