Nýjustu vísbendingar bendi til komandi kólnunar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2024 20:59 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. vísir/vilhelm Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að grundvöllur sé að myndast fyrir minni verðbólgu á næstunni. Þá ályktun dregur hann af nýjustu vísbendingum, svo sem væntingakönnunum, minni ráðningaráformum og minni neyslu. Formenn Verkalýðsfélaga hafa talað á þeim nótum að kjarasamningar séu í hættu í kjölfar þess að tólf mánaða verðbólga fór úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent í vikunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði atvinnulífið hafa brugðist í baráttunni við verðbólgudrauginn en Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA gaf lítið fyrir þessar yfirlýsingar. Hinn raunverulegi sökudólgur í verðbólgumælingum sé húsnæðisliðurinn. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur ólíklegt að vextir verði lækkaðir í ágúst. Varðandi verðbólguskotið og þátt húsnæðisliðarins segir hann: „Á ýmsa mælikvarða er ástandið skárra, en verðbætur sýna samt viðvarandi verðbólguþrýsting sem er meiri en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Það er ekki síst vegna þess að það hefur haldist betri gangur í hagkerfinu okkar,“ segir Jón Bjarki og nefnir lítið atvinnuleysi og kraft í útflutningsgreinum. Það hafi hins vegar dregið nýlega úr þeim krafti, til dæmis í ferðaþjónustu. Jón Bjarki telur að minni tekjur í útflutningsgreinum muni leiða til kólnunar á húsnæðismarkaði, en einnig vinnumarkaði þegar líður á veturinn. „Það hefur áhrif á launaskrið og í kjölfarið harðnar samkeppnin hjá verslunum og þjónustu þar sem barist er um kúnna með minni fjárráð og neysluvilja. Þetta er að taka lengri tíma en maður vonaði,“ segir Jón Bjarki. Hann er hins vegar bjartsýnn og nefnir nýjar vísbendingar um að það dragi úr verðbólgu. „Væntingakannanir hjá fyrirtækjum og heimilum þar sem svartsýni er að aukast, minni ráðningaáform fyrirtækja, fólk er að plana færri utanlandsferðir, bílakaup og húsakaup en fyrir nokkrum fjórðungum. Kortaveltutölur sömuleiðis. Allt ber þetta að sama brunni, að það sé núna að myndast fastari rætur fyrir þessari kólnun sem Seðlabankinn var að reyna að kalla fram með hækkun vaxta þangað til í ágúst í fyrra.“ Hlusta má á viðtal við Jón Bjarka í heild sinni í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan. Seðlabankinn Verðlag Íslandsbanki Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars Sjá meira
Formenn Verkalýðsfélaga hafa talað á þeim nótum að kjarasamningar séu í hættu í kjölfar þess að tólf mánaða verðbólga fór úr 5,8 prósentum í 6,3 prósent í vikunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði atvinnulífið hafa brugðist í baráttunni við verðbólgudrauginn en Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA gaf lítið fyrir þessar yfirlýsingar. Hinn raunverulegi sökudólgur í verðbólgumælingum sé húsnæðisliðurinn. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur ólíklegt að vextir verði lækkaðir í ágúst. Varðandi verðbólguskotið og þátt húsnæðisliðarins segir hann: „Á ýmsa mælikvarða er ástandið skárra, en verðbætur sýna samt viðvarandi verðbólguþrýsting sem er meiri en gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Það er ekki síst vegna þess að það hefur haldist betri gangur í hagkerfinu okkar,“ segir Jón Bjarki og nefnir lítið atvinnuleysi og kraft í útflutningsgreinum. Það hafi hins vegar dregið nýlega úr þeim krafti, til dæmis í ferðaþjónustu. Jón Bjarki telur að minni tekjur í útflutningsgreinum muni leiða til kólnunar á húsnæðismarkaði, en einnig vinnumarkaði þegar líður á veturinn. „Það hefur áhrif á launaskrið og í kjölfarið harðnar samkeppnin hjá verslunum og þjónustu þar sem barist er um kúnna með minni fjárráð og neysluvilja. Þetta er að taka lengri tíma en maður vonaði,“ segir Jón Bjarki. Hann er hins vegar bjartsýnn og nefnir nýjar vísbendingar um að það dragi úr verðbólgu. „Væntingakannanir hjá fyrirtækjum og heimilum þar sem svartsýni er að aukast, minni ráðningaáform fyrirtækja, fólk er að plana færri utanlandsferðir, bílakaup og húsakaup en fyrir nokkrum fjórðungum. Kortaveltutölur sömuleiðis. Allt ber þetta að sama brunni, að það sé núna að myndast fastari rætur fyrir þessari kólnun sem Seðlabankinn var að reyna að kalla fram með hækkun vaxta þangað til í ágúst í fyrra.“ Hlusta má á viðtal við Jón Bjarka í heild sinni í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan.
Seðlabankinn Verðlag Íslandsbanki Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars Sjá meira