Saka og Trippier vængbakverðir gegn Sviss Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2024 11:00 Bukayo Saka mun spila sem vængbakvörður í dag ef marka má enska fjölmiðla. Catherine Ivill/Getty Images Enskir fjölmiðlar telja sig hafa öruggar heimildir fyrir því að England muni spila með þrjá miðverði gegn Sviss í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í dag. Frammistaða Englands hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er móti og hefur Gareth Southgate ákveðið að hrista heldur betur upp í hlutunum. Sky Sports, sem og aðrir miðlar, greina frá því að hann ætli sér að breyta um leikkerfi en til þessa hefur England spilað útgáfu af 4-2-3-1 leikkerfi á mótinu. England look at three man defence in training https://t.co/jRvqdz535x— paul joyce (@_pauljoyce) July 3, 2024 Nú ætlar Southgate hins vegar að mæta til leiks með þriggja manna vörn og færa Bukayo Saka, einn besta hægri vængmann ensku úrvalsdeildarinnar, niður í vinstri vængbakvörð. Flestar stöðurnar eru ritaðar í stein en það eru spurningamerki hver verður með Harry Kane og Jude Bellingham í „fremstu þremur.“ Phil Foden gæti verið með Bellingham fyrir framan þá Kobbie Mainoo og Declan Rice sem eiga að verja vörnina. Þá gæti Southgate ákveðið að nýta hæfileika Ollie Watkins, Ivan Toney eða Jarrod Bowen í fremstu línu og leyft Kane að draga sig neðar. Southgate hefur einnig sagt að Luke Shaw sé tilbúinn að byrja leikinn en talið er að Ezri Konsa verði með John Stones og Kyle Walker í þriggja manna varnarlínunni dagsins. Ezri Konsa will start for England in today’s #Euro2024 quarter-final against Switzerland.#ENGSUI 📝 @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 6, 2024 Sama hvað þá verður spennandi að sjá byrjunarlið Englands og hversu margar breytingar Southgate gerir á milli leikja. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Frammistaða Englands hefur ekki verið upp á marga fiska það sem af er móti og hefur Gareth Southgate ákveðið að hrista heldur betur upp í hlutunum. Sky Sports, sem og aðrir miðlar, greina frá því að hann ætli sér að breyta um leikkerfi en til þessa hefur England spilað útgáfu af 4-2-3-1 leikkerfi á mótinu. England look at three man defence in training https://t.co/jRvqdz535x— paul joyce (@_pauljoyce) July 3, 2024 Nú ætlar Southgate hins vegar að mæta til leiks með þriggja manna vörn og færa Bukayo Saka, einn besta hægri vængmann ensku úrvalsdeildarinnar, niður í vinstri vængbakvörð. Flestar stöðurnar eru ritaðar í stein en það eru spurningamerki hver verður með Harry Kane og Jude Bellingham í „fremstu þremur.“ Phil Foden gæti verið með Bellingham fyrir framan þá Kobbie Mainoo og Declan Rice sem eiga að verja vörnina. Þá gæti Southgate ákveðið að nýta hæfileika Ollie Watkins, Ivan Toney eða Jarrod Bowen í fremstu línu og leyft Kane að draga sig neðar. Southgate hefur einnig sagt að Luke Shaw sé tilbúinn að byrja leikinn en talið er að Ezri Konsa verði með John Stones og Kyle Walker í þriggja manna varnarlínunni dagsins. Ezri Konsa will start for England in today’s #Euro2024 quarter-final against Switzerland.#ENGSUI 📝 @David_Ornstein— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) July 6, 2024 Sama hvað þá verður spennandi að sjá byrjunarlið Englands og hversu margar breytingar Southgate gerir á milli leikja.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira