Þegar ósannindi og ósvinna keyra um þverbak Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. ágúst 2024 08:01 Undirritaður bjó í Þýzkalandi frá 1989 til 2016, í hjarta ESB, í 27 ár, og fylgdist gjörla með þróun ríkjasambandsins, en það blasti og blasir við, að Evrópa verði að standa samhent og sameinuð, ef hún á að geta staðið af sér áskoranir framtíðarinnar og varið og tryggt sitt frelsi, sitt sjálfstæði, sína menningu og sína velferð. Eftir að ég kom til baka, hef ég áfram vakað yfir þróun ríkjasambandsins, enda hef ég lengst af verið með annan fótinn áfram í Evrópu. Um mína reynslu og þekkingu á Evrópusambandinu, Evru og Evrópu, hef ég svo skrifað greinar hér til að koma þeirri þekkingu og vitneskju, sem ég hef aflað mér á áratugaskeiði, á framfæri. Staðreyndum. Einnar er sá maður, sem virðisr vera á mála við það, að útbreiða óhróðri og ósannindum um ESB, Evru og Evrópu. Sá er vel þekktur hér, skrifar nánast daglega pistla hér, um þetta eina mál. Hjörtur J. Guðmundsson. Í morgun skrifaði hann enn eina greinina hér, reyndar ekki nýja, heldur með aðeins öðru orðalagi, en áður, þar sem hann fullyrður m.a. þetta: „Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hér áður var það reglan en heyrir nú til undantekninga”. Hér er það rétta í þessu máli: Neiturnarvaldið, sem öll aðildarríkin hafa, margmenn sem fámenn, stór sem smá, nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og lang þýðingarmestu: 1. Skattlagning hvers konar 2. Fjárhagsáætlanir, fjármálaskuldbindingar og fjárveitingar 3. Félagsleg vernd og öryggi almennings 4. Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja 5. Öryggis- og varnarmál sambandsríkjanna 27 6. Samskipti og samningar ESB við önnur ríki og ríkjasambönd 7. Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna, eftirlit með ytri landmærum og flóttafólki. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum aðildarríki, myndum samþykkja. Með þessu fengjum við í hendur gífurlegt áhrifavald á gang mála og þróun sambandsins. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem væntanlega verður aldrei. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Undirritaður bjó í Þýzkalandi frá 1989 til 2016, í hjarta ESB, í 27 ár, og fylgdist gjörla með þróun ríkjasambandsins, en það blasti og blasir við, að Evrópa verði að standa samhent og sameinuð, ef hún á að geta staðið af sér áskoranir framtíðarinnar og varið og tryggt sitt frelsi, sitt sjálfstæði, sína menningu og sína velferð. Eftir að ég kom til baka, hef ég áfram vakað yfir þróun ríkjasambandsins, enda hef ég lengst af verið með annan fótinn áfram í Evrópu. Um mína reynslu og þekkingu á Evrópusambandinu, Evru og Evrópu, hef ég svo skrifað greinar hér til að koma þeirri þekkingu og vitneskju, sem ég hef aflað mér á áratugaskeiði, á framfæri. Staðreyndum. Einnar er sá maður, sem virðisr vera á mála við það, að útbreiða óhróðri og ósannindum um ESB, Evru og Evrópu. Sá er vel þekktur hér, skrifar nánast daglega pistla hér, um þetta eina mál. Hjörtur J. Guðmundsson. Í morgun skrifaði hann enn eina greinina hér, reyndar ekki nýja, heldur með aðeins öðru orðalagi, en áður, þar sem hann fullyrður m.a. þetta: „Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hér áður var það reglan en heyrir nú til undantekninga”. Hér er það rétta í þessu máli: Neiturnarvaldið, sem öll aðildarríkin hafa, margmenn sem fámenn, stór sem smá, nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og lang þýðingarmestu: 1. Skattlagning hvers konar 2. Fjárhagsáætlanir, fjármálaskuldbindingar og fjárveitingar 3. Félagsleg vernd og öryggi almennings 4. Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja 5. Öryggis- og varnarmál sambandsríkjanna 27 6. Samskipti og samningar ESB við önnur ríki og ríkjasambönd 7. Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna, eftirlit með ytri landmærum og flóttafólki. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum aðildarríki, myndum samþykkja. Með þessu fengjum við í hendur gífurlegt áhrifavald á gang mála og þróun sambandsins. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem væntanlega verður aldrei. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar