Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. júlí 2024 22:23 Árásin er rannsökuð sem morðtilraun. Áhorfandi á fundinum lést í árásinni og byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum. AP Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. Í frétt AP, sem heldur uppi ítarlegri fréttavakt um málið, segir að á myndbandsupptöku sjáist Trump snöggbeygja sig meðan hann er að flytja ræðu. Vopnaðir öryggisverðir umkringja hann um leið. AP segir frá því að einn þátttakandi í kosningafundinum hafi látið lífið í árásinni og að byssumaðurinn sé látinn. Miðillinn hefur þetta eftir ótilgreindum héraðslögmanni Butler County District. Þetta herma heimildir ABC News líka. Einn alvarlega slasaður Í samtali við CNN segir Richard Goldinger héraðslögmaður Butler County District að annar þátttakandi á kosningafundinum hefi verið fluttur á sjúkrahús alvarlega særður eftir árásina. Þá gaf Goldinger þær upplýsingar að byssumaðurinn hafi verið fyrir utan fundinn þegar árásin var gerð. Fréttamaður ABC News á vettvangi sagði að vopnaleit hafi verið gerð á öllum þátttakendum áður en þeim var hleypt inn. AP hefur eftir embættismönnum að lögregluyfirvöld rannsaki málið sem tilraun til manndráps. Árásin hafi verið tilraun til að ráða Trump af dögum. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir atvikið. Trump gaf út yfirlýsingu skömmu eftir atvikið þar sem hann sagðist vera í lagi.AP Innflytjendamál til umræðu þegar skotunum var hleypt af Meðan Trump beygir sig niður heyrast í myndbandinu háir hvellir. Þá sést hann standa upp á ný og reka hnefann í loftið. Loks er hann leiddur af sviðinu og færður inn í bíl sem ekur á brott. Sjá má blóð á eyra hans meðan hann er leiddur inn í bílinn. Í frétt AP segir að Trump hafi verið að sýna tölfræði tengda innflytjendum þegar háir hvellir fóru að heyrast í þvögunni. Hann hafi skyndilega beygt sig niður og þá hafi hópur öryggisvarða hópað sig í kringum hann. Shooting just happened at The Trump rally pic.twitter.com/Xs1dVL1H3T— Acyn (@Acyn) July 13, 2024 Í yfirlýsingu sem miðillinn hefur undir höndum segir að Trump sé „í lagi“ og að hann sé kominn á sjúkrahús til aðhlynningar. Donald Trump Jr., syni Donald Trump, sagði föður sinn „í góðu skapi“ í yfirlýsingu rúmum tveimur tímum eftir atvikið. „Hann mun aldrei hætta að berjast til að bjarga Ameríku, sama hverju róttæka vinstrið reynir að kasta í hann,“ segir í yfirlýsingu frá honum. Viðstaddir lögðust í jörðina þegar skotunum var hleypt af.AP Einhver verið skotinn David McCormick, frambjóðandi Repúblikana í öldungaráð, segir í samtali við Politico að hann hafi setið í fremstu röðinni og að einhver sem hafi setið bak við hann virðist hafa verið skotinn. „Skyndilega var skotum hleypt af, einhver sem var fyrir aftan mig virðist hafa verið skotinn,“ segir McCormick. „Það kom mikið blóð, og svo var öryggisgæslan búin að umkringja Trump,“ bætir hann við. Trump rak hnefann í loftið meðan hann var færður út af sviðinu. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir atvikið og sendir mótframbjóðanda sínum batakveðjur. Þá segir hann heppilegt að ekki fór verr. Batakveðjum hefur rignt yfir forsetaframbjóðandann úr báðum fylkingum frambjóðenda. Josh Shapiro ríkisstjóri Pennsylvaníu fordæmir atvikið. AP hefur eftir honum að ofbeldi beint að stjórnmálamönnum- eða flokkum sé algjörlega óásættanlegt. Leyniþjónustumenn huldu Trump.AP Demókratarnir Chuck Schumer, Chris Murphy og Hakeem Jeffries hafa allir gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir ýmist fordæma atvikið, senda honum batakveðju eða þakka viðbragðsaðilum fyrir snöggt viðbragð. Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur að auki gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „Það er alls ekkert pláss fyrir pólitískt ofbeldi í lýðræðisríkinu okkar. [...]. Við ættum öll að vera fegin að Trump fyrrverandi forseti hafi ekki slasast alvarlega,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Obama. Fréttin hefur verið uppfærð. