Ræddu falsfréttir og samfélagsmiðla á neyðarfundi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2024 12:27 Yvette Cooper er innanríkisráðherra Bretlands. Hún hefur kallað eftir því að samfélagsmiðlafyrirtæki axli ábyrgð á fölskum upplýsingum sem ná þar flugi. AP Á annað hundrað hafa verið handteknir og fjöldi lögreglumanna slasast, í mótmælum hægri öfgamanna sem beinast gegn komu hælisleitenda til Bretlands. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hélt neyðarfund í morgun með svokallaðri Cobra-nefnd, vegna óeirðanna, en boðað er til Cobra-fundar þegar neyðarástand af einhverju tagi ríkir í Bretlandi. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem verður rætt á fundinum. Fyrir viku síðan gekk tæplega átján ára gamall karlmaður berserksgang á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi. Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára létu lífið. Í kjölfarið brutust út óeirðir í Southport, þar sem mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan mosku, og kveiktu meðal annars í lögreglubíl. Fljótlega voru mótmæli um allt land. Rangar upplýsingar fóru á flug Á samfélagsmiðlum hafa rangar upplýsingar um árásarmanninn náð miklu flugi. Falskar fréttir um að maðurinn hefði komið til landsins sem hælisleitandi í fyrra fóru eins og eldur um sinu. Til að stemma stigu við þessu nafngreindu dómstólar í Bretlandi árásarmanninn, þrátt fyrir að hann hafi verið undir lögaldri. Pilturinn heitir Axel Rudakubuna, og er fæddur í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem rætt var á Cobra-fundinum í morgun. Innanríkisráðherra Bretlands, Yvette Cooper, hefur kallað eftir því að fyrirtæki axli ábyrgð á fölskum upplýsingum í dreifingu á netinu. Þá sagði hún einnig að það væri engin afsökun fyrir ofbeldið sem átti sér stað um helgina, og boðaði harðar aðgerðir gegn þeim sem tóku þátt. John Healy, varnarmálaráðherra, segir að lögreglan hafi staðið sig vel í Yorkshire-héraði um helgina, og muni áfram að gæta öryggis fólks. „Það er ábyrgð lögreglunnar að vera fyrsti viðbragðsaðili, og eins og er hafa þau alla burði til þess að sinna hlutverki sínu, og lögreglan mun sjá til þess að fólk á svæðinu verði öruggt,“ segir John. Neitar tvískinnungi Keir Starmer, forsætisráðherra, svaraði því ekki hvort til stæði að kalla þing saman vegna óeirðanna. Hann sagði að forgangsatriði væri að sjá til þess að göturnar yrðu öruggar fyrir alla. Þá neitaði hann því að verið væri að bregðast harðar við en ef um óeirðir vinstri öfgamanna væri að ræða. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er ofbeldi. Við erum ekki að einblína á hvatana,“ sagði Starmer. Bretland Hnífaárás í Southport England Tengdar fréttir Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Fyrir viku síðan gekk tæplega átján ára gamall karlmaður berserksgang á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi. Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára létu lífið. Í kjölfarið brutust út óeirðir í Southport, þar sem mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan mosku, og kveiktu meðal annars í lögreglubíl. Fljótlega voru mótmæli um allt land. Rangar upplýsingar fóru á flug Á samfélagsmiðlum hafa rangar upplýsingar um árásarmanninn náð miklu flugi. Falskar fréttir um að maðurinn hefði komið til landsins sem hælisleitandi í fyrra fóru eins og eldur um sinu. Til að stemma stigu við þessu nafngreindu dómstólar í Bretlandi árásarmanninn, þrátt fyrir að hann hafi verið undir lögaldri. Pilturinn heitir Axel Rudakubuna, og er fæddur í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem rætt var á Cobra-fundinum í morgun. Innanríkisráðherra Bretlands, Yvette Cooper, hefur kallað eftir því að fyrirtæki axli ábyrgð á fölskum upplýsingum í dreifingu á netinu. Þá sagði hún einnig að það væri engin afsökun fyrir ofbeldið sem átti sér stað um helgina, og boðaði harðar aðgerðir gegn þeim sem tóku þátt. John Healy, varnarmálaráðherra, segir að lögreglan hafi staðið sig vel í Yorkshire-héraði um helgina, og muni áfram að gæta öryggis fólks. „Það er ábyrgð lögreglunnar að vera fyrsti viðbragðsaðili, og eins og er hafa þau alla burði til þess að sinna hlutverki sínu, og lögreglan mun sjá til þess að fólk á svæðinu verði öruggt,“ segir John. Neitar tvískinnungi Keir Starmer, forsætisráðherra, svaraði því ekki hvort til stæði að kalla þing saman vegna óeirðanna. Hann sagði að forgangsatriði væri að sjá til þess að göturnar yrðu öruggar fyrir alla. Þá neitaði hann því að verið væri að bregðast harðar við en ef um óeirðir vinstri öfgamanna væri að ræða. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er ofbeldi. Við erum ekki að einblína á hvatana,“ sagði Starmer.
Bretland Hnífaárás í Southport England Tengdar fréttir Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30