Kemur inn í umhverfi þar sem fólk hefur séð spillingu Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júlí 2024 08:02 Heimir ásamt yfirmönnum sínum David Courell og Marc Canham. Getty Írskur blaðamaður segir skiptar skoðanir um ráðningu Heimis Hallgrímssonar. Heimir kemur inn í sérstakt umhverfi hjá írska knattspyrnusambandinu, og mikið gustað það síðustu ár. Gavin Cummiskey, blaðamaður hjá Irish Times.Irish Times Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Írlands í fyrradag og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. En hvernig tekur írska þjóðin í ráðninguna? „Menn þurftu satt að segja að fletta honum upp. Þangað til maður lítur til baka á frábæran árangur Íslands. Allir vita að Ísland sigraði England á EM 2016. Fólk vissi bara ekki hver hann var en þegar það áttaði sig á að hann hefði gert þetta og þeim árangri sem hann hefur náð á síðustu árum,“ segir Gavin Cummiskey, blaðamaður á Irish Times, í Sportpakkanum á Stöð 2. „Viðbrögðin hafa verið í lagi. Dálitlar efasemdir, menn eru ekki alveg vissir en ég held að menn muni styðja hann.“ Ólgusjór hjá sambandinu Gengið hefur á ýmsu hjá knattspyrnusambandinu síðustu ár þar sem meint spillingarmál koma fyrir. Þá þurfti írska ríkið að bjarga sambandinu frá gjaldþroti. Aðeins örfáir dagar síðan knattspyrnusambandið þurfti að biðjast afsökunar á kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara á vegum þess á 10. Áratugnum og Damien Duff fyrrum aðstoðarþjálfari Írlands gagnrýndi sambandið harðlega í víkunni. Það er því vert að spyrja hvernig umhverfi bíður Heimis. „Hann kemur inn í mjög áhugavert umhverfi þar sem fólk hefur séð spillingu og séð menn gefa loforð sem þeir hafa ekki staðið við,“ segir Cummiskey. „Það mikilvægasta sem hann hefur gert síðustu daga er að vera ekki með neitt kjaftæði, hann var hreinskilinn.“ „Hann sagðist vita hvað hann þyrfti að gera, í hverju hann yrði að vinna. Hann reyndi ekki að sykurhúða það. Hann virðist tala hreint út og það er svo mikilvægt fyrir það sem hann þarf að gera,“ segir Cummiskey. HM-sæti veiti ríkisborgararétt Heimir hefur því verk að vinna. „Hann stendur frammi fyrir mörgum áskorunum en ef hann nær óvæntum úrslitum eins og hjá Jamaíka og Íslandi og náð góðum úrslitum gegn þeim liðum sem við væntum þess að vinna þá hverfa svo mörg vandamál,“ „Ef hann kemur þeim á HM fær hann strax írskan ríkisborgararétt,“ segir Cummiskey. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Sjá meira
Gavin Cummiskey, blaðamaður hjá Irish Times.Irish Times Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Írlands í fyrradag og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. En hvernig tekur írska þjóðin í ráðninguna? „Menn þurftu satt að segja að fletta honum upp. Þangað til maður lítur til baka á frábæran árangur Íslands. Allir vita að Ísland sigraði England á EM 2016. Fólk vissi bara ekki hver hann var en þegar það áttaði sig á að hann hefði gert þetta og þeim árangri sem hann hefur náð á síðustu árum,“ segir Gavin Cummiskey, blaðamaður á Irish Times, í Sportpakkanum á Stöð 2. „Viðbrögðin hafa verið í lagi. Dálitlar efasemdir, menn eru ekki alveg vissir en ég held að menn muni styðja hann.“ Ólgusjór hjá sambandinu Gengið hefur á ýmsu hjá knattspyrnusambandinu síðustu ár þar sem meint spillingarmál koma fyrir. Þá þurfti írska ríkið að bjarga sambandinu frá gjaldþroti. Aðeins örfáir dagar síðan knattspyrnusambandið þurfti að biðjast afsökunar á kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara á vegum þess á 10. Áratugnum og Damien Duff fyrrum aðstoðarþjálfari Írlands gagnrýndi sambandið harðlega í víkunni. Það er því vert að spyrja hvernig umhverfi bíður Heimis. „Hann kemur inn í mjög áhugavert umhverfi þar sem fólk hefur séð spillingu og séð menn gefa loforð sem þeir hafa ekki staðið við,“ segir Cummiskey. „Það mikilvægasta sem hann hefur gert síðustu daga er að vera ekki með neitt kjaftæði, hann var hreinskilinn.“ „Hann sagðist vita hvað hann þyrfti að gera, í hverju hann yrði að vinna. Hann reyndi ekki að sykurhúða það. Hann virðist tala hreint út og það er svo mikilvægt fyrir það sem hann þarf að gera,“ segir Cummiskey. HM-sæti veiti ríkisborgararétt Heimir hefur því verk að vinna. „Hann stendur frammi fyrir mörgum áskorunum en ef hann nær óvæntum úrslitum eins og hjá Jamaíka og Íslandi og náð góðum úrslitum gegn þeim liðum sem við væntum þess að vinna þá hverfa svo mörg vandamál,“ „Ef hann kemur þeim á HM fær hann strax írskan ríkisborgararétt,“ segir Cummiskey. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Kemur svar úr Bítlabænum? Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Sjá meira