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Í frétt AP, sem heldur uppi ítarlegri fréttavakt um málið, segir að á myndbandsupptöku sjáist Trump snöggbeygja sig meðan hann er að flytja ræðu. Vopnaðir öryggisverðir umkringja hann um leið. AP segir frá því að einn þátttakandi í kosningafundinum hafi látið lífið í árásinni og að byssumaðurinn sé látinn. Miðillinn hefur þetta eftir ótilgreindum héraðslögmanni Butler County District. Þetta herma heimildir ABC News líka. Einn alvarlega slasaður Í samtali við CNN segir Richard Goldinger héraðslögmaður Butler County District að annar þátttakandi á kosningafundinum hefi verið fluttur á sjúkrahús alvarlega særður eftir árásina. Þá gaf Goldinger þær upplýsingar að byssumaðurinn hafi verið fyrir utan fundinn þegar árásin var gerð. Fréttamaður ABC News á vettvangi sagði að vopnaleit hafi verið gerð á öllum þátttakendum áður en þeim var hleypt inn. AP hefur eftir embættismönnum að lögregluyfirvöld rannsaki málið sem tilraun til manndráps. Árásin hafi verið tilraun til að ráða Trump af dögum. Árásarmaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir atvikið. Trump gaf út yfirlýsingu skömmu eftir atvikið þar sem hann sagðist vera í lagi.AP Innflytjendamál til umræðu þegar skotunum var hleypt af Meðan Trump beygir sig niður heyrast í myndbandinu háir hvellir. Þá sést hann standa upp á ný og reka hnefann í loftið. Loks er hann leiddur af sviðinu og færður inn í bíl sem ekur á brott. Sjá má blóð á eyra hans meðan hann er leiddur inn í bílinn. Í frétt AP segir að Trump hafi verið að sýna tölfræði tengda innflytjendum þegar háir hvellir fóru að heyrast í þvögunni. Hann hafi skyndilega beygt sig niður og þá hafi hópur öryggisvarða hópað sig í kringum hann. Shooting just happened at The Trump rally pic.twitter.com/Xs1dVL1H3T— Acyn (@Acyn) July 13, 2024 Í yfirlýsingu sem miðillinn hefur undir höndum segir að Trump sé „í lagi“ og að hann sé kominn á sjúkrahús til aðhlynningar. Donald Trump Jr., syni Donald Trump, sagði föður sinn „í góðu skapi“ í yfirlýsingu rúmum tveimur tímum eftir atvikið. „Hann mun aldrei hætta að berjast til að bjarga Ameríku, sama hverju róttæka vinstrið reynir að kasta í hann,“ segir í yfirlýsingu frá honum. Viðstaddir lögðust í jörðina þegar skotunum var hleypt af.AP Einhver verið skotinn David McCormick, frambjóðandi Repúblikana í öldungaráð, segir í samtali við Politico að hann hafi setið í fremstu röðinni og að einhver sem hafi setið bak við hann virðist hafa verið skotinn. „Skyndilega var skotum hleypt af, einhver sem var fyrir aftan mig virðist hafa verið skotinn,“ segir McCormick. „Það kom mikið blóð, og svo var öryggisgæslan búin að umkringja Trump,“ bætir hann við. Trump rak hnefann í loftið meðan hann var færður út af sviðinu. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir atvikið og sendir mótframbjóðanda sínum batakveðjur. Þá segir hann heppilegt að ekki fór verr. Batakveðjum hefur rignt yfir forsetaframbjóðandann úr báðum fylkingum frambjóðenda. Josh Shapiro ríkisstjóri Pennsylvaníu fordæmir atvikið. AP hefur eftir honum að ofbeldi beint að stjórnmálamönnum- eða flokkum sé algjörlega óásættanlegt. Leyniþjónustumenn huldu Trump.AP Demókratarnir Chuck Schumer, Chris Murphy og Hakeem Jeffries hafa allir gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þeir ýmist fordæma atvikið, senda honum batakveðju eða þakka viðbragðsaðilum fyrir snöggt viðbragð. Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur að auki gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „Það er alls ekkert pláss fyrir pólitískt ofbeldi í lýðræðisríkinu okkar. [...]. Við ættum öll að vera fegin að Trump fyrrverandi forseti hafi ekki slasast alvarlega,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Obama. Fréttin hefur verið uppfærð.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira