Aðstoðarforstjóri Play hættur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2024 14:36 Arnar Már kom að stofnun Play. Hann var fyrsti forstjórinn, varð svo framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs en einbeitti sér svo alfarið að starfi flugstjóra þar til hann sagði upp í árslok 2022. Hann sneri svo aftur í starf framkvæmdastjóra í fyrra, varð aðstoðarforstjóri í maí en er nú hættur hjá Play, öðru sinni. Vísir/Vilhelm Arnar Már Magnússon, aðstoðarforstjóri Play og framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, hefur hætt störfum hjá félaginu. Hann er einn af stofnendum Play og var fyrsti forstjóri flugfélagsins. Innan við þrír mánuðir eru síðan hann tók við stöðu aðstoðarforstjóra. Play hefur tilkynnt um skipulagsbreytingar á framkvæmdastjórn og stjórnendum sem taka gildi frá og með næstu mánaðamótum. Breytingarnar eru í tilkynningu sagðar hluti af stöðugri vinnu fyrirtækisins við að þróa og bæta reksturinn. Play tapaði milljarði króna á síðasta ársfjórðungi. Auk Arnars Más lætur Georg Haraldsson af störfum sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs. Ólafur Þór Jóhannesson hætti sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs í lok apríl. Þrír framkvæmdastjórar hafa því lokið störfum hjá félaginu síðan Birgi Jónssyni var sagt upp störfum sem forstjóra í apríl og Einar Örn Ólafsson stjórnarformaður tók við keflinu. Andri hækkaður í tign Fram kemur að Arnar Már hafi þegar látið af störfum. Hann var ráðinn aðstoðarforstjóri flugfélagsins Play í byrjun maí meðfram framkvæmdastjórastarfi hjá flugrekstrarsviði. Hann var fyrsti forstjóri Play við stofnun félagsins, varð svo framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs en einbeitti sér svo alfarið að starfi flugstjóra þar til hann sagði upp í árslok 2022. Hann sneri svo aftur í starf framkvæmdastjóra í fyrra, varð aðstoðarforstjóri í maí en er nú hættur hjá Play, öðru sinni. Andri Geir Eyjólfsson tekur við starfi Arnars Más sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs. Andri Geir hefur starfað hjá Play frá stofnun fyrirtækisins árið 2019 sem tæknistjóri en síðastliðið ár hefur hann gegnt stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs. Andri Geir hefur fjölbreytta átján ára reynslu af flugrekstri og starfaði áður hjá WOW air sem aðstoðartæknistjóri. Hann hefur einnig gegnt öðrum störfum hjá Air Atlanta, Icelandair og WOW air. Andri lærði flugvirkjun hjá TEC Aviation í Danmörku. Sigurður bætir hlutverki Georgs á sig Sigurður Örn Ágústsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, verður framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar- og upplýsingatæknisviðs (CDO). Georg Haraldsson framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs, lætur af störfum en verður félaginu til ráðgjafar næstu mánuði. Sigurður Örn á að baki langan feril í flugrekstri og hefur verið forstjóri og stjórnarformaður Bláfugls ásamt því að sitja í stjórn Avion Express. Hann er með MBA-gráðu frá Katz Graduate School of Business (University of Pittsburgh). Samhliða þessu hefur Ramunas Kurkutis verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatæknisviðs og verður staðsettur á skrifstofu Play í Vilníus í Litháen. Ramunas er með yfir tveggja áratuga reynslu af stjórnunarstörfum í upplýsingatækni hjá alþjóðlegum fyrirtækjum. Hann býr yfir víðtækri reynslu í flug-, orku- og fjármálageiranum. Ný skrifstofa forstjóra og tveir nýir sviðsstjórar Stofnuð hefur verið skrifstofa forstjóra. Tvö svið verða til innan hennar. Annars vegar lögfræði- og mannauðssvið sem Jóhann Pétur Harðarson mun veita forstöðu. Hins vegar samskipta- og markaðsvið sem Nadine Guðrún Yaghi mun veita forstöðu. Jóhann Pétur hefur verið lögfræðingur félagsins frá árinu 2021 og hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífi. Hann er með cand. jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá NYU, Stern School of Business. Nadine Guðrún hefur starfað sem forstöðumaður samskipta- og þjónustu hjá Play frá árinu 2021. Þar áður starfaði hún sem frétta- og dagskrárgerðarkona til fjölda ára. Hún er með cand. jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. Ný skipan framkvæmdastjórnar Play Framkvæmdastjórn Play verður því framvegis skipuð sex manns. Þau eru: Einar Örn Ólafsson, forstjóri Ruta Dabašinskaitė-Vitkė, fjármálastjóri Andri Geir Eyjólfsson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsvið Daníel Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri leiðakerfis og áætlunarsviðs Sonja Arnórsdóttir, framkvæmdastjóri tekna- og þjónustu Sigurður Örn Ágústsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar- og upplýsingatækni „Ég vil þakka Arnari Má og Georgi fyrir þeirra framlag á undanförnum árum og óska þeim alls hins besta. Andri Geir býr yfir mikilvægri reynslu af flugrekstri Play og hefur verið algjör lykilmaður í félaginu frá stofnun. Flugrekstrarsviðið verður því í góðum höndum með Andra Geir í fararbroddi. Fram undan eru spennandi tímar hjá Play, þar sem nýtt úrvalsteymi stjórnenda mun leiða félagið áfram til enn frekari árangurs,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Play tapaði rúmlega einum milljarði á síðasta ársfjórðungi en félagið kippti afkomuspá sinni fyrir árið úr gildi fyrr í mánuðinum. Einar Örn forstjóri segir stöðu félagsins þó trausta og vísaði í tilkynningu með uppgjöri á dögunum til þess að lausafjárstaða félagsins nemur um sjö milljörðum íslenskra króna. Play Vistaskipti Fréttir af flugi Tengdar fréttir Play tapaði milljarði en staðan „mjög traust“ að mati forstjórans Flugfélagið Play tapaði 8,1 milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 1,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi. Tapið er töluvert meira en á sama ársfjórðungi árið 2023 þegar Play tapaði 4,6 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur rúmlega 600 milljónum króna 25. júlí 2024 16:33 Telur „alls ekki“ að flugfargjöld Play á heimamarkaðinum séu ósjálfbær Flugfargjöld Play á íslenska heimamarkaðinum, þar sem flugfélagið er sterkast, eru „alls ekki“ ósjálfbær að sögn forstjórans sem fullyrðir að afkoman á seinni árshelmingi muni batna „verulega“ á milli ára en rekstrartapið á öðrum fjórðungi reyndist vera yfir fjórir milljónir dala. Hann telur að fækkun í komum ferðamanna til landsins sé ekki endilega mikil áhætta fyrir lausafjárstöðu Play en áætlanir gera ráð fyrir að hún verði „mun betri“ í lok árs miðað við sama tíma í fyrra. 26. júlí 2024 12:24 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Play hefur tilkynnt um skipulagsbreytingar á framkvæmdastjórn og stjórnendum sem taka gildi frá og með næstu mánaðamótum. Breytingarnar eru í tilkynningu sagðar hluti af stöðugri vinnu fyrirtækisins við að þróa og bæta reksturinn. Play tapaði milljarði króna á síðasta ársfjórðungi. Auk Arnars Más lætur Georg Haraldsson af störfum sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs. Ólafur Þór Jóhannesson hætti sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs í lok apríl. Þrír framkvæmdastjórar hafa því lokið störfum hjá félaginu síðan Birgi Jónssyni var sagt upp störfum sem forstjóra í apríl og Einar Örn Ólafsson stjórnarformaður tók við keflinu. Andri hækkaður í tign Fram kemur að Arnar Már hafi þegar látið af störfum. Hann var ráðinn aðstoðarforstjóri flugfélagsins Play í byrjun maí meðfram framkvæmdastjórastarfi hjá flugrekstrarsviði. Hann var fyrsti forstjóri Play við stofnun félagsins, varð svo framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs en einbeitti sér svo alfarið að starfi flugstjóra þar til hann sagði upp í árslok 2022. Hann sneri svo aftur í starf framkvæmdastjóra í fyrra, varð aðstoðarforstjóri í maí en er nú hættur hjá Play, öðru sinni. Andri Geir Eyjólfsson tekur við starfi Arnars Más sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs. Andri Geir hefur starfað hjá Play frá stofnun fyrirtækisins árið 2019 sem tæknistjóri en síðastliðið ár hefur hann gegnt stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs. Andri Geir hefur fjölbreytta átján ára reynslu af flugrekstri og starfaði áður hjá WOW air sem aðstoðartæknistjóri. Hann hefur einnig gegnt öðrum störfum hjá Air Atlanta, Icelandair og WOW air. Andri lærði flugvirkjun hjá TEC Aviation í Danmörku. Sigurður bætir hlutverki Georgs á sig Sigurður Örn Ágústsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, verður framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar- og upplýsingatæknisviðs (CDO). Georg Haraldsson framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs, lætur af störfum en verður félaginu til ráðgjafar næstu mánuði. Sigurður Örn á að baki langan feril í flugrekstri og hefur verið forstjóri og stjórnarformaður Bláfugls ásamt því að sitja í stjórn Avion Express. Hann er með MBA-gráðu frá Katz Graduate School of Business (University of Pittsburgh). Samhliða þessu hefur Ramunas Kurkutis verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatæknisviðs og verður staðsettur á skrifstofu Play í Vilníus í Litháen. Ramunas er með yfir tveggja áratuga reynslu af stjórnunarstörfum í upplýsingatækni hjá alþjóðlegum fyrirtækjum. Hann býr yfir víðtækri reynslu í flug-, orku- og fjármálageiranum. Ný skrifstofa forstjóra og tveir nýir sviðsstjórar Stofnuð hefur verið skrifstofa forstjóra. Tvö svið verða til innan hennar. Annars vegar lögfræði- og mannauðssvið sem Jóhann Pétur Harðarson mun veita forstöðu. Hins vegar samskipta- og markaðsvið sem Nadine Guðrún Yaghi mun veita forstöðu. Jóhann Pétur hefur verið lögfræðingur félagsins frá árinu 2021 og hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífi. Hann er með cand. jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og MBA-gráðu frá NYU, Stern School of Business. Nadine Guðrún hefur starfað sem forstöðumaður samskipta- og þjónustu hjá Play frá árinu 2021. Þar áður starfaði hún sem frétta- og dagskrárgerðarkona til fjölda ára. Hún er með cand. jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. Ný skipan framkvæmdastjórnar Play Framkvæmdastjórn Play verður því framvegis skipuð sex manns. Þau eru: Einar Örn Ólafsson, forstjóri Ruta Dabašinskaitė-Vitkė, fjármálastjóri Andri Geir Eyjólfsson, framkvæmdastjóri flugrekstrarsvið Daníel Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri leiðakerfis og áætlunarsviðs Sonja Arnórsdóttir, framkvæmdastjóri tekna- og þjónustu Sigurður Örn Ágústsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar- og upplýsingatækni „Ég vil þakka Arnari Má og Georgi fyrir þeirra framlag á undanförnum árum og óska þeim alls hins besta. Andri Geir býr yfir mikilvægri reynslu af flugrekstri Play og hefur verið algjör lykilmaður í félaginu frá stofnun. Flugrekstrarsviðið verður því í góðum höndum með Andra Geir í fararbroddi. Fram undan eru spennandi tímar hjá Play, þar sem nýtt úrvalsteymi stjórnenda mun leiða félagið áfram til enn frekari árangurs,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Play tapaði rúmlega einum milljarði á síðasta ársfjórðungi en félagið kippti afkomuspá sinni fyrir árið úr gildi fyrr í mánuðinum. Einar Örn forstjóri segir stöðu félagsins þó trausta og vísaði í tilkynningu með uppgjöri á dögunum til þess að lausafjárstaða félagsins nemur um sjö milljörðum íslenskra króna.
Play Vistaskipti Fréttir af flugi Tengdar fréttir Play tapaði milljarði en staðan „mjög traust“ að mati forstjórans Flugfélagið Play tapaði 8,1 milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 1,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi. Tapið er töluvert meira en á sama ársfjórðungi árið 2023 þegar Play tapaði 4,6 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur rúmlega 600 milljónum króna 25. júlí 2024 16:33 Telur „alls ekki“ að flugfargjöld Play á heimamarkaðinum séu ósjálfbær Flugfargjöld Play á íslenska heimamarkaðinum, þar sem flugfélagið er sterkast, eru „alls ekki“ ósjálfbær að sögn forstjórans sem fullyrðir að afkoman á seinni árshelmingi muni batna „verulega“ á milli ára en rekstrartapið á öðrum fjórðungi reyndist vera yfir fjórir milljónir dala. Hann telur að fækkun í komum ferðamanna til landsins sé ekki endilega mikil áhætta fyrir lausafjárstöðu Play en áætlanir gera ráð fyrir að hún verði „mun betri“ í lok árs miðað við sama tíma í fyrra. 26. júlí 2024 12:24 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Play tapaði milljarði en staðan „mjög traust“ að mati forstjórans Flugfélagið Play tapaði 8,1 milljón Bandaríkjadala eða rúmlega 1,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi. Tapið er töluvert meira en á sama ársfjórðungi árið 2023 þegar Play tapaði 4,6 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur rúmlega 600 milljónum króna 25. júlí 2024 16:33
Telur „alls ekki“ að flugfargjöld Play á heimamarkaðinum séu ósjálfbær Flugfargjöld Play á íslenska heimamarkaðinum, þar sem flugfélagið er sterkast, eru „alls ekki“ ósjálfbær að sögn forstjórans sem fullyrðir að afkoman á seinni árshelmingi muni batna „verulega“ á milli ára en rekstrartapið á öðrum fjórðungi reyndist vera yfir fjórir milljónir dala. Hann telur að fækkun í komum ferðamanna til landsins sé ekki endilega mikil áhætta fyrir lausafjárstöðu Play en áætlanir gera ráð fyrir að hún verði „mun betri“ í lok árs miðað við sama tíma í fyrra. 26. júlí 2024 12:24