Að nálgast starfsmann sem líður illa, er reiður eða leiður Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. júlí 2024 07:00 Sumir yfirmenn veigra sér við því að nálgast starfsmenn þegar þeir eru í vanlíðan; til dæmis reiðir, leiðir eða í uppnámi yfir einhverju öðru, með áhyggjur og svo framvegis. Rannsóknir sýna hins vegar að það er af hinu góða, að nálgast starfsmann í vanlíðan. Hins vegar skiptir máli hvenær og hvernig. Vísir/Getty Við eigum okkur öll okkar daga eins og sagt er. Stundum er dagsformið frábært og við í okkar besta gír. En síðan geta komið dagar sem eru okkur erfiðari. Þó þurfum við að mæta til vinnu. Erum kannski leið, reið eða með áhyggjur af einhverju heima fyrir. Eða að upplifa reiði, leiða eða aðra vanlíðan út af einhverju í vinnunni. Í flestum tilfellum sést á okkur þegar líðanin er ekki góð. Sérstaklega í vinnunni, enda vinnuvikan drjúgur tími af okkar lífi almennt. Þegar svo er, kemur oft upp sú staða að vinnufélagar og yfirmaður velta fyrir sér hvað sé réttast að gera. Á að nálgast starfsmanninn og ræða hvað sé að? Eða á að bíða eftir því að málin lagist? Í ágætri grein Harvard Business Review er mælt með því að yfirmaður láti sig málið varða. Enda hefur vanlíðan oftast áhrif á ýmiss atriði í vinnunni. Allt frá samskiptum yfir í afköst og framleiðni. Samkvæmt rannsóknum, er það hins vegar betra að yfirmaður nálgist starfsmann sem augljóslega er í vanlíðan. Skiptir þá engu hvort sú vanlíðan er reiði, leiði eða annað. Spurningin er bara: Hvenær og hvernig er best að gera það? Áður en við förum í góðu ráðin er ágætt að benda á, að samkvæmt fyrrnefndri grein, eru það einmitt góðir stjórnendur og leiðtogar sem átta sig á því þegar starfsfólki líður illa og láta sig málin varða. Þá er ágætt að benda á, að þótt yfirmaður láti sig málin varða og nálgist starfsmann sem er í vanlíðan, er ekki þar með sagt að viðkomandi sé að gefa væntingar um að hann/hún muni leysa málin. Einfaldur leiðarvísir, samkvæmt grein, er sem hér segir: Byrjaðu á því að meta aðstæður og líðan starfsmannsins, áður en þú býður fram aðstoð eða opnar fyrir samtal. Hafðu síðan tvennt að leiðarljósi: Ef starfsmaðurinn er í það miklu uppnámi eða vanlíðan að viðkomandi getur ekki unnið, er gott að meta aðstæðurnar strax, átta sig á því hvaða tilfinningar eru ríkjandi hjá starfsmanni og bjóða síðan fram aðstoð. Ef starfsmaðurinn getur unnið þrátt fyrir vanlíðan, gerir stjórnandinn í raun það sama: Metur aðstæður og hvaða tilfinningar eða líðan eru ríkjandi hjá starfsmanni, en bíður með að bjóða fram aðstoð sína. Ef og þegar það móment er rétt, opnar stjórnandinn á samtal með því að spyrja viðkomandi hvernig honum/henni líði. Stjórnun Mannauðsmál Góðu ráðin Tengdar fréttir Betra en ekki að viðurkenna mistökin Við erum öll að leggja okkur fram við að gera ekki mistök. Svo mikið reyndar, að oftast áttum við okkur ekki einu sinni á því að við séum að gera mistök. Til dæmis að okkur yfirsjáist eitthvað í vinnunni. Gott dæmi um eitthvað sem við föttum ekki fyrr en eftir á og þá jafnvel vegna þess að einhver annar bendir á það. 28. júní 2024 07:01 Óöryggi, feimni og jafnvel einmanaleiki í nýju sumarvinnunni Nú þegar líður að lok júní eru eflaust margir sumarstarfsmenn búnir að koma sér vel fyrir á nýja vinnustaðnum, þekkja verkefnin sín og spjalla við vinnufélaga. Og þó….það er þó ekkert endilega svo sjálfgefið. 21. júní 2024 07:01 Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Nú hafa Danir tekið af skarið og gefið út leiðbeiningar um símanotkun fullorðins fólks. Sem talin er geta verið heilsuspillandi ef notkunin nemur meira en þrjár klukkustundir á dag. 19. júní 2024 07:01 Leiðtogakulnun: Þegar yfirmaðurinn er alveg búinn á því Síðustu árin hefur samfélagið smátt og smátt lært meira um kulnun og helstu einkenni. Samhliða hefur atvinnulíf og fólk almennt orðið meðvitaðra um hvernig best er að fyrirbyggja kulnun. 13. júní 2024 07:01 Að standa upp til að gera eitthvað og muna síðan ekkert hvað það var Það þekkja allir þau móment þar sem við stöndum upp til að gera eitthvað, en munum síðan ekkert hvað við ætluðum að gera. 7. júní 2024 07:01 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Þó þurfum við að mæta til vinnu. Erum kannski leið, reið eða með áhyggjur af einhverju heima fyrir. Eða að upplifa reiði, leiða eða aðra vanlíðan út af einhverju í vinnunni. Í flestum tilfellum sést á okkur þegar líðanin er ekki góð. Sérstaklega í vinnunni, enda vinnuvikan drjúgur tími af okkar lífi almennt. Þegar svo er, kemur oft upp sú staða að vinnufélagar og yfirmaður velta fyrir sér hvað sé réttast að gera. Á að nálgast starfsmanninn og ræða hvað sé að? Eða á að bíða eftir því að málin lagist? Í ágætri grein Harvard Business Review er mælt með því að yfirmaður láti sig málið varða. Enda hefur vanlíðan oftast áhrif á ýmiss atriði í vinnunni. Allt frá samskiptum yfir í afköst og framleiðni. Samkvæmt rannsóknum, er það hins vegar betra að yfirmaður nálgist starfsmann sem augljóslega er í vanlíðan. Skiptir þá engu hvort sú vanlíðan er reiði, leiði eða annað. Spurningin er bara: Hvenær og hvernig er best að gera það? Áður en við förum í góðu ráðin er ágætt að benda á, að samkvæmt fyrrnefndri grein, eru það einmitt góðir stjórnendur og leiðtogar sem átta sig á því þegar starfsfólki líður illa og láta sig málin varða. Þá er ágætt að benda á, að þótt yfirmaður láti sig málin varða og nálgist starfsmann sem er í vanlíðan, er ekki þar með sagt að viðkomandi sé að gefa væntingar um að hann/hún muni leysa málin. Einfaldur leiðarvísir, samkvæmt grein, er sem hér segir: Byrjaðu á því að meta aðstæður og líðan starfsmannsins, áður en þú býður fram aðstoð eða opnar fyrir samtal. Hafðu síðan tvennt að leiðarljósi: Ef starfsmaðurinn er í það miklu uppnámi eða vanlíðan að viðkomandi getur ekki unnið, er gott að meta aðstæðurnar strax, átta sig á því hvaða tilfinningar eru ríkjandi hjá starfsmanni og bjóða síðan fram aðstoð. Ef starfsmaðurinn getur unnið þrátt fyrir vanlíðan, gerir stjórnandinn í raun það sama: Metur aðstæður og hvaða tilfinningar eða líðan eru ríkjandi hjá starfsmanni, en bíður með að bjóða fram aðstoð sína. Ef og þegar það móment er rétt, opnar stjórnandinn á samtal með því að spyrja viðkomandi hvernig honum/henni líði.
Stjórnun Mannauðsmál Góðu ráðin Tengdar fréttir Betra en ekki að viðurkenna mistökin Við erum öll að leggja okkur fram við að gera ekki mistök. Svo mikið reyndar, að oftast áttum við okkur ekki einu sinni á því að við séum að gera mistök. Til dæmis að okkur yfirsjáist eitthvað í vinnunni. Gott dæmi um eitthvað sem við föttum ekki fyrr en eftir á og þá jafnvel vegna þess að einhver annar bendir á það. 28. júní 2024 07:01 Óöryggi, feimni og jafnvel einmanaleiki í nýju sumarvinnunni Nú þegar líður að lok júní eru eflaust margir sumarstarfsmenn búnir að koma sér vel fyrir á nýja vinnustaðnum, þekkja verkefnin sín og spjalla við vinnufélaga. Og þó….það er þó ekkert endilega svo sjálfgefið. 21. júní 2024 07:01 Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Nú hafa Danir tekið af skarið og gefið út leiðbeiningar um símanotkun fullorðins fólks. Sem talin er geta verið heilsuspillandi ef notkunin nemur meira en þrjár klukkustundir á dag. 19. júní 2024 07:01 Leiðtogakulnun: Þegar yfirmaðurinn er alveg búinn á því Síðustu árin hefur samfélagið smátt og smátt lært meira um kulnun og helstu einkenni. Samhliða hefur atvinnulíf og fólk almennt orðið meðvitaðra um hvernig best er að fyrirbyggja kulnun. 13. júní 2024 07:01 Að standa upp til að gera eitthvað og muna síðan ekkert hvað það var Það þekkja allir þau móment þar sem við stöndum upp til að gera eitthvað, en munum síðan ekkert hvað við ætluðum að gera. 7. júní 2024 07:01 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Betra en ekki að viðurkenna mistökin Við erum öll að leggja okkur fram við að gera ekki mistök. Svo mikið reyndar, að oftast áttum við okkur ekki einu sinni á því að við séum að gera mistök. Til dæmis að okkur yfirsjáist eitthvað í vinnunni. Gott dæmi um eitthvað sem við föttum ekki fyrr en eftir á og þá jafnvel vegna þess að einhver annar bendir á það. 28. júní 2024 07:01
Óöryggi, feimni og jafnvel einmanaleiki í nýju sumarvinnunni Nú þegar líður að lok júní eru eflaust margir sumarstarfsmenn búnir að koma sér vel fyrir á nýja vinnustaðnum, þekkja verkefnin sín og spjalla við vinnufélaga. Og þó….það er þó ekkert endilega svo sjálfgefið. 21. júní 2024 07:01
Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Nú hafa Danir tekið af skarið og gefið út leiðbeiningar um símanotkun fullorðins fólks. Sem talin er geta verið heilsuspillandi ef notkunin nemur meira en þrjár klukkustundir á dag. 19. júní 2024 07:01
Leiðtogakulnun: Þegar yfirmaðurinn er alveg búinn á því Síðustu árin hefur samfélagið smátt og smátt lært meira um kulnun og helstu einkenni. Samhliða hefur atvinnulíf og fólk almennt orðið meðvitaðra um hvernig best er að fyrirbyggja kulnun. 13. júní 2024 07:01
Að standa upp til að gera eitthvað og muna síðan ekkert hvað það var Það þekkja allir þau móment þar sem við stöndum upp til að gera eitthvað, en munum síðan ekkert hvað við ætluðum að gera. 7. júní 2024 07:01