Furða sig á brotthvarfi aðstoðarþjálfarans: „Gjörsamlega galið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júlí 2024 16:00 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, skilur ekkert í því af hverju aðstoðarþjálfarinn Olgeir Sigurgeirsson var látinn fara ef marka má orð Alberts Brynjars Ingasonar. Samsett Fylkir mátti þola 4-0 tap er liðið heimsótti Val í Bestu-deild karla síðastliðinn laugardag. Í uppgjörsþættinum Stúkan myndaðist umræða um Olgeir Sigurgeirsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfara liðsins. Fylkismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar með aðeins átta stig eftir þrettán leiki og síðasti deildarsigur liðsins kom þann 18. júní síðastliðinn þegar Fylkir vann 3-2 heimasigur gegn nýliðum Vestra. Fyrir sléttri viku síðan, þann 2. júlí síðastliðinn, barst tilkynning frá Fylki þess efnis að félagið hafði gert samkomulag um starfslok við Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfar liðsins og þjálfara í afreksstarfi félagsins. Sérfræðingar Stúkunnar segja að starfslokin hafi komið flatt upp á bæði Olgeir og Rúnar Pál Sigmundsson, aðalþjálfara liðsins. „Ég held að það spili stórt hlutverk að þeir hafi látið Olgeir fara án þess að hann [Rúnar Páll] hafi samþykkt það. Ég veit að þeirra samstarf gekk vel,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, um slæmt gengi Fylkismanna. Klippa: Stúkan - Umræða um Olgeir hjá Fylki Segir engan skilja af hverju Olgeir var látinn fara Hann segir að það séu í raun fáir sem skilji eitthvað í því af hverju Olgeir var látinn fara. „Ég skil ekkert í þessu,“ bætti Albert við. „Olgeir veit sjálfur ekki af hverju hann var látinn fara, Rúnar veit ekki af hverju hann var látinn fara og ég held að þeir sjálfir [Fylkir] viti það ekki heldur.“ „Ég held að þetta snúi eitthvað að afreksstarfi sem er búið að vera í mótun í svona tíu ár. Það varðar Olgeir ekki neitt um. Eina sem ég veit er að leikmannahópurinn var sáttur með aðstoðarþjálfarann, þjálfarinn sjálfur - sem á eitt og sér að vera nóg - var sáttur með sinn aðstoðarþjálfara.“ „Rúnar hefur ekki fengið þann pening sem hann þarf til að styrkja þetta lið. Hann hefur ekki fengið það á þessum tveimur tímabilum í Bestu-deildinni. Að láta svo aðstoðarþjálfarann fara án þess að tala við hann er gjörsamlega galið. Ég held að það sé ekkert að ástæðulausu að Rúnar sé núna farinn að tala um að hann vanti leikmenn því núna fer hann loksins að berja í borðið,“ sagði Albert að lokum. Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Fylkismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar með aðeins átta stig eftir þrettán leiki og síðasti deildarsigur liðsins kom þann 18. júní síðastliðinn þegar Fylkir vann 3-2 heimasigur gegn nýliðum Vestra. Fyrir sléttri viku síðan, þann 2. júlí síðastliðinn, barst tilkynning frá Fylki þess efnis að félagið hafði gert samkomulag um starfslok við Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfar liðsins og þjálfara í afreksstarfi félagsins. Sérfræðingar Stúkunnar segja að starfslokin hafi komið flatt upp á bæði Olgeir og Rúnar Pál Sigmundsson, aðalþjálfara liðsins. „Ég held að það spili stórt hlutverk að þeir hafi látið Olgeir fara án þess að hann [Rúnar Páll] hafi samþykkt það. Ég veit að þeirra samstarf gekk vel,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, um slæmt gengi Fylkismanna. Klippa: Stúkan - Umræða um Olgeir hjá Fylki Segir engan skilja af hverju Olgeir var látinn fara Hann segir að það séu í raun fáir sem skilji eitthvað í því af hverju Olgeir var látinn fara. „Ég skil ekkert í þessu,“ bætti Albert við. „Olgeir veit sjálfur ekki af hverju hann var látinn fara, Rúnar veit ekki af hverju hann var látinn fara og ég held að þeir sjálfir [Fylkir] viti það ekki heldur.“ „Ég held að þetta snúi eitthvað að afreksstarfi sem er búið að vera í mótun í svona tíu ár. Það varðar Olgeir ekki neitt um. Eina sem ég veit er að leikmannahópurinn var sáttur með aðstoðarþjálfarann, þjálfarinn sjálfur - sem á eitt og sér að vera nóg - var sáttur með sinn aðstoðarþjálfara.“ „Rúnar hefur ekki fengið þann pening sem hann þarf til að styrkja þetta lið. Hann hefur ekki fengið það á þessum tveimur tímabilum í Bestu-deildinni. Að láta svo aðstoðarþjálfarann fara án þess að tala við hann er gjörsamlega galið. Ég held að það sé ekkert að ástæðulausu að Rúnar sé núna farinn að tala um að hann vanti leikmenn því núna fer hann loksins að berja í borðið,“ sagði Albert að lokum.
Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira