Kennedy yngri losaði sig við bjarnarhúnshræ í Central Park Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2024 19:22 Robert F. Kennedy yngri. getty Bandaríski forsetaframbjóðandinn Robert F. Kennedy yngri viðurkennir í myndbandi á X að hafa losað sig við bjarnarhúnshræ í almenningsgarðinum Central Park í New York fyrir tíu árum síðan. Atvikið vakti mikla athygli og furðu á sínum tíma. Kennedy virðist hafa birt umrætt myndband til þess að vera á undan fjölmiðlinum New Yorker til að greina frá málinu. New Yorker birti frétt um málið í dag þar sem haft er eftir ónefndum heimildamanni að Kennedy hafi staðið að verknaðinum. Í grein New Yorker birtist sömuleiðis mynd af Kennedy þar sem hann lætur eins og bjarnarhúnninn hafi bitið hönd hans. Looking forward to seeing how you spin this one, @NewYorker… pic.twitter.com/G13taEGzba— Robert F. Kennedy Jr (@RobertKennedyJr) August 4, 2024 Bæði Kennedy og New Yorker ber saman um forsögu málsins. Kennedy hafi verið að keyra á eftir konu sem keyrði óvart á bjarnarhún, á vegi skammt undan New York. Hann hafi fengið að geyma dýrið í skottinu með það í hyggju að húðfletta það og borða kjötið. Kennedy hafi haldið í samkvæmi lengra frá borginni og ekki komist heim með dýrið í tæka tíð. Þegar hann loks sneri aftur til New York hafi hann þurft að koma sér í flug og því þurft að losa sig við hræið. Þá hafi honum dottið í hug, vegna fjölda hjólaslysa í borginni árið 2014, að láta líta út fyrir að hjólreiðamaður hafi keyrt niður björninn. „Þannig við gerðum það og héldum að það yrði fyndið fyrir hvern þann sem myndi finna það, eða eitthvað. Næsta dag var þetta á hverri einustu sjónvarpsstöð. Þetta var á hverri forsíðu og þegar ég kveiki á sjónvarpinu er allt út í gulum borðum og tuttugu lögreglubílar, þyrlur á lofti og ég hugsa með mér, „guð minn góður, hvað hef ég gert?“ Sá sem fann bjarnarhræið var kona í göngu