Segir heimsmetið ómögulegt afrek og líkir við lyfjamisnotkun Austur-Þjóðverja Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. ágúst 2024 11:31 Brett Hawke keppti fyrir hönd Ástralíu á Ólympíuleikunum 2000 og 2004. Hann starfar í dag sem sundþjálfari og sérfræðingur um íþróttina í sjónvarpi og á samfélagsmiðlum. Mark Nolan/Getty Images Ástralski sundþjálfarinn og fyrrum Ólympíufarinn Brett Hawke sakar kínverska sundmanninn Pan Zhanle um lyfjamisnotkun eftir að hann stórbætti eigið heimsmet í hundrað metra skriðsundi og synti sekúndu hraðar en næsti maður í lauginni. „Ég ætla bara að vera hreinskilinn. Ég er reiður eftir þetta sund, af nokkrum ástæðum. Hlustið nú, meðal minna vina eru nokkrir af bestu sundköppum allra tíma; Rowdy Gaines, Alex Popov, Gary Hall Jr., Anthony Ervin og King Kyle Chalmers. Í sögu sinni líkti Brett Hawke heimsmetinu við lyfjasvindl í Austur-Þýskalandi og sagði alþjóðaólympíusambandið ekki standa sig í prófunum. Ég þekki þetta fólk persónulega og hef fylgst rækilega með þeim í þrjátíu ár. Ég hef rýnt í þessa íþrótt og skil hana vel, ég er sérfræðingur í henni. Ástæðan fyrir því að ég er reiður er að þú vinnur einfaldlega ekki hundrað metra skriðsund á þessu sviði með heilli líkamslengd. Þú bara gerir það ekki, það er ekki mögulegt fyrir nokkurn mann“ sagði Brett í þrumuræðu á Instagram síðu sinni í gær. Brett er ekki sá fyrsti sem sakar kínverska sundfólkið á Ólympíuleikunum um lyfjamisnotkun. Eftir að greint var frá því að 23 af 30 manna sundliði Kína hafi fallið á lyfjaprófi fyrir ÓL í Tókýó 2021 hafa þær ásakanir borist úr ýmsum áttum. Samlandi Brett sem lýsir sundi í áströlsku sjónvarpi, Neil Mitchell, olli miklu fjaðrafoki þegar hann sagði afrek Kínverja í sundi byggt á svindli. Pan Zhanle var ekki einn af þeim sem féll á lyfjaprófi fyrir síðustu ÓL en hefur samt sem áður mátt sæta þeim ásökunum ítrekað að hann sé að misnota lyf, svo ótrúleg þykja afrek hans í lauginni. Sjálfur ber hann fyrir sig að hafa aldrei innbyrt ólögleg efni og segir keppinauta sína ekki bera virðingu fyrir sér. View this post on Instagram A post shared by Brett Hawke (@hawkebr) Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Sund Tengdar fréttir Ekki sannfærður um að andstæðingarnir keppi lyfjalausir Sundmaðurinn og sjöfaldi Ólympíumeistarinn Caeleb Dressel hefur ekki sannfærst um að allir sundkapppar á leikunum í sumar séu ólyfjaðir. 26. júlí 2024 15:30 Keppinautar virða Kínverjann ekki viðlits: „Mér leið eins og hann liti niður til okkar“ Kínverski sundmaðurinn Pan Zhanle stórbætti heimsmetið í hundrað metra skriðsundi. Hann segir skorta virðingu hjá keppinautum sínum, sem tala ekki við hann og virtust skvetta vatni á þjálfara hans. 1. ágúst 2024 15:31 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
„Ég ætla bara að vera hreinskilinn. Ég er reiður eftir þetta sund, af nokkrum ástæðum. Hlustið nú, meðal minna vina eru nokkrir af bestu sundköppum allra tíma; Rowdy Gaines, Alex Popov, Gary Hall Jr., Anthony Ervin og King Kyle Chalmers. Í sögu sinni líkti Brett Hawke heimsmetinu við lyfjasvindl í Austur-Þýskalandi og sagði alþjóðaólympíusambandið ekki standa sig í prófunum. Ég þekki þetta fólk persónulega og hef fylgst rækilega með þeim í þrjátíu ár. Ég hef rýnt í þessa íþrótt og skil hana vel, ég er sérfræðingur í henni. Ástæðan fyrir því að ég er reiður er að þú vinnur einfaldlega ekki hundrað metra skriðsund á þessu sviði með heilli líkamslengd. Þú bara gerir það ekki, það er ekki mögulegt fyrir nokkurn mann“ sagði Brett í þrumuræðu á Instagram síðu sinni í gær. Brett er ekki sá fyrsti sem sakar kínverska sundfólkið á Ólympíuleikunum um lyfjamisnotkun. Eftir að greint var frá því að 23 af 30 manna sundliði Kína hafi fallið á lyfjaprófi fyrir ÓL í Tókýó 2021 hafa þær ásakanir borist úr ýmsum áttum. Samlandi Brett sem lýsir sundi í áströlsku sjónvarpi, Neil Mitchell, olli miklu fjaðrafoki þegar hann sagði afrek Kínverja í sundi byggt á svindli. Pan Zhanle var ekki einn af þeim sem féll á lyfjaprófi fyrir síðustu ÓL en hefur samt sem áður mátt sæta þeim ásökunum ítrekað að hann sé að misnota lyf, svo ótrúleg þykja afrek hans í lauginni. Sjálfur ber hann fyrir sig að hafa aldrei innbyrt ólögleg efni og segir keppinauta sína ekki bera virðingu fyrir sér. View this post on Instagram A post shared by Brett Hawke (@hawkebr)
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Sund Tengdar fréttir Ekki sannfærður um að andstæðingarnir keppi lyfjalausir Sundmaðurinn og sjöfaldi Ólympíumeistarinn Caeleb Dressel hefur ekki sannfærst um að allir sundkapppar á leikunum í sumar séu ólyfjaðir. 26. júlí 2024 15:30 Keppinautar virða Kínverjann ekki viðlits: „Mér leið eins og hann liti niður til okkar“ Kínverski sundmaðurinn Pan Zhanle stórbætti heimsmetið í hundrað metra skriðsundi. Hann segir skorta virðingu hjá keppinautum sínum, sem tala ekki við hann og virtust skvetta vatni á þjálfara hans. 1. ágúst 2024 15:31 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Leik lokið: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Ekki sannfærður um að andstæðingarnir keppi lyfjalausir Sundmaðurinn og sjöfaldi Ólympíumeistarinn Caeleb Dressel hefur ekki sannfærst um að allir sundkapppar á leikunum í sumar séu ólyfjaðir. 26. júlí 2024 15:30
Keppinautar virða Kínverjann ekki viðlits: „Mér leið eins og hann liti niður til okkar“ Kínverski sundmaðurinn Pan Zhanle stórbætti heimsmetið í hundrað metra skriðsundi. Hann segir skorta virðingu hjá keppinautum sínum, sem tala ekki við hann og virtust skvetta vatni á þjálfara hans. 1. ágúst 2024 15:31