Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2024 08:35 Giorgia Meloni er forsætisráðherra Ítaliu en sat í stjórnarandstöðunni þegar blaðakonan tísti um hana. Getty/Corbis/Alessandra Benedetti Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að tvö tíst blaðakonunnar Giuliu Cortese hefðu verið meiðandi og jafngilt líkamssmánun. Málið má rekja aftur til ársins 2021, þegar Meloni sat enn í stjórnarandstöðu. Cortese birti þá mynd af Meloni þar sem hún stóð fyrir framan bókahillu og hafði mynd af Benito Mussolini verið klippt inn á myndina. Meloni tjáði sig um málið á Facebook, sagði það alvarlegt og að hún myndi grípa til lagalegra úrræða. Seinna sama dag sagði Cortese að hún hefði eytt myndinni þegar hún áttaði sig á því að hún var fölsuð en sakaði Meloni á sama tíma um ófrægingarherferð gegn sér og að Facebook-færsla hennar sýndi að hún væri „lítil kona“. „Þú hræðir mig ekki, Giorgia Meloni. Eftir allt þá ertu bara 1,2 m. Ég get ekki einu sinni séð þig,“ sagði Cortese svo í annarri færslu. Hið rétta er að Meloni er 1,63 m á hæð. Cortese hefur ekki gefið út hvort hún hyggst áfrýja dómnum. Hún sagði hins vegar á X að stjórnvöld ættu afar erfitt með tjáningar- og fjölmiðlafrelsið. Italy's government has a serious problem with freedom of expression and journalistic dissent. This country seems to get closer to Orbán's Hungary: these are bad times for independent Journalists and opinion leaders. Let's hope for better days ahead. We won't give up!@Reuters https://t.co/sWojOlMJz1— Giulia Cortese (@GiuliaCortese1) July 18, 2024 Ítalía Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira
Dómari komst að þeirri niðurstöðu að tvö tíst blaðakonunnar Giuliu Cortese hefðu verið meiðandi og jafngilt líkamssmánun. Málið má rekja aftur til ársins 2021, þegar Meloni sat enn í stjórnarandstöðu. Cortese birti þá mynd af Meloni þar sem hún stóð fyrir framan bókahillu og hafði mynd af Benito Mussolini verið klippt inn á myndina. Meloni tjáði sig um málið á Facebook, sagði það alvarlegt og að hún myndi grípa til lagalegra úrræða. Seinna sama dag sagði Cortese að hún hefði eytt myndinni þegar hún áttaði sig á því að hún var fölsuð en sakaði Meloni á sama tíma um ófrægingarherferð gegn sér og að Facebook-færsla hennar sýndi að hún væri „lítil kona“. „Þú hræðir mig ekki, Giorgia Meloni. Eftir allt þá ertu bara 1,2 m. Ég get ekki einu sinni séð þig,“ sagði Cortese svo í annarri færslu. Hið rétta er að Meloni er 1,63 m á hæð. Cortese hefur ekki gefið út hvort hún hyggst áfrýja dómnum. Hún sagði hins vegar á X að stjórnvöld ættu afar erfitt með tjáningar- og fjölmiðlafrelsið. Italy's government has a serious problem with freedom of expression and journalistic dissent. This country seems to get closer to Orbán's Hungary: these are bad times for independent Journalists and opinion leaders. Let's hope for better days ahead. We won't give up!@Reuters https://t.co/sWojOlMJz1— Giulia Cortese (@GiuliaCortese1) July 18, 2024
Ítalía Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Sjá meira