Grét með gullið eftir að hafa endað 36 ára bið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2024 11:01 Tilfinningarnar flæddu hjá Daniel Wiffen á verðlaunapallinum og hér sést hann þurrka tárin. Getty/Brendan Moran/ Daniel Wiffen varð í gærkvöldi fyrsti íþróttamaðurinn frá Norður-Írlandi til að vinna Ólympíugull í heil 36 ár. Wiffen vann þá 800 metra skriðsund karla en hann kom í mark 0,56 sekúndum á undan Bandaríkjamanninum Bobby Finke. Hinn 23 ára gamli Wiffen tryggði sér sigurinn sem svakalegum endaspretti og með því náði hann að setja nýtt Ólympíumet en hann kom í mark á 7:38.19 mín. „Ég skrifaði niður: Ég ætla að komast í sögubækurnar. Það er einmitt það sem ég gerði,“ sagði Wiffen við BBC. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Norður-Íra síðan á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 þegar Stephen Martin og Jimmy Kirkwood voru í gullliði Breta í hokkí. Wiffen komst óvænt inn á Ólympíuleikana í Tókýó fyrir þremur árum og hefur síðan byggt ofan á það. „Ef ég segi eins og er þá hefur þetta verið þriggja ára plan. Mitt markmið var að bæta mig og bæta mig þar til ég yrði Ólympíumeistari,“ sagði Wiffen. „Við fórum úr því að enda í fjórtánda sæti á síðustu Ólympíuleikum, í að komast í úrslitin á HM, vinna verðlaun á Samveldisleikunum, verða fjórði á HM, verða þrefaldur Evrópumeistari, setja heimsmet, verða tvöfaldur heimsmeistari og nú vinna Ólympíugull,“ sagði Wiffen. „Hvað get ég sagt? Ég er búinn að vinna allt,“ sagði Wiffen. „Þetta er draumur að rætast. Börn dreymir um að verða Ólympíumeistari og ég var að verða Ólympíumeistari,“ sagði Wiffen. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT NI (@bbcsportni) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Wiffen vann þá 800 metra skriðsund karla en hann kom í mark 0,56 sekúndum á undan Bandaríkjamanninum Bobby Finke. Hinn 23 ára gamli Wiffen tryggði sér sigurinn sem svakalegum endaspretti og með því náði hann að setja nýtt Ólympíumet en hann kom í mark á 7:38.19 mín. „Ég skrifaði niður: Ég ætla að komast í sögubækurnar. Það er einmitt það sem ég gerði,“ sagði Wiffen við BBC. Þetta voru fyrstu gullverðlaun Norður-Íra síðan á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 þegar Stephen Martin og Jimmy Kirkwood voru í gullliði Breta í hokkí. Wiffen komst óvænt inn á Ólympíuleikana í Tókýó fyrir þremur árum og hefur síðan byggt ofan á það. „Ef ég segi eins og er þá hefur þetta verið þriggja ára plan. Mitt markmið var að bæta mig og bæta mig þar til ég yrði Ólympíumeistari,“ sagði Wiffen. „Við fórum úr því að enda í fjórtánda sæti á síðustu Ólympíuleikum, í að komast í úrslitin á HM, vinna verðlaun á Samveldisleikunum, verða fjórði á HM, verða þrefaldur Evrópumeistari, setja heimsmet, verða tvöfaldur heimsmeistari og nú vinna Ólympíugull,“ sagði Wiffen. „Hvað get ég sagt? Ég er búinn að vinna allt,“ sagði Wiffen. „Þetta er draumur að rætast. Börn dreymir um að verða Ólympíumeistari og ég var að verða Ólympíumeistari,“ sagði Wiffen. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT NI (@bbcsportni)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira