Íslenska íþróttafólkinu ætti ekki að leiðast í Ólympíuþorpinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2024 09:01 Guðlaug Edda Hannesdóttir og Hákon Þór Svavarsson hafa bæði lokið keppni en þau voru fánaberar Íslands á setningarhátíðinni. @isiiceland Keppandi á Ólympíuleikunum í París fór yfir af hverju íslenska íþróttafólkinu ætti ekki að leiðast í Ólympíuþorpinu Íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í París gistir flest allt í Ólympíuþorpinu þar sem löndin hafa aðstöðu fyrir sitt fólk og sína starfsmenn. Það er hugsað fyrir öllu í þorpinu og íþróttafólkið getur eytt tímanum þar á meðan það bíður eftir því að keppa á leikunum. Svalar forvitni margra En hvað er hægt að gera í Ólympíuþorpinu? Gríski stangarstökkvarinn Emmanouil Karalis hafði nægan tíma til að kynna sér allt sem var hægt að gera því hann keppti ekki í fyrstu viku Ólympíuleikanna. Karalis svalaði því forvitni margra með því að fara um Ólympíuþorpið og sýna fylgjendum sínum hvað er hægt að taka sér fyrir hendur á milli keppni og æfinga. Anton Sveinn McKee, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Hákon Þór Svavarsson hafa öll lokið keppni á leikunum og hafa örugglega nýtt sér eitthvað af þessu á síðustu dögum. Matsalurinn opinn allan sólarhringinn Það sem Karalis sýndi í myndbandi sínu má sjá hér fyrir neðan. Hann sýndi matsalinn sem er opinn allan sólarhringinn en hann sýndi líka hvar hann náði í snjallsímann sinn, fór í matvöruverslunina og heimsótti gjafaverslun leikanna. Allt staðir fyrir íþróttafólkið til að ná sér í allar nauðsynjar. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Það er hægt að láta teikna af sér mynd og fá fría klippingu. Einnig er hægt að fara í flottan líkamsræktarsal til að æfa sig og keppendur þurfa því ekki að fara úr þorpinu til að klára æfingu dagsins. Allt frítt Þá er líka hægt að fá fría drykki og smábita í sérstökum básum en þar er meðal annars hægt að ná sér í gos, vatn, sælgæti, ís, sætabrauð og brauðmeti. Litlir rafbílar eru á ferðinni um þorpið til að spara íþróttafólkinu sporin enda eru flestir að slaka á til að undirbúa sig sem best fyrir keppnina. Það er líka hægt að hittast á svokölluðum strandklúbbi og fá sér fría bjóra sem er að sjálfsögðu óáfengir. Leikjasalur og næðisherbergi Það er líka sérstakt leiksvæði þar sem eru alls kyns tæki til að skemmta sér eins og fótboltaspil og íshokkíspil. Þar eru líka tölvuleikir. Íþróttafólkið getur bæði náð sér í næði í sérstökum herbergjum en einnig hitt annað íþróttafólk á svæðum fyrir fólk til að hittast og ræða málin. Það er því allt til alls fyrir besta íþróttafólk heims í Ólympíuþorpinu eins og sjá má í myndbandi Grikkjans hér fyrir neðan. @flymanolofly This is how Olympic athletes spend their day at the Olympic Village #olympics #olympicvillage #paris2024 #flymanolofly ♬ Shes homeless - ⭐️ Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Sjá meira
Íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í París gistir flest allt í Ólympíuþorpinu þar sem löndin hafa aðstöðu fyrir sitt fólk og sína starfsmenn. Það er hugsað fyrir öllu í þorpinu og íþróttafólkið getur eytt tímanum þar á meðan það bíður eftir því að keppa á leikunum. Svalar forvitni margra En hvað er hægt að gera í Ólympíuþorpinu? Gríski stangarstökkvarinn Emmanouil Karalis hafði nægan tíma til að kynna sér allt sem var hægt að gera því hann keppti ekki í fyrstu viku Ólympíuleikanna. Karalis svalaði því forvitni margra með því að fara um Ólympíuþorpið og sýna fylgjendum sínum hvað er hægt að taka sér fyrir hendur á milli keppni og æfinga. Anton Sveinn McKee, Guðlaug Edda Hannesdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Hákon Þór Svavarsson hafa öll lokið keppni á leikunum og hafa örugglega nýtt sér eitthvað af þessu á síðustu dögum. Matsalurinn opinn allan sólarhringinn Það sem Karalis sýndi í myndbandi sínu má sjá hér fyrir neðan. Hann sýndi matsalinn sem er opinn allan sólarhringinn en hann sýndi líka hvar hann náði í snjallsímann sinn, fór í matvöruverslunina og heimsótti gjafaverslun leikanna. Allt staðir fyrir íþróttafólkið til að ná sér í allar nauðsynjar. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Það er hægt að láta teikna af sér mynd og fá fría klippingu. Einnig er hægt að fara í flottan líkamsræktarsal til að æfa sig og keppendur þurfa því ekki að fara úr þorpinu til að klára æfingu dagsins. Allt frítt Þá er líka hægt að fá fría drykki og smábita í sérstökum básum en þar er meðal annars hægt að ná sér í gos, vatn, sælgæti, ís, sætabrauð og brauðmeti. Litlir rafbílar eru á ferðinni um þorpið til að spara íþróttafólkinu sporin enda eru flestir að slaka á til að undirbúa sig sem best fyrir keppnina. Það er líka hægt að hittast á svokölluðum strandklúbbi og fá sér fría bjóra sem er að sjálfsögðu óáfengir. Leikjasalur og næðisherbergi Það er líka sérstakt leiksvæði þar sem eru alls kyns tæki til að skemmta sér eins og fótboltaspil og íshokkíspil. Þar eru líka tölvuleikir. Íþróttafólkið getur bæði náð sér í næði í sérstökum herbergjum en einnig hitt annað íþróttafólk á svæðum fyrir fólk til að hittast og ræða málin. Það er því allt til alls fyrir besta íþróttafólk heims í Ólympíuþorpinu eins og sjá má í myndbandi Grikkjans hér fyrir neðan. @flymanolofly This is how Olympic athletes spend their day at the Olympic Village #olympics #olympicvillage #paris2024 #flymanolofly ♬ Shes homeless - ⭐️
Ólympíuleikar 2024 í París ÍSÍ Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Hefur enga trú lengur á Amorim Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Al Horford til Golden State Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Sjá meira