Arnar eftir annað tap Víkings á stuttum tíma: „Við erum í öldudal“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Einar Kárason skrifa 20. júlí 2024 20:06 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. vísir/diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, segir lið sitt í öldudal eftir tap á Akureyri í 15. umferð Bestu deildar karla. Liðið féll út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu í liðinni viku og gefur nú liðunum í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar tækifæri á að brúa bilið. „Ef maður nýtir ekki færin þá er alltaf séns að fá blauta tusku í andlitið og Sveinn Margeir (Hauksson) gerði þetta virkilega vel í sínu færi en að sama skapi var þetta ekki nægilega sterkur varnarleikur hjá okkur.“ „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað leikinn í fyrri hálfleik og svo voru færi í seinni hálfleik líka. Þetta minnti mig smá á Shamrock-leikina, vorum með nokkra yfirburði út á velli en það er smá ólukka og menn aðeins að stressa sig of mikið inn í teig andstæðinganna, láta of mikið á sig fá þegar færin klikka. Þá fara menn að stressast upp frekar en að slaka á því við erum lið sem fær alltaf fullt af færum.“ „Bæði þarf að hrósa KA, þeir gátu ekki spilað annan eins hálfleik og í fyrri hálfleik. Voru árásagjarnari og gerðu hlutina erfiða fyrir okkur. Svo veit maður ekki hvort það var andleg- og líkamleg þreyta sem sat í mönnum eftir Shamrock. Þegar allt kemur saman í hinn fullkomna storm verður þetta erfitt í seinni hálfleik. Fengum líka fín færi til að klára leikinn í seinni hálfleik en kannski aðeins færri en í fyrri.“ „Ég hef alltaf sagt að þetta mót mun fara alla leið, það eru of góð lið í þessari deild. Svo þegar menn eru að berjast á öllum vígstöðvum þá minnkar bilið á milli liðanna og þess háttar sem gerir þetta skemmtilegt fyrir áhorfendur.“ „Við erum í öldudal núna en það eru alltaf lið sem lenda í öldudal á hverju sumri, þurfum bara að sjá til þess að öldudalurinn verði ekki fjórir eða fimm leikir. Það eru núna komnir þrír leikir og það er að mínu mati óskandi að það muni linna núna sem fyrst. Ef það heldur áfram þá verður það sem stefndi í gördjöss sumar einfaldlega vont,“ sagði Arnar að endingu. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
„Ef maður nýtir ekki færin þá er alltaf séns að fá blauta tusku í andlitið og Sveinn Margeir (Hauksson) gerði þetta virkilega vel í sínu færi en að sama skapi var þetta ekki nægilega sterkur varnarleikur hjá okkur.“ „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað leikinn í fyrri hálfleik og svo voru færi í seinni hálfleik líka. Þetta minnti mig smá á Shamrock-leikina, vorum með nokkra yfirburði út á velli en það er smá ólukka og menn aðeins að stressa sig of mikið inn í teig andstæðinganna, láta of mikið á sig fá þegar færin klikka. Þá fara menn að stressast upp frekar en að slaka á því við erum lið sem fær alltaf fullt af færum.“ „Bæði þarf að hrósa KA, þeir gátu ekki spilað annan eins hálfleik og í fyrri hálfleik. Voru árásagjarnari og gerðu hlutina erfiða fyrir okkur. Svo veit maður ekki hvort það var andleg- og líkamleg þreyta sem sat í mönnum eftir Shamrock. Þegar allt kemur saman í hinn fullkomna storm verður þetta erfitt í seinni hálfleik. Fengum líka fín færi til að klára leikinn í seinni hálfleik en kannski aðeins færri en í fyrri.“ „Ég hef alltaf sagt að þetta mót mun fara alla leið, það eru of góð lið í þessari deild. Svo þegar menn eru að berjast á öllum vígstöðvum þá minnkar bilið á milli liðanna og þess háttar sem gerir þetta skemmtilegt fyrir áhorfendur.“ „Við erum í öldudal núna en það eru alltaf lið sem lenda í öldudal á hverju sumri, þurfum bara að sjá til þess að öldudalurinn verði ekki fjórir eða fimm leikir. Það eru núna komnir þrír leikir og það er að mínu mati óskandi að það muni linna núna sem fyrst. Ef það heldur áfram þá verður það sem stefndi í gördjöss sumar einfaldlega vont,“ sagði Arnar að endingu.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira