Ekki gera þessi mistök í sumarfríinu! Ólafía Sigurjónsdóttir skrifar 11. júlí 2024 10:02 Á þeim allt of mörgu klukkutímum sem ég hef eytt í að skoða samfélagsmiðla og fréttasíður síðustu ár, hef ég tekið eftir því hvað óskaplega margir hafa áhyggjur af því að ég geri mistök. Ég var núna síðast að leita að einhverju sniðugu til að gera í næstu utanlandsferð með fjölskyldunni og fann allskonar góð meðmæli með veitingastöðum og fallega staði til að heimsækja, en inn á milli er öskrað með hástöfum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú ferð til …“ Svona lagað grípur örugglega marga, því hver vill gera mistök á ferðalagi sem á að vera vel heppnað og skemmtilegt? Best að forðast það. Þetta virkar greinilega það vel að þegar slegið er inn “ekki gera þessi mistök” á Google kemur röð af fyrirsögnum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú planar sumarfríið, á skemmtiferðaskipi, þegar þú tannburstar þig, í húðumhirðu!“ Sú hugmynd að forðast mistök er aðlaðandi, lífið hlýtur að vera betra og skemmtilegra án mistaka. En hvað gerist þegar lífið fer að snúast um að forðast mistök? Þá þarf að ofhugsa og plana í smáatriðum hvert einasta skref, skoða matseðilinn áður en maður fer á veitingastaðinn, skoða leiðina á Google maps áður en maður leggur af stað, skoða 10 myndbönd á YouTube áður en maður reynir losa stífluna í baðvaskinum. Þegar við gerum þessa hluti þá lærum við gjarnan eitthvað nýtt eða finnum leið til að leysa vandamál og því fylgir oft góð tilfinning, tilfinningin sem fylgir því að vera með hlutina á hreinu. En þessi tilfinning endist oft ekki lengi því oft koma efasemdir og óvissa því veruleikinn fylgir sjaldnast plani. Rörin undir vaskinum eru öðruvísi en hjá gæjanum í Texas sem gerði YouTube myndbandið eða það er allt of heitt til að eyða deginum í útivist á Majorca eins og planið sagði til um. Það er nefnilega engin ein rétt leið, eitt rétt svar eða gulltryggð leið til að forðast mistök hvort sem það er við tannburstun eða í að plana sumarfríið. Ofhugsun og leit að hugsanlegum vandamálum getur tekið mikinn tíma og skapar oft óþarfa kvíða og áhyggjur af hlutum sem gjarnan leysast þegar á hólminn er komið. Hegðun okkar hefur áhrif á upplifun okkar af því verkefni sem við stöndum frammi fyrir og einnig hvernig við upplifum okkar eigin getu og færni til að leysa þau. Þegar við ofhugsum, ofurplönum og leitum ráða í óhófi, erum við í raun að senda sjálfum okkur þau skilaboð að við séum ekki nægilega fær til að ráða fram úr þessum hlutum upp á eigin spýtur. Þetta getur svo smám saman grafið undan sjálfstraustinu og ýtt undir meiri kvíða. Það er því ágætt að doka við þegar hvötin til að gúggla og leita fleiri ráða frá YouTube eða Google og prófa að taka sénsinn á mistökum. Þegar við treystum Google og YouTube betur en okkar eigin hyggjuviti förum líka við á mis við verðmæt mistök og reddingarnar sem kenna manni svo margt. Svo er það líka merkilegt hvernig klúðrið og óvæntu beygjurnar á ferðalögunum er stundum það sem býr til skemmtilegustu ferðasögurnar. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Ferðalög Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Á þeim allt of mörgu klukkutímum sem ég hef eytt í að skoða samfélagsmiðla og fréttasíður síðustu ár, hef ég tekið eftir því hvað óskaplega margir hafa áhyggjur af því að ég geri mistök. Ég var núna síðast að leita að einhverju sniðugu til að gera í næstu utanlandsferð með fjölskyldunni og fann allskonar góð meðmæli með veitingastöðum og fallega staði til að heimsækja, en inn á milli er öskrað með hástöfum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú ferð til …“ Svona lagað grípur örugglega marga, því hver vill gera mistök á ferðalagi sem á að vera vel heppnað og skemmtilegt? Best að forðast það. Þetta virkar greinilega það vel að þegar slegið er inn “ekki gera þessi mistök” á Google kemur röð af fyrirsögnum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú planar sumarfríið, á skemmtiferðaskipi, þegar þú tannburstar þig, í húðumhirðu!“ Sú hugmynd að forðast mistök er aðlaðandi, lífið hlýtur að vera betra og skemmtilegra án mistaka. En hvað gerist þegar lífið fer að snúast um að forðast mistök? Þá þarf að ofhugsa og plana í smáatriðum hvert einasta skref, skoða matseðilinn áður en maður fer á veitingastaðinn, skoða leiðina á Google maps áður en maður leggur af stað, skoða 10 myndbönd á YouTube áður en maður reynir losa stífluna í baðvaskinum. Þegar við gerum þessa hluti þá lærum við gjarnan eitthvað nýtt eða finnum leið til að leysa vandamál og því fylgir oft góð tilfinning, tilfinningin sem fylgir því að vera með hlutina á hreinu. En þessi tilfinning endist oft ekki lengi því oft koma efasemdir og óvissa því veruleikinn fylgir sjaldnast plani. Rörin undir vaskinum eru öðruvísi en hjá gæjanum í Texas sem gerði YouTube myndbandið eða það er allt of heitt til að eyða deginum í útivist á Majorca eins og planið sagði til um. Það er nefnilega engin ein rétt leið, eitt rétt svar eða gulltryggð leið til að forðast mistök hvort sem það er við tannburstun eða í að plana sumarfríið. Ofhugsun og leit að hugsanlegum vandamálum getur tekið mikinn tíma og skapar oft óþarfa kvíða og áhyggjur af hlutum sem gjarnan leysast þegar á hólminn er komið. Hegðun okkar hefur áhrif á upplifun okkar af því verkefni sem við stöndum frammi fyrir og einnig hvernig við upplifum okkar eigin getu og færni til að leysa þau. Þegar við ofhugsum, ofurplönum og leitum ráða í óhófi, erum við í raun að senda sjálfum okkur þau skilaboð að við séum ekki nægilega fær til að ráða fram úr þessum hlutum upp á eigin spýtur. Þetta getur svo smám saman grafið undan sjálfstraustinu og ýtt undir meiri kvíða. Það er því ágætt að doka við þegar hvötin til að gúggla og leita fleiri ráða frá YouTube eða Google og prófa að taka sénsinn á mistökum. Þegar við treystum Google og YouTube betur en okkar eigin hyggjuviti förum líka við á mis við verðmæt mistök og reddingarnar sem kenna manni svo margt. Svo er það líka merkilegt hvernig klúðrið og óvæntu beygjurnar á ferðalögunum er stundum það sem býr til skemmtilegustu ferðasögurnar. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun