Eru nýbakaðar mæður komnar aftur á bak við eldavélina, á TikTok? Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar 30. júlí 2024 10:30 Í starfi mínu sem mannauðsráðgjafi fæ ég oft til mín nýbakaðar mæður sem eru að snúa til baka til vinnu eftir fæðingarorlof. Flestar, ef ekki allar eru undir miklu álagi vegna þeirrar stöðu sem blasir við þeim í íslensku velferðarkerfi. Ekki er hægt að treysta því að börnin komist inn á réttum tíma á leikskóla og það þarf að brúa þetta bil á einhvern hátt. Á sama tíma eru þessar ungu mæður oft að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og búnar að fjárfesta í góðri menntun. Í fyrsta skipti á mínum starfsferli upplifi ég ákveðna afturför í jafnrétti kynjanna. Ég hef því verulegar áhyggjur af þessari þróun. Margar ungar mæður nefna nýja hluti sem ég hef áhyggjur af, s.s. að makinn vilji ekki taka fæðingarorlof, þær séu að dragast aftur úr í launaþróun, samfélagsmiðlar hafi mjög neikvæð áhrif, þær þurfi að hafa heimilið fullkomið, hreint og fínt og helst sótthreinsað eins og hjá áhrifavöldunum, helst þurfi þær að elda allt frá grunni, engan sykur, hveiti eða unnar kjötvörur fyrir börnin, unga fjölskyldan þurfi að klæðast réttum merkjavörum, kröfur um ferðalög innanlands og erlendis, miklar kröfur um útlit og heilsu og ímyndaðan lífsstíl. Þessar konur eru margar háskólamenntaðar og með mastersgráður, og koma úr góðu starfi en vegna þessa samverkandi þátta eru þær komnar aftur inn á heimilið, og að eigin sögn „á bak við eldavélina að baka fyrir TikTok“. Yfirleitt endar þetta á einn veg – í depurð og kvíða vegna fullkomnunaráráttu. Á dögunum birtist áhugaverð grein í Harvard Business Review um stöðu kvenna í Bandaríkjunum sem snéru aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Niðurstöður rannsóknarinnar sýnir að nýbakaðar mæður meta eftirfarandi þætti mest við endurkomu eftir fæðingarorlof: Skýrir mannauðsferlar í fyrirtækinu er snúa að fæðingarorlofi og stuðningi við endurkomu. Nýbökuð móðir þarf að vita hvaða rétt hún hefur á fæðingarorlofi, auknu orlofi, hvaða sveigjanleiki er í boði, hvernig starfsmannastefnan tekur á endurkomu og aðlögun, hlutastarfi, fjarvinnu, heimavinnu og hvort einhverjar leiðir séu til að lengja fæðingarorlofstímann og aðstoð við að mæta þörfum foreldra við breyttum aðstæðum. Skapað sé rými fyrir móðurhlutverkið. Þetta gerir móður eftir fæðingu kleift að hafa stað og tíma til að taka þátt í skyldum sem tengjast móðurhlutverkinu. Til dæmis að hvetja til sveigjanlegs vinnutíma, veita aðgang að brjóstagjöfum og þægilegu sæti, skipuleggja hlé sem gera kleift að dæla og það séu skil á milli vinnu og einkalífs. Starfið. Við endurkomu er mikilvægt að nýbökuð móðir finni að hún fái verkefni við hæfi, henni sé úthlutað þróunarverkefnum og nýjum tækifærum og henni sýnt traust að aðlagast breyttum aðstæðum. Sjálfsmynd. Það er mikilvægt að samstarfsfólk og stjórnendur sýni nýbökuðum mæðrum áhuga á þeirra nýja hlutverki, t.d. með því að sýna hluttekningu, áhuga, athuga velferð móðurinnar og hlusta af samúð á reynslu hennar. Þessir þættir úr þessari rannsókn eru mikilvægir, en þeir snúa hins vegar allir að fyrirtækjunum sjálfum og vantar inn í rannsóknina ytra umhverfi og þeirra nærumhverfi á heimilinu. Þar sem nýbakaðar mæður standa frammi fyrir í dag er þessi skelfilegu áskorun að sýna sig sem „ofurkonur“ sem verða samtímis að mæta og helga sig kröfum starfsferils síns og barna sinna, heimilinu og samfélagsmiðlum. Þetta er að mínu mati mikið áhyggjuefni. Eigum við ekki að slaka aðeins á í þessu ofurkonutali. Lítum okkur nær, fræðum okkar ungu kynslóð um jafnrétti kynjanna, ræðum saman og skoðum hvaða leið við erum að fara. Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem mannauðsráðgjafi fæ ég oft til mín nýbakaðar mæður sem eru að snúa til baka til vinnu eftir fæðingarorlof. Flestar, ef ekki allar eru undir miklu álagi vegna þeirrar stöðu sem blasir við þeim í íslensku velferðarkerfi. Ekki er hægt að treysta því að börnin komist inn á réttum tíma á leikskóla og það þarf að brúa þetta bil á einhvern hátt. Á sama tíma eru þessar ungu mæður oft að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði og búnar að fjárfesta í góðri menntun. Í fyrsta skipti á mínum starfsferli upplifi ég ákveðna afturför í jafnrétti kynjanna. Ég hef því verulegar áhyggjur af þessari þróun. Margar ungar mæður nefna nýja hluti sem ég hef áhyggjur af, s.s. að makinn vilji ekki taka fæðingarorlof, þær séu að dragast aftur úr í launaþróun, samfélagsmiðlar hafi mjög neikvæð áhrif, þær þurfi að hafa heimilið fullkomið, hreint og fínt og helst sótthreinsað eins og hjá áhrifavöldunum, helst þurfi þær að elda allt frá grunni, engan sykur, hveiti eða unnar kjötvörur fyrir börnin, unga fjölskyldan þurfi að klæðast réttum merkjavörum, kröfur um ferðalög innanlands og erlendis, miklar kröfur um útlit og heilsu og ímyndaðan lífsstíl. Þessar konur eru margar háskólamenntaðar og með mastersgráður, og koma úr góðu starfi en vegna þessa samverkandi þátta eru þær komnar aftur inn á heimilið, og að eigin sögn „á bak við eldavélina að baka fyrir TikTok“. Yfirleitt endar þetta á einn veg – í depurð og kvíða vegna fullkomnunaráráttu. Á dögunum birtist áhugaverð grein í Harvard Business Review um stöðu kvenna í Bandaríkjunum sem snéru aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Niðurstöður rannsóknarinnar sýnir að nýbakaðar mæður meta eftirfarandi þætti mest við endurkomu eftir fæðingarorlof: Skýrir mannauðsferlar í fyrirtækinu er snúa að fæðingarorlofi og stuðningi við endurkomu. Nýbökuð móðir þarf að vita hvaða rétt hún hefur á fæðingarorlofi, auknu orlofi, hvaða sveigjanleiki er í boði, hvernig starfsmannastefnan tekur á endurkomu og aðlögun, hlutastarfi, fjarvinnu, heimavinnu og hvort einhverjar leiðir séu til að lengja fæðingarorlofstímann og aðstoð við að mæta þörfum foreldra við breyttum aðstæðum. Skapað sé rými fyrir móðurhlutverkið. Þetta gerir móður eftir fæðingu kleift að hafa stað og tíma til að taka þátt í skyldum sem tengjast móðurhlutverkinu. Til dæmis að hvetja til sveigjanlegs vinnutíma, veita aðgang að brjóstagjöfum og þægilegu sæti, skipuleggja hlé sem gera kleift að dæla og það séu skil á milli vinnu og einkalífs. Starfið. Við endurkomu er mikilvægt að nýbökuð móðir finni að hún fái verkefni við hæfi, henni sé úthlutað þróunarverkefnum og nýjum tækifærum og henni sýnt traust að aðlagast breyttum aðstæðum. Sjálfsmynd. Það er mikilvægt að samstarfsfólk og stjórnendur sýni nýbökuðum mæðrum áhuga á þeirra nýja hlutverki, t.d. með því að sýna hluttekningu, áhuga, athuga velferð móðurinnar og hlusta af samúð á reynslu hennar. Þessir þættir úr þessari rannsókn eru mikilvægir, en þeir snúa hins vegar allir að fyrirtækjunum sjálfum og vantar inn í rannsóknina ytra umhverfi og þeirra nærumhverfi á heimilinu. Þar sem nýbakaðar mæður standa frammi fyrir í dag er þessi skelfilegu áskorun að sýna sig sem „ofurkonur“ sem verða samtímis að mæta og helga sig kröfum starfsferils síns og barna sinna, heimilinu og samfélagsmiðlum. Þetta er að mínu mati mikið áhyggjuefni. Eigum við ekki að slaka aðeins á í þessu ofurkonutali. Lítum okkur nær, fræðum okkar ungu kynslóð um jafnrétti kynjanna, ræðum saman og skoðum hvaða leið við erum að fara. Höfundur er meðeigandi og ráðgjafi hjá Attentus.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun