Allt að verða klárt fyrir embættistöku sjöunda forseta lýðveldisins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. ágúst 2024 12:31 Undirbúningur fyrir embættistöku forseta Íslands hefur staðið yfir í og við Alþingi undanfarnar vikur. Í gær var meðal annars unnið að því að setja upp risaskjái á Austurvelli hvar almenningur getur fylgst með athöfninni. Vísir/Sigurjón Halla Tómasdóttir verður sett í embætti sem sjöundi forseti Íslenska lýðveldisins í dag, önnur kvenna til að gegna embættinu. Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni verða þrír fyrrverandi forsetar viðstaddir athöfnina. Embættistaka forseta Íslands hefst með helgiathöfn í Dómkirkjunni klukkan hálf fjögur í dag. Þar á eftir verður kjöri Höllu Tómasdóttir í embætti forseta lýst við athöfn í sal Alþingis og hún undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni og flytja ávarp. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis segir nú allt að verða tilbúið fyrir athöfnina. „Það er nú ekki seinna vænna en þetta er allt að koma hjá okkur,“ segir Ragna. Alls er búist við á fjórða hundrað gesta, auk þess sem almenningi býðst að fylgjast með athöfninni af Austurvelli og í sjónvarpi. „Alþingishúsið hefur verið notað til innsetningarinnar, eða embættistökunnar, síðan 1949 og skýrist mögulega af því að það voru auðvitað ekki mörg húsakynni sem að komu til álita. En það var alltaf þannig fram til gildistöku nýrra kosningalaga árið 2021 að forseti Hæstaréttar setti forset inn í embætti og gerir það í húsakynnum Alþingis,“ segir Ragna, en með nýjum kosningalögum verður sú breyting á nú að formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta. „Eftir því sem tímarnir liðu urðu þetta aðeins fjölmennari athafnir. En við sáum það núna að með því að sinna nútímakröfum um flóttaleiðir og annað að þá þyrftum við að hafa aðeins færri í þinghúsinu, sem eru þó alveg um 140 manns, en það var þá heppilegt að við getum nýtt Smiðjuna, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, þar erum við með mjög flottan ráðstefnusal þar sem við ætlum að hýsa þá hluta gesta,“ segir Ragna. Meðal þeirra sem viðstödd verða athöfnina í þingsal eru frú Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, og Guðni Th. Jóhannesson sem lauk sinni embættistíð á miðnætti í gær. Þetta verður þannig í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem svo mörg sem gegnt hafa embætti forseta verða viðstödd athöfnina. „Þetta er auðvitað mjög söguleg stund og auðvitað alltaf mjög hátíðlegt þegar nýr forseti tekur við keflinu. Það verður þarna góð mæting af hálfu fyrrum forseta sem verður auðvitað frábært,“ segir Ragna. Þakka Guðna og hlakka til samstarfs með Höllu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa báðir gegnt embættis forsætisráðherra í tíð Guðna Th. Jóhannessonar. Þeir þökkuðu í gær Guðna fyrir samstarfið og óska Höllu velfarnaðar í starfi. „Guðni hefur verið farsæll forseti og fyrir ríkisstjórn verið gott að leita til hans,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu að loknum ríkisráðsfundi í gær og forsætisráðherra tók í svipaðan streng. „Þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýjan forseta sem að ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér og mun eflaust móta embættið eins og fyrri forsetar hafa gert, með sínum hætti,“ segir Bjarni. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira
Embættistaka forseta Íslands hefst með helgiathöfn í Dómkirkjunni klukkan hálf fjögur í dag. Þar á eftir verður kjöri Höllu Tómasdóttir í embætti forseta lýst við athöfn í sal Alþingis og hún undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni og flytja ávarp. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis segir nú allt að verða tilbúið fyrir athöfnina. „Það er nú ekki seinna vænna en þetta er allt að koma hjá okkur,“ segir Ragna. Alls er búist við á fjórða hundrað gesta, auk þess sem almenningi býðst að fylgjast með athöfninni af Austurvelli og í sjónvarpi. „Alþingishúsið hefur verið notað til innsetningarinnar, eða embættistökunnar, síðan 1949 og skýrist mögulega af því að það voru auðvitað ekki mörg húsakynni sem að komu til álita. En það var alltaf þannig fram til gildistöku nýrra kosningalaga árið 2021 að forseti Hæstaréttar setti forset inn í embætti og gerir það í húsakynnum Alþingis,“ segir Ragna, en með nýjum kosningalögum verður sú breyting á nú að formaður landskjörstjórnar lýsir kjöri forseta. „Eftir því sem tímarnir liðu urðu þetta aðeins fjölmennari athafnir. En við sáum það núna að með því að sinna nútímakröfum um flóttaleiðir og annað að þá þyrftum við að hafa aðeins færri í þinghúsinu, sem eru þó alveg um 140 manns, en það var þá heppilegt að við getum nýtt Smiðjuna, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, þar erum við með mjög flottan ráðstefnusal þar sem við ætlum að hýsa þá hluta gesta,“ segir Ragna. Meðal þeirra sem viðstödd verða athöfnina í þingsal eru frú Vigdís Finnbogadóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, og Guðni Th. Jóhannesson sem lauk sinni embættistíð á miðnætti í gær. Þetta verður þannig í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem svo mörg sem gegnt hafa embætti forseta verða viðstödd athöfnina. „Þetta er auðvitað mjög söguleg stund og auðvitað alltaf mjög hátíðlegt þegar nýr forseti tekur við keflinu. Það verður þarna góð mæting af hálfu fyrrum forseta sem verður auðvitað frábært,“ segir Ragna. Þakka Guðna og hlakka til samstarfs með Höllu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa báðir gegnt embættis forsætisráðherra í tíð Guðna Th. Jóhannessonar. Þeir þökkuðu í gær Guðna fyrir samstarfið og óska Höllu velfarnaðar í starfi. „Guðni hefur verið farsæll forseti og fyrir ríkisstjórn verið gott að leita til hans,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu að loknum ríkisráðsfundi í gær og forsætisráðherra tók í svipaðan streng. „Þessu embætti þarf að sinna vel og við hlökkum til samstarfs við nýjan forseta sem að ég veit að mun rísa mjög vel undir því hlutverki sem hún hefur tekið að sér og mun eflaust móta embættið eins og fyrri forsetar hafa gert, með sínum hætti,“ segir Bjarni.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira