Ekki sannfærður um að andstæðingarnir keppi lyfjalausir Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. júlí 2024 15:30 Caeleb Dressel vann fimm gullverðlaun í Rio de Janeiro og tvö í Tókýó. Al Bello/Getty Images Sundmaðurinn og sjöfaldi Ólympíumeistarinn Caeleb Dressel hefur ekki sannfærst um að allir sundkapppar á leikunum í sumar séu ólyfjaðir. Eftir Ólympíuleikana í Tókýo 2021 kom í ljós að 23 af 30 manna sundliði Kína hefðu keppt þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi skömmu áður. Lyfjaeftirlitsstofnun landsins (Chinada) úrskurðaði að efnið hafi smitast til sundfólksins, það hafi ekki vitandi eða viljandi innbyrt efnið og því var þeim ekki refsað. Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin (WADA) sagðist hafa rannsakað málið vandlega og ráðfært sig við utanaðkomandi aðila. Að endingu var niðurstaðan sú að WADA gat ekki afsannað kenningu Chinada um óviljandi smit og engin leið var að sanna að sundfólkið hafi viljandi innbyrt efnið. 11 af þessum 23 keppa fyrir hönd Kína í París. Caeleb er hins vegar ekki sannfærður og segir ekki næg sönnunargögn til staðar svo hann geti sannfært sjálfan sig um að allir keppendur á ÓL séu lyfjalausir. Leikarnir verða settir í kvöld, Caeleb keppir í 50 metra skriðsundi og 100 metra flugsundi. „Þegar einhver eins og Caeleb segir svona, það er augljóslega hrikalegt og alls ekki það sem við viljum. En við verðum að líta fram veginn, vinna aftur traustið og sanna okkur fyrir öllu íþróttafólki sem deilir hans skoðunum,“ sagði Brent Nowicki, forseti alþjóðasundsambandsins. Ólympíuleikar 2024 í París Sund Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira
Eftir Ólympíuleikana í Tókýo 2021 kom í ljós að 23 af 30 manna sundliði Kína hefðu keppt þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi skömmu áður. Lyfjaeftirlitsstofnun landsins (Chinada) úrskurðaði að efnið hafi smitast til sundfólksins, það hafi ekki vitandi eða viljandi innbyrt efnið og því var þeim ekki refsað. Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin (WADA) sagðist hafa rannsakað málið vandlega og ráðfært sig við utanaðkomandi aðila. Að endingu var niðurstaðan sú að WADA gat ekki afsannað kenningu Chinada um óviljandi smit og engin leið var að sanna að sundfólkið hafi viljandi innbyrt efnið. 11 af þessum 23 keppa fyrir hönd Kína í París. Caeleb er hins vegar ekki sannfærður og segir ekki næg sönnunargögn til staðar svo hann geti sannfært sjálfan sig um að allir keppendur á ÓL séu lyfjalausir. Leikarnir verða settir í kvöld, Caeleb keppir í 50 metra skriðsundi og 100 metra flugsundi. „Þegar einhver eins og Caeleb segir svona, það er augljóslega hrikalegt og alls ekki það sem við viljum. En við verðum að líta fram veginn, vinna aftur traustið og sanna okkur fyrir öllu íþróttafólki sem deilir hans skoðunum,“ sagði Brent Nowicki, forseti alþjóðasundsambandsins.
Ólympíuleikar 2024 í París Sund Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Sjá meira