Tekur ábyrgð á njósnunum og stýrir Kanada ekki í fyrsta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2024 23:30 Beverly Priestman gerði Kanada að Ólympíumeisturum á síðustu leikum. getty/Omar Vega Beverly Priestman stýrir kanadíska kvennalandsliðinu í fótbolta ekki í fyrsta leik þess á Ólympíuleikunum í París eftir að samstarfsfélagar hennar notuðu dróna til að njósna um æfingu mótherja morgundagsins, Nýja-Sjálands. Aðstoðarþjálfarinn Jasmine Mander og leikgreinandinn Joseph Lombardi hafa verið send heim af Ólympíuleikunum eftir þau notuðu dróna til að taka upp æfingu Nýja-Sjálands á mánudaginn. Ný-Sjálendingar sendu inn kvörtun til Alþjóða ólympíunefndarinnar vegna framgöngu Kanadamanna og Lombardi var í kjölfarið handtekinn. Þau Mander voru svo send heim frá Frakklandi. Kanadíska knattspyrnusambandið bað Ný-Sjálendinga afsökunar á njósnunum og Priestman ákvað aukinheldur að axla ábyrgð á gjörðum samstarfsfélaganna og ætlar ekki að stýra Kanada í leiknum gegn Nýja-Sjálandi á morgun. „Ég vil fyrst og síðast biðja leikmenn og starfsfólk Nýja-Sjálands afsökunar sem og leikmenn Kanada. Þetta endurspeglar ekki gildin sem lið okkar stendur fyrir. Þegar uppi er staðið er ég ábyrg fyrir framferði þeirra sem tilheyra okkar hóp,“ sagði Priestman. Kanada varð Ólympíumeistari í Tókýó fyrir þremur árum og á því titil að verja í París. Kanadíska liðið verður samt að spjara sig án Priestmans í fyrsta leiknum gegn Nýja-Sjálandi. Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Aðstoðarþjálfarinn Jasmine Mander og leikgreinandinn Joseph Lombardi hafa verið send heim af Ólympíuleikunum eftir þau notuðu dróna til að taka upp æfingu Nýja-Sjálands á mánudaginn. Ný-Sjálendingar sendu inn kvörtun til Alþjóða ólympíunefndarinnar vegna framgöngu Kanadamanna og Lombardi var í kjölfarið handtekinn. Þau Mander voru svo send heim frá Frakklandi. Kanadíska knattspyrnusambandið bað Ný-Sjálendinga afsökunar á njósnunum og Priestman ákvað aukinheldur að axla ábyrgð á gjörðum samstarfsfélaganna og ætlar ekki að stýra Kanada í leiknum gegn Nýja-Sjálandi á morgun. „Ég vil fyrst og síðast biðja leikmenn og starfsfólk Nýja-Sjálands afsökunar sem og leikmenn Kanada. Þetta endurspeglar ekki gildin sem lið okkar stendur fyrir. Þegar uppi er staðið er ég ábyrg fyrir framferði þeirra sem tilheyra okkar hóp,“ sagði Priestman. Kanada varð Ólympíumeistari í Tókýó fyrir þremur árum og á því titil að verja í París. Kanadíska liðið verður samt að spjara sig án Priestmans í fyrsta leiknum gegn Nýja-Sjálandi.
Ólympíuleikar 2024 í París Fótbolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira