Bandarísku stelpurnar komu í mark á 3:49.63 mínútum og bættu heimsmet sitt frá því á HM í Suður-Kóreu 2019.
Í bandarísku sveitinni voru þær Regan Smith, Lilly King, Gretchen Walsh og Torri Huske.
Bandaríska sveitin var með mikla yfirburði í sundinu en það var hörð barátta um silfur og brons. Ástralía tók silfrið en Kína bronsið sem þýddi að þær kanadísku fara tómhentar heim.
Þetta eru áttundu gullverðlaun Bandaríkjamanna í sundi á þessum leikum og það er einu gulli meira en Ástralar unnu.
Kínverjar unnu rétt á undan sama boðsund hjá körlunum en þar urðu Bandaríkjamenn í öðru sæti en Frakkar tóku bronsið.
Fjögur heimsmet voru þar með sett í sundi á leikunum þar af tvö þeirra í dag.