Brunson hjálpar Knicks með því að skilja fimmtán milljarða eftir á borðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 14:30 Jalen Brunson átti mjög gott tímabil með New York Knicks 2023-24 en ætlar sér enn stærri hluti á komandi leiktíð. Getty/Elsa NBA körfuboltamaðurinn Jalen Brunson lét verkin tala í gær þegar kom að því að hjálpa New York Knicks að vera betra. Brunson var tilbúinn að fá mun lægri laun fyrir vinnu sína en hann var búinn að vinna sér inn. Brunson framlengdi samning sinn við Knicks og skrifaði undir fjögurra ára samning sem gefur honum 156,5 milljónir í laun eða 21,5 milljarða íslenska króna. Nýi samningurinn tekur gildi á 2025-26 tímabilinu. Það þarf nú enginn að kvarta yfir slíkum launatékka en eftir frábæra frammistöðu sína með Knicks þá átti Brunson rétt á því á næsta ári að fá 269 milljónir fyrir fimm ára samning. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Hann skildi því 113 milljónir dollara eftir á borðinu eða fimmtán milljarða króna. Með því að gera slíkan samning myndi Brunson þrengja mjög að möguleikum Knicks að semja við aðra leikmenn til að styrkja leikmannahópinn. Brunson ræður sjálfur hvað hann gerir á fjórða og síðasta ári samningsins. Umboðsmaður hans segir að gangi allt upp þá gæti hann nælt sér þá í risasamning. Semji Brunson árið 2028 gæti hann fengið 323 milljónir fyrir fjögurra ára samning (44,4 milljarðar) en árið 2029 gæti hann fengið 418 milljónir dala fyrir fimm ára samning (57,4 milljarðar). Það er þó langur tími þangað til og margt getur gerst. Nýja framlengingin hjálpar New York Knicks mikið í baráttunni um að komast aftur alla leið. Brunson var með 28,7 stig og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Hann var valinn í annað úrvalslið deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Brunson framlengdi samning sinn við Knicks og skrifaði undir fjögurra ára samning sem gefur honum 156,5 milljónir í laun eða 21,5 milljarða íslenska króna. Nýi samningurinn tekur gildi á 2025-26 tímabilinu. Það þarf nú enginn að kvarta yfir slíkum launatékka en eftir frábæra frammistöðu sína með Knicks þá átti Brunson rétt á því á næsta ári að fá 269 milljónir fyrir fimm ára samning. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) Hann skildi því 113 milljónir dollara eftir á borðinu eða fimmtán milljarða króna. Með því að gera slíkan samning myndi Brunson þrengja mjög að möguleikum Knicks að semja við aðra leikmenn til að styrkja leikmannahópinn. Brunson ræður sjálfur hvað hann gerir á fjórða og síðasta ári samningsins. Umboðsmaður hans segir að gangi allt upp þá gæti hann nælt sér þá í risasamning. Semji Brunson árið 2028 gæti hann fengið 323 milljónir fyrir fjögurra ára samning (44,4 milljarðar) en árið 2029 gæti hann fengið 418 milljónir dala fyrir fimm ára samning (57,4 milljarðar). Það er þó langur tími þangað til og margt getur gerst. Nýja framlengingin hjálpar New York Knicks mikið í baráttunni um að komast aftur alla leið. Brunson var með 28,7 stig og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Hann var valinn í annað úrvalslið deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
NBA Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira