Obama-hjónin lýsa yfir stuðningi við Harris Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2024 09:33 Kamala Harris með Joe Biden (t.v.) og Barack Obama (t.h.) á góðri stundu. Hún nýtur stuðnings beggja til að verða forsetaframbjóðandi demókrata. Vísir/EPA Fyrrverandi forsetahjónin Barack og Michelle Obama lýstu formlega yfir stuðningi sínum við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, sem forsetaefni Demókrataflokksins í morgun. Obama-hjónin eru einna síðust helstu kanóna flokksins sem heita Harris stuðningi. Stuðningsyfirlýsingin birtist í myndbandi á samfélagsmiðlum nú í morgun. Í því sést Harris taka við símtali frá Obama-hjónunum og þakka þeim fyrir að styðja sig í baráttunni framundan. „Fyrr í vikunni hringdum við Michelle í vinkonu okkar Kamölu Harris. Við sögðum henni að við teljum að hún verði frábær forseti Bandaríkjanna og að hún hafi fullan stuðning okkar. Á þessari lykilstundu fyrir landið okkar ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess tryggja að hún vinni í nóvember,“ sagði í færslu sem birtist á samfélagsmiðlareikningum Obama. Earlier this week, Michelle and I called our friend @KamalaHarris. We told her we think she’ll make a fantastic President of the United States, and that she has our full support. At this critical moment for our country, we’re going to do everything we can to make sure she wins in… pic.twitter.com/0UIS0doIbA— Barack Obama (@BarackObama) July 26, 2024 Stuðningur Obama-hjónanna er talinn skipta sköpum við Harris sem verður að öllum líkindum útnefnd forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins eftir að Joe Biden forseti tilkynnti á laugardag að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. Obama-hjónin eru enn þungaviktarfólk í fjáröflun fyrir flokkinn og eru vinsælir ræðumenn á stærri kosningafundum fyrir frambjóðendur hans, að sögn AP-fréttastofunnar. Stuðningsyfirlýsing Obama-hjónanna kemur seinna en margra annarra helstu frammámanna Demókrataflokksins. Biden lýsti yfir stuðningi við hana innan klukkustundar eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að draga sig í hlé. Clinton-hjónin og leiðtogar flokksins á þingi sigldu í kjölfarið dagana á eftir. Skoðanakannanir benda til þess að dregið hafi saman með Harris og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Trump mælist þó enn með forskot í nær öllum svonefndum lykilríkjum sem ráða í reynd úrslitum forsetakosninganna sem fara fram 5. nóvember. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Barack Obama Kamala Harris Tengdar fréttir Neitar að staðfesta kappræður við Harris fyrr en eftir útnefninguna Framboð Donald Trump gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá því að vegna yfirstandandi „ringulreiðar“ meðal Demókrata myndi Trump ekki samþykkja kappræður við Kamölu Harris fyrr en hún hefði verið formlega útnefnd forsetaefni Demókrataflokksins. 26. júlí 2024 07:32 Sagðist ekki myndu þegja um Gasa eftir fund með Netanyahu Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum, segist ekki munu þegja þegar kemur að ástandinu á Gasa. 26. júlí 2024 06:48 „Öfga vinstri brjálæðingur“ og „Lygna-Kamala“ Donald Trump fór mikinn á framboðsviðburði í Norður-Karólínu í gær þar sem hann uppnefndi Kamölu Harris „Lygnu-Kamölu“ og kallaði hana „öfga vinstri brjálæðing“. 25. júlí 2024 07:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Stuðningsyfirlýsingin birtist í myndbandi á samfélagsmiðlum nú í morgun. Í því sést Harris taka við símtali frá Obama-hjónunum og þakka þeim fyrir að styðja sig í baráttunni framundan. „Fyrr í vikunni hringdum við Michelle í vinkonu okkar Kamölu Harris. Við sögðum henni að við teljum að hún verði frábær forseti Bandaríkjanna og að hún hafi fullan stuðning okkar. Á þessari lykilstundu fyrir landið okkar ætlum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess tryggja að hún vinni í nóvember,“ sagði í færslu sem birtist á samfélagsmiðlareikningum Obama. Earlier this week, Michelle and I called our friend @KamalaHarris. We told her we think she’ll make a fantastic President of the United States, and that she has our full support. At this critical moment for our country, we’re going to do everything we can to make sure she wins in… pic.twitter.com/0UIS0doIbA— Barack Obama (@BarackObama) July 26, 2024 Stuðningur Obama-hjónanna er talinn skipta sköpum við Harris sem verður að öllum líkindum útnefnd forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins eftir að Joe Biden forseti tilkynnti á laugardag að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. Obama-hjónin eru enn þungaviktarfólk í fjáröflun fyrir flokkinn og eru vinsælir ræðumenn á stærri kosningafundum fyrir frambjóðendur hans, að sögn AP-fréttastofunnar. Stuðningsyfirlýsing Obama-hjónanna kemur seinna en margra annarra helstu frammámanna Demókrataflokksins. Biden lýsti yfir stuðningi við hana innan klukkustundar eftir að hann tilkynnti að hann ætlaði að draga sig í hlé. Clinton-hjónin og leiðtogar flokksins á þingi sigldu í kjölfarið dagana á eftir. Skoðanakannanir benda til þess að dregið hafi saman með Harris og Donald Trump, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. Trump mælist þó enn með forskot í nær öllum svonefndum lykilríkjum sem ráða í reynd úrslitum forsetakosninganna sem fara fram 5. nóvember.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Barack Obama Kamala Harris Tengdar fréttir Neitar að staðfesta kappræður við Harris fyrr en eftir útnefninguna Framboð Donald Trump gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá því að vegna yfirstandandi „ringulreiðar“ meðal Demókrata myndi Trump ekki samþykkja kappræður við Kamölu Harris fyrr en hún hefði verið formlega útnefnd forsetaefni Demókrataflokksins. 26. júlí 2024 07:32 Sagðist ekki myndu þegja um Gasa eftir fund með Netanyahu Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum, segist ekki munu þegja þegar kemur að ástandinu á Gasa. 26. júlí 2024 06:48 „Öfga vinstri brjálæðingur“ og „Lygna-Kamala“ Donald Trump fór mikinn á framboðsviðburði í Norður-Karólínu í gær þar sem hann uppnefndi Kamölu Harris „Lygnu-Kamölu“ og kallaði hana „öfga vinstri brjálæðing“. 25. júlí 2024 07:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Neitar að staðfesta kappræður við Harris fyrr en eftir útnefninguna Framboð Donald Trump gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá því að vegna yfirstandandi „ringulreiðar“ meðal Demókrata myndi Trump ekki samþykkja kappræður við Kamölu Harris fyrr en hún hefði verið formlega útnefnd forsetaefni Demókrataflokksins. 26. júlí 2024 07:32
Sagðist ekki myndu þegja um Gasa eftir fund með Netanyahu Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum, segist ekki munu þegja þegar kemur að ástandinu á Gasa. 26. júlí 2024 06:48
„Öfga vinstri brjálæðingur“ og „Lygna-Kamala“ Donald Trump fór mikinn á framboðsviðburði í Norður-Karólínu í gær þar sem hann uppnefndi Kamölu Harris „Lygnu-Kamölu“ og kallaði hana „öfga vinstri brjálæðing“. 25. júlí 2024 07:34