Fólkið sem ætti að hlusta meira Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 20. júlí 2024 08:00 María Lilja Þrastardóttir skrifaði pistil hér sem hún beindi til mín og bar heitið Hræsni Diljár og fjallar um viðtal við mig í hlaðvarpsþættinum Einni pælingu. Einhverjum kann að þykja það skondið að María beri hræsni upp á aðra en látum það liggja milli hluta. María fer um víðan völl í skrifum sínum en inngangurinn er sá að ég hafi ,,skaðlegar hugmyndir” um ,,málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi”. Fyrsta rauða flaggið var því ekki lengi að birtast: að stimpla orðræðu sem maður er ósammála ,,skaðlega” (gagnvart hverju??). Ég ætla síðan ekki að eyða löngum tíma í að fara yfir ferilskrá mína og áhugamál en mér þykir ljóst að María hafi ekki hlustað á umrætt viðtal og þekki mjög takmörkuð deili á mér. Í umræddu viðtali beindi ég talinu að tvenns konar alvarlegu ofbeldi sem viðgengst á ákveðnum landsvæðum og menningarheimum, eins og m.a. má lesa um á heimasíðu UN Women á Íslandi. Annars vegar kynfæralimlestingu kvenna (FGM) og hins vegar heiðurstengdu ofbeldi. Ég fór yfir ferðir mínar á vettvang og fundi mína með fórnarlömbum þessa grimmilega ofbeldis því að áður en ég varð þingmaður var ég aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Ég var reyndar líka lögmaður og starfaði við réttindagæslu, m.a. þolenda heimilisofbeldis. Það veitti mér góða innsýn. María segir mig ala á fordómum gegn múslimum. Það er skrítið því ég nefndi þau trúarbrögð ekki sérstaklega. Hins vegar benti ég á að kynfæralimlesting í Sierra Leóne, samstarfslandi okkar í þróunarsamvinnu, hefði skaðað allt að yfir 90% kvenna þar. Trúarbragðaskiptingin þar er ca. 3/4 islam og 1/4 kristni. Þarna afhjúpar María eins og víðar mikla vanþekkingu á viðfangsefninu (og að hún hlustaði ekki). Nú eða að hún dregur sjálf þessa ályktun þar sem umskurður kvenna er jú margfalt algengari í þeim trúarbrögðum en öðrum, en einskorðast ekki við þau. Ég talaði því um heimshluta, landsvæði og (ó)menningu. Er ekki lágmarks krafa að hlusta á viðtal sem maður ræðst með offorsi gegn í ræðu og riti? María segir mig einnig fullyrða að ,,innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi”. Það sagði ég ekki heldur, en trumpisminn fer víða. Ég hef ekki kynnt mér þá tengingu sérstaklega og læt því vera að tjá mig um hana. Vinnubrögð sem María ætti e.t.v. að tileinka sér. Við María erum svo sammála um að kynbundið ofbeldi er mikið vandamál hérlendis eins og alls staðar í heiminum. Eins og ég segi einmitt orðrétt í umræddu viðtali. Tölfræði Maríu og fullyrðingar um fjölda erlendra kvenna með erlenda maka sem leita aðstoðar vegna ofbeldis rifjaði þó upp sögu fyrir mér. Á einum fundi sem ég sat með utanríkisráðherra Íslands með ráðherra frá samstarfsríki okkar í Miðausturlöndum, baunaði sá síðarnefndi yfir hinn fyrir að taka upp stöðu og mannréttindi kvenna. Hvort það væri ekki rètt að við værum með yfirfull kvennaathvörf á Vesturlöndum, stöðu sem ekki þekktist hjá þeim. Hvern hefði grunað að hann ætti skoðanasystur á Íslandi, í sjálfskipaðri framvarðasveit kvenréttinda? Áhyggjur Maríu af því að ég hafi ekki rætt við femínískar kynsystur mínar af öðrum uppruna eða múslima almennt segja aftur mikið um hversu lítið hún þekkir til mín. Það kemur þó auðvitað ekki í veg fyrir sleggjudóma hennar og upphrópanir frekar en fyrri daginn. Ég fullyrði að samtöl mín við þær konur leiði mig að þeirri skoðun að þær eigi mun meira sameiginlegt með mínum viðhorfum en viðhorfum Maríu. En af hverju fæ ég neikvæð viðbrögð við því að ræða viðfangsefni Íslands í þróunarsamvinnu? Og mikilvægi þess að við lærum af nágrannaþjóðum okkar varðandi umgjörð og utanumhald tengt tegund ofbeldis sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum? Við höfum jú þegar brugðist við því, m.a. með lagabreytingum. Kvennaathvarfið og Reykjavíkurborg stóðu fyrir ráðstefnu um heiðurstengt ofbeldi og kynfæralimlestingu og uppskáru lof fyrir. Beindu kastljósinu að fjölskyldum hér af erlendum uppruna og flóttafólki. Af hverju þessi ólíku viðbrögð? Er þá ekki sama hvaðan gott kemur? Má hægri kona ekki taka upp þessi mál? Það eru ekki margir íslenskir stjórnmálamenn sem taka þessi málefni eins oft upp og ég, ekki síst þróunarsamvinnu. Í upphafi viðtalsins talaði ég um að mikið hefði verið lagt upp úr því í mínu uppeldi að hlusta á fólk, reyna að skilja það. Og Guð veit að við komumst varla hjá því að heyra sjónarmið Maríu og skoðanasystkina hennar. Ég vil ekki hvetja Maríu til samtals við fólk af ákveðnum húðlit eins og hún gerir svo ósmekklega í sínum skrifum. En María ætti e.t.v. að eiga samtöl við fleiri en vinahópa í útvöldum hverfum í Reykjavík. Umfram allt held ég þó að María ætti að temja sér að hlusta meira. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Tengdar fréttir Hræsni Diljár Í viðtali sem Vísir gerði útdrátt úr og birti í morgun viðrar þingkonan Diljá Mist sem jafnframt er formaður utanríkismála Alþingins mjög skaðlegar hugmyndir og talar af vanþekkingu um málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi. 18. júlí 2024 12:04 Femínistar botna ekkert í Diljá Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi. 18. júlí 2024 13:00 Diljá Mist segir hræsni einkenna íslenska femínista Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara. 17. júlí 2024 10:47 Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
María Lilja Þrastardóttir skrifaði pistil hér sem hún beindi til mín og bar heitið Hræsni Diljár og fjallar um viðtal við mig í hlaðvarpsþættinum Einni pælingu. Einhverjum kann að þykja það skondið að María beri hræsni upp á aðra en látum það liggja milli hluta. María fer um víðan völl í skrifum sínum en inngangurinn er sá að ég hafi ,,skaðlegar hugmyndir” um ,,málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi”. Fyrsta rauða flaggið var því ekki lengi að birtast: að stimpla orðræðu sem maður er ósammála ,,skaðlega” (gagnvart hverju??). Ég ætla síðan ekki að eyða löngum tíma í að fara yfir ferilskrá mína og áhugamál en mér þykir ljóst að María hafi ekki hlustað á umrætt viðtal og þekki mjög takmörkuð deili á mér. Í umræddu viðtali beindi ég talinu að tvenns konar alvarlegu ofbeldi sem viðgengst á ákveðnum landsvæðum og menningarheimum, eins og m.a. má lesa um á heimasíðu UN Women á Íslandi. Annars vegar kynfæralimlestingu kvenna (FGM) og hins vegar heiðurstengdu ofbeldi. Ég fór yfir ferðir mínar á vettvang og fundi mína með fórnarlömbum þessa grimmilega ofbeldis því að áður en ég varð þingmaður var ég aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Ég var reyndar líka lögmaður og starfaði við réttindagæslu, m.a. þolenda heimilisofbeldis. Það veitti mér góða innsýn. María segir mig ala á fordómum gegn múslimum. Það er skrítið því ég nefndi þau trúarbrögð ekki sérstaklega. Hins vegar benti ég á að kynfæralimlesting í Sierra Leóne, samstarfslandi okkar í þróunarsamvinnu, hefði skaðað allt að yfir 90% kvenna þar. Trúarbragðaskiptingin þar er ca. 3/4 islam og 1/4 kristni. Þarna afhjúpar María eins og víðar mikla vanþekkingu á viðfangsefninu (og að hún hlustaði ekki). Nú eða að hún dregur sjálf þessa ályktun þar sem umskurður kvenna er jú margfalt algengari í þeim trúarbrögðum en öðrum, en einskorðast ekki við þau. Ég talaði því um heimshluta, landsvæði og (ó)menningu. Er ekki lágmarks krafa að hlusta á viðtal sem maður ræðst með offorsi gegn í ræðu og riti? María segir mig einnig fullyrða að ,,innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi”. Það sagði ég ekki heldur, en trumpisminn fer víða. Ég hef ekki kynnt mér þá tengingu sérstaklega og læt því vera að tjá mig um hana. Vinnubrögð sem María ætti e.t.v. að tileinka sér. Við María erum svo sammála um að kynbundið ofbeldi er mikið vandamál hérlendis eins og alls staðar í heiminum. Eins og ég segi einmitt orðrétt í umræddu viðtali. Tölfræði Maríu og fullyrðingar um fjölda erlendra kvenna með erlenda maka sem leita aðstoðar vegna ofbeldis rifjaði þó upp sögu fyrir mér. Á einum fundi sem ég sat með utanríkisráðherra Íslands með ráðherra frá samstarfsríki okkar í Miðausturlöndum, baunaði sá síðarnefndi yfir hinn fyrir að taka upp stöðu og mannréttindi kvenna. Hvort það væri ekki rètt að við værum með yfirfull kvennaathvörf á Vesturlöndum, stöðu sem ekki þekktist hjá þeim. Hvern hefði grunað að hann ætti skoðanasystur á Íslandi, í sjálfskipaðri framvarðasveit kvenréttinda? Áhyggjur Maríu af því að ég hafi ekki rætt við femínískar kynsystur mínar af öðrum uppruna eða múslima almennt segja aftur mikið um hversu lítið hún þekkir til mín. Það kemur þó auðvitað ekki í veg fyrir sleggjudóma hennar og upphrópanir frekar en fyrri daginn. Ég fullyrði að samtöl mín við þær konur leiði mig að þeirri skoðun að þær eigi mun meira sameiginlegt með mínum viðhorfum en viðhorfum Maríu. En af hverju fæ ég neikvæð viðbrögð við því að ræða viðfangsefni Íslands í þróunarsamvinnu? Og mikilvægi þess að við lærum af nágrannaþjóðum okkar varðandi umgjörð og utanumhald tengt tegund ofbeldis sem berst hingað frá fjarlægari heimshlutum? Við höfum jú þegar brugðist við því, m.a. með lagabreytingum. Kvennaathvarfið og Reykjavíkurborg stóðu fyrir ráðstefnu um heiðurstengt ofbeldi og kynfæralimlestingu og uppskáru lof fyrir. Beindu kastljósinu að fjölskyldum hér af erlendum uppruna og flóttafólki. Af hverju þessi ólíku viðbrögð? Er þá ekki sama hvaðan gott kemur? Má hægri kona ekki taka upp þessi mál? Það eru ekki margir íslenskir stjórnmálamenn sem taka þessi málefni eins oft upp og ég, ekki síst þróunarsamvinnu. Í upphafi viðtalsins talaði ég um að mikið hefði verið lagt upp úr því í mínu uppeldi að hlusta á fólk, reyna að skilja það. Og Guð veit að við komumst varla hjá því að heyra sjónarmið Maríu og skoðanasystkina hennar. Ég vil ekki hvetja Maríu til samtals við fólk af ákveðnum húðlit eins og hún gerir svo ósmekklega í sínum skrifum. En María ætti e.t.v. að eiga samtöl við fleiri en vinahópa í útvöldum hverfum í Reykjavík. Umfram allt held ég þó að María ætti að temja sér að hlusta meira. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Hræsni Diljár Í viðtali sem Vísir gerði útdrátt úr og birti í morgun viðrar þingkonan Diljá Mist sem jafnframt er formaður utanríkismála Alþingins mjög skaðlegar hugmyndir og talar af vanþekkingu um málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi. 18. júlí 2024 12:04
Femínistar botna ekkert í Diljá Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður fór mikinn í hlaðvarpsviðtali í vikunni og sagði íslenska femínista hræsnara. Þessir sömu femínistar svara Diljá fullum hálsi. 18. júlí 2024 13:00
Diljá Mist segir hræsni einkenna íslenska femínista Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins dró ekki af sér í hlaðvarpsþættinum Ein pæling; hún sagði innflytjendur fá „súkkulaðipassa“ hjá íslenskum femínistum í mannréttindamálum. Hún talaði umbúðalaust út um skoðun sína á íslenskum femínistum sem hún telur hræsnara. 17. júlí 2024 10:47
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun