Kannski voru þetta bara of margar múffur í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 23:01 Henrik Christiansen er skemmtilegur en kannski nógu skynsamur á samfélagsmiðlum. @henrikchristians1 Norski sundmaðurinn Henrik Christiansen hefur verið kallaður múffumaðurinn á Ólympíuleikunum í París eftir að ást hans á múffukökum sló í gegn á samfélagsmiðlum. Christiansen varð nefnilega alveg vitlaust í múffurnar í Ólympíuþorpinu sem kom vel fram í myndböndum hans á TikTok. Christiansen hefur líka talað um það í viðtölum að hann geti leyft sér að borða allt að sjö þúsund kaloríur á dag. Það er því alveg pláss fyrir nokkrar múffur þar. Hann var meðal annars í viðtali vegna þessa hjá New York Times. my current olympics obsession is henrik christiansen, this swimmer from norway who’s obsessed with the chocolate muffins in the olympic village and can’t stop making tiktoks about them pic.twitter.com/v7MkOOj3o1— aaalex 🪩🎀✨ (@dunebarbie) July 30, 2024 Súkkulaðimúffukakan er örugglega mjög góð á bragðið en það er kannski ekki gott fyrir íþróttafólkið að vera að háma þær í sig fyrir keppni. Það er kannski að sýna sig og sanna í tilfelli Christiansen. Hann hefur ollið gríðarlegum vonbrigðum með frammistöðu sinni í sundlauginni á leikunum. Christiansen komst ekki áfram upp úr undanrásum í 800 metra sundinu og það tókst ekki heldur hjá honum í 1500 metra sundinu. nrk.no Christiansen varði í fjórða sæti í sínum riðli og var langt frá því að vera einn af þeim átta sem voru með besta tímann. „Mér fannst ég vera kraftlaus. Þetta er stórfurðulegt. Þetta er ekki ég og það er synd,“ sagði Christiansen við norska ríkissjónvarpið. „Á síðustu árum hef ég verið í vandræðum í stóru lauginni og við þurfum að skoða það betur. Hvað við þurfum að gera og svara spurninginni: Hvað er að gerast hjá mér,“ sagði Christiansen. Christiansen varð sjöundi í 1500 metra sundinu á síðustu Ólympíuleikum í Tókýó og vann brons á HM í stuttu lauginni 2022. Hvað er að gerast? Kannski voru þetta bara of margar múffur í Ólympíuþorpinu. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Sjá meira
Christiansen varð nefnilega alveg vitlaust í múffurnar í Ólympíuþorpinu sem kom vel fram í myndböndum hans á TikTok. Christiansen hefur líka talað um það í viðtölum að hann geti leyft sér að borða allt að sjö þúsund kaloríur á dag. Það er því alveg pláss fyrir nokkrar múffur þar. Hann var meðal annars í viðtali vegna þessa hjá New York Times. my current olympics obsession is henrik christiansen, this swimmer from norway who’s obsessed with the chocolate muffins in the olympic village and can’t stop making tiktoks about them pic.twitter.com/v7MkOOj3o1— aaalex 🪩🎀✨ (@dunebarbie) July 30, 2024 Súkkulaðimúffukakan er örugglega mjög góð á bragðið en það er kannski ekki gott fyrir íþróttafólkið að vera að háma þær í sig fyrir keppni. Það er kannski að sýna sig og sanna í tilfelli Christiansen. Hann hefur ollið gríðarlegum vonbrigðum með frammistöðu sinni í sundlauginni á leikunum. Christiansen komst ekki áfram upp úr undanrásum í 800 metra sundinu og það tókst ekki heldur hjá honum í 1500 metra sundinu. nrk.no Christiansen varði í fjórða sæti í sínum riðli og var langt frá því að vera einn af þeim átta sem voru með besta tímann. „Mér fannst ég vera kraftlaus. Þetta er stórfurðulegt. Þetta er ekki ég og það er synd,“ sagði Christiansen við norska ríkissjónvarpið. „Á síðustu árum hef ég verið í vandræðum í stóru lauginni og við þurfum að skoða það betur. Hvað við þurfum að gera og svara spurninginni: Hvað er að gerast hjá mér,“ sagði Christiansen. Christiansen varð sjöundi í 1500 metra sundinu á síðustu Ólympíuleikum í Tókýó og vann brons á HM í stuttu lauginni 2022. Hvað er að gerast? Kannski voru þetta bara of margar múffur í Ólympíuþorpinu.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Sjá meira