Misstu af syninum vinna Ólympíuverðlaun af því að þau keyptu ranga miða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2024 12:32 Victor Lindgren fagnar Ólympíusilfri sínu en foreldrar hans misstu því miður af keppninni. Getty/Charles McQuillan Sænski skotíþróttamaðurinn Victor Lindgren vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í París í gær en hrakfarir foreldra hans vöktu líka athygli. Lindgren varð í öðru sæti í keppni með riffli af tíu metra færi. Gullverðlaunin fóru til Kínverjans Sheng Lihao og bronsið til Króatans Miran Maricic. Sá kínverski er aðeins nítján ára gamall en Króatinn var reynsluboltinn á verðlaunapallinum enda orðinn 27 ára. Lindgren er nefnilega aðeins 21 árs gamall og að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Hann varð aðeins sjötti í undankeppninni en nýtti skotin sín vel þegar allt var undir í úrslitunum. Lindgren brosti líka út að eyrum þegar sænskir fjölmiðlar ræddu við hann eftir keppnina. Hann hrósaði foreldrum sínum fyrir stuðninginn en þá kom í ljós að þeir voru vissulega í París en misstu af keppninni hans. Móðir hans sagði síðan hálf vandræðaleg frá ástæðunni fyrir því. Foreldrarnir keyptu vissulega fjóra miða og héldu að þau væri að kaupa miða á keppni sonarins. Svo kom í ljós að þetta voru miðar á allt aðra keppni. „Við vorum svo glöð í gær af því að við náðum fjórum miðum. Vandamálið var bara að það var fyrir keppni í leirdúfuskotfmi,“ sagði Ulrika, móðir hans, og hló. Strákurinn notar riffill í sinni keppni en ekki haglabyssu. Miðarnir voru því í keppni í Leirdúfuskotfimi á föstudaginn en í þeirri keppni keppir einmitt Íslendingurinn Hákon Þór Svavarsson. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Skotíþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Lindgren varð í öðru sæti í keppni með riffli af tíu metra færi. Gullverðlaunin fóru til Kínverjans Sheng Lihao og bronsið til Króatans Miran Maricic. Sá kínverski er aðeins nítján ára gamall en Króatinn var reynsluboltinn á verðlaunapallinum enda orðinn 27 ára. Lindgren er nefnilega aðeins 21 árs gamall og að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Hann varð aðeins sjötti í undankeppninni en nýtti skotin sín vel þegar allt var undir í úrslitunum. Lindgren brosti líka út að eyrum þegar sænskir fjölmiðlar ræddu við hann eftir keppnina. Hann hrósaði foreldrum sínum fyrir stuðninginn en þá kom í ljós að þeir voru vissulega í París en misstu af keppninni hans. Móðir hans sagði síðan hálf vandræðaleg frá ástæðunni fyrir því. Foreldrarnir keyptu vissulega fjóra miða og héldu að þau væri að kaupa miða á keppni sonarins. Svo kom í ljós að þetta voru miðar á allt aðra keppni. „Við vorum svo glöð í gær af því að við náðum fjórum miðum. Vandamálið var bara að það var fyrir keppni í leirdúfuskotfmi,“ sagði Ulrika, móðir hans, og hló. Strákurinn notar riffill í sinni keppni en ekki haglabyssu. Miðarnir voru því í keppni í Leirdúfuskotfimi á föstudaginn en í þeirri keppni keppir einmitt Íslendingurinn Hákon Þór Svavarsson. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
Skotíþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Fleiri fréttir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira