Bronny James hefur klikkað á öllum skotunum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 14:00 Bronny James Jr. í níunni hjá Los Angeles Lakers en hann hefur enn ekki náð að skora níu stig í einum leik í Sumardeildinni. Getty/Thearon W. Henderson Los Angeles Lakers valdi Bronny James, tvítugan son LeBron James, í nýliðavalinu á dögunum en það er ekki hægt að segja að strákurinn sé að heilla marga með frammistöðu sinni í Sumardeild NBA. Bronny var valinn númer 55 í nýliðavalinu og LeBron James fékk því ósk sína uppfyllta um að fá að spila við hlið sonar síns í NBA. Hvort að strákurinn fái margar mínútur er þó langt frá því að vera öruggt. Hann er nefnilega ekki skila merkilegri frammistöðu í Sumardeildinni. pic.twitter.com/Pou3WNdFus— Bronny (@BronnyJamesJr) July 6, 2024 Einn af kostum Bronny James átti að vera góð nýting hans fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hefur hins vegar klikkað á öllum tólf þriggja stiga skotum sínum í Sumardeildinni og er með aðeins 23 prósent skotnýtingu samtals. Bara sex skot hafa farið niður úr 26 tilraunum. Í síðasta leik skoraði hann átta stig og hitti úr 3 af 14 skotum sínum. Hann reyndi átta þriggja stiga skot án árangurs. Lakers tapaði leiknum 99-80 á móti Houston Rockets. Bronny var með fimm fráköst og enga stoðsendingu á 27 mínútum. Í fyrsta leiknum sem tapaðist 108-94 á móti Sacramento Kings var Bronny með fjögur stig á 21 mínútu auk þess að taka tvö fráköst og gefa tvær stoðsendingar. Í öðrum leiknum sem tapaðist 80-76 á móti Miami Heat var Bronny með þrjú stig á 29 mínútu auk þess að taka fimm fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Hann er því samanlagt í þremur leikjum með 15 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar á 77 mínútum í þessum þremur leikjum sínum í Sumardeildinni. Ef við uppfærum þær tölur á 30 mínútur þá eru það 5,8 stig, 4,7 fráköst og 1,9 stoðsendingar. Hann er heldur ekki að spila við bestu leikmenn NBA heldur við nýliða og leikmenn sem dreymir um að komast að í NBA deildinni. Það er þvi erfitt að vera bjartsýnn fyrir hönd NBA ferils Bronny James þessa dagana. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Bronny var valinn númer 55 í nýliðavalinu og LeBron James fékk því ósk sína uppfyllta um að fá að spila við hlið sonar síns í NBA. Hvort að strákurinn fái margar mínútur er þó langt frá því að vera öruggt. Hann er nefnilega ekki skila merkilegri frammistöðu í Sumardeildinni. pic.twitter.com/Pou3WNdFus— Bronny (@BronnyJamesJr) July 6, 2024 Einn af kostum Bronny James átti að vera góð nýting hans fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hefur hins vegar klikkað á öllum tólf þriggja stiga skotum sínum í Sumardeildinni og er með aðeins 23 prósent skotnýtingu samtals. Bara sex skot hafa farið niður úr 26 tilraunum. Í síðasta leik skoraði hann átta stig og hitti úr 3 af 14 skotum sínum. Hann reyndi átta þriggja stiga skot án árangurs. Lakers tapaði leiknum 99-80 á móti Houston Rockets. Bronny var með fimm fráköst og enga stoðsendingu á 27 mínútum. Í fyrsta leiknum sem tapaðist 108-94 á móti Sacramento Kings var Bronny með fjögur stig á 21 mínútu auk þess að taka tvö fráköst og gefa tvær stoðsendingar. Í öðrum leiknum sem tapaðist 80-76 á móti Miami Heat var Bronny með þrjú stig á 29 mínútu auk þess að taka fimm fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Hann er því samanlagt í þremur leikjum með 15 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar á 77 mínútum í þessum þremur leikjum sínum í Sumardeildinni. Ef við uppfærum þær tölur á 30 mínútur þá eru það 5,8 stig, 4,7 fráköst og 1,9 stoðsendingar. Hann er heldur ekki að spila við bestu leikmenn NBA heldur við nýliða og leikmenn sem dreymir um að komast að í NBA deildinni. Það er þvi erfitt að vera bjartsýnn fyrir hönd NBA ferils Bronny James þessa dagana. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn)
NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum