Loftslagsávinningur Coda Terminal er gífurlegur Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 17. júlí 2024 12:01 EFLA verkfræðistofa tók að sér að vinna vistferilsgreiningu á fyrstu stigum hönnunar fyrir Coda Terminal verkefnið. Vistferilsgreining er stöðluð aðferð til að meta umhverfisáhrif framkvæmdar yfir hluta eða alla virðiskeðju framkvæmdarinnar. Umfang þessarar vistferilsgreiningar náði yfir sjóflutninga á milli landa til og frá Coda Terminal, uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar og bindingu CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar. Vistferilsgreiningin var unnin á frumhönnunarstigi og því voru undanskildir annars vegar þeir þættir sem eiga sér stað erlendis, þ.e. föngun CO2 frá iðnaði ásamt vökvagerð þess, og hins vegar uppbygging hafnarsvæðis í Straumsvík. Unnið er að því að bæta þessum þáttum við og vænta má uppfærslu í haust. Yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar var heildarlosun metin 4.000.000 tonn CO2 en binding var metin 76.000.000 tonn CO2. Með öðrum orðum, þá var bindingin metin tæplega tuttugufalt meiri en losunin. Heildarniðurstaða vistferilsgreiningarinnar er því nettó samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda upp á 72.000.000 tonn CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar, eða 2.400.000 tonn CO2 á ári að meðaltali. Til að setja þessar tölur í samhengi þá er árleg samfélagslosun Íslands (losun vegna vegakerfis, landbúnaðar, sjávarútvegs, orkuvinnslu, úrgangs, efnanotkunar og smærri iðnaðar) um 2.770.000 tonn CO2 á ári. Bindingin sem Coda Terminal skilar árlega (2.400.00 tonn CO2 á ári) samsvarar því að núlla út 87% af samfélagslosun Íslands. Nýútgefin aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum á að skila 35-45% samdrætti í samfélagslosun og því mætti segja að Coda Terminal skili meiri árangri heldur en allar aðgerðir áætlunarinnar til samans. Ef við skoðum bæði samfélagslosun og viðskiptakerfi ESB (losun frá stóriðju) yfir næstu þrjátíu árin þá er uppsöfnuð losun Íslands um 110.000.000 tonn CO2 skv. framreikningum Umhverfisstofnunar fyrir óbreytta sviðsmynd. Bindingin sem Coda Terminal skilar yfir líftíma stöðvarinnar (72.000.000 tonn CO2) samsvarar 65% af uppsafnaðri losun Íslands á sama tímabili. Loftslagsávinningur Coda Terminal er því gífurlegur. Coda Terminal mun taka við CO2 losun frá iðnaði þar sem önnur tækni til að draga úr losun er ekki fyrir hendi eða skammt á veg komin. Fyrir vissan iðnað er föngun og binding CO2 eina raunhæfa lausnin á næstu árum og áratugum, t.d. fyrir framleiðslu sements og málma. Carbfix tæknin hefur verið sannreynd á Hellisheiði og niðurstöður fjölda vísindagreina sýna að bindingin er varanleg. Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og það skiptir ekki máli fyrir loftslagið hvar losun eða binding á sér stað. Við þurfum á öllum lausnum að halda í baráttunni við loftslagsvána og sérstaklega þeim sem skila jafn miklum árangri og Coda Terminal. Höfurndur er umhverfisverkfræðingur og annar höfunda vistferilsgreiningar fyrir Coda Terminal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
EFLA verkfræðistofa tók að sér að vinna vistferilsgreiningu á fyrstu stigum hönnunar fyrir Coda Terminal verkefnið. Vistferilsgreining er stöðluð aðferð til að meta umhverfisáhrif framkvæmdar yfir hluta eða alla virðiskeðju framkvæmdarinnar. Umfang þessarar vistferilsgreiningar náði yfir sjóflutninga á milli landa til og frá Coda Terminal, uppbyggingu og rekstur stöðvarinnar og bindingu CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar. Vistferilsgreiningin var unnin á frumhönnunarstigi og því voru undanskildir annars vegar þeir þættir sem eiga sér stað erlendis, þ.e. föngun CO2 frá iðnaði ásamt vökvagerð þess, og hins vegar uppbygging hafnarsvæðis í Straumsvík. Unnið er að því að bæta þessum þáttum við og vænta má uppfærslu í haust. Yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar var heildarlosun metin 4.000.000 tonn CO2 en binding var metin 76.000.000 tonn CO2. Með öðrum orðum, þá var bindingin metin tæplega tuttugufalt meiri en losunin. Heildarniðurstaða vistferilsgreiningarinnar er því nettó samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda upp á 72.000.000 tonn CO2 yfir 30 ára líftíma stöðvarinnar, eða 2.400.000 tonn CO2 á ári að meðaltali. Til að setja þessar tölur í samhengi þá er árleg samfélagslosun Íslands (losun vegna vegakerfis, landbúnaðar, sjávarútvegs, orkuvinnslu, úrgangs, efnanotkunar og smærri iðnaðar) um 2.770.000 tonn CO2 á ári. Bindingin sem Coda Terminal skilar árlega (2.400.00 tonn CO2 á ári) samsvarar því að núlla út 87% af samfélagslosun Íslands. Nýútgefin aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum á að skila 35-45% samdrætti í samfélagslosun og því mætti segja að Coda Terminal skili meiri árangri heldur en allar aðgerðir áætlunarinnar til samans. Ef við skoðum bæði samfélagslosun og viðskiptakerfi ESB (losun frá stóriðju) yfir næstu þrjátíu árin þá er uppsöfnuð losun Íslands um 110.000.000 tonn CO2 skv. framreikningum Umhverfisstofnunar fyrir óbreytta sviðsmynd. Bindingin sem Coda Terminal skilar yfir líftíma stöðvarinnar (72.000.000 tonn CO2) samsvarar 65% af uppsafnaðri losun Íslands á sama tímabili. Loftslagsávinningur Coda Terminal er því gífurlegur. Coda Terminal mun taka við CO2 losun frá iðnaði þar sem önnur tækni til að draga úr losun er ekki fyrir hendi eða skammt á veg komin. Fyrir vissan iðnað er föngun og binding CO2 eina raunhæfa lausnin á næstu árum og áratugum, t.d. fyrir framleiðslu sements og málma. Carbfix tæknin hefur verið sannreynd á Hellisheiði og niðurstöður fjölda vísindagreina sýna að bindingin er varanleg. Loftslagsbreytingar eru hnattrænt vandamál og það skiptir ekki máli fyrir loftslagið hvar losun eða binding á sér stað. Við þurfum á öllum lausnum að halda í baráttunni við loftslagsvána og sérstaklega þeim sem skila jafn miklum árangri og Coda Terminal. Höfurndur er umhverfisverkfræðingur og annar höfunda vistferilsgreiningar fyrir Coda Terminal.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun