Snæfríður kom áttunda í mark í seinni undanúrslitariðlinum á tímanum 1:58,78, rúmum fjórum sekúndum á eftir Ariarne Titmus sem vann riðilinn.
Íslandsmet Snæfríðar er 1:57,85 og var hún því töluvert frá sínu besta.
Snæfríður tryggði sér sæti í undanúrslitum þegar hún hafnaði í 15. sæti í undanrásunum í morgun og gaf það greinilega góða mynd af því sem koma skildi í kvöld því Snæfríður hafnaði í 15. sæti af 16 keppendum í undanúrslitariðlunum tveimur.
Snæfríður hefur þó ekki lokið keppni því hún keppir einnig í 100 metra skriðsundi næstkomandi þriðjudag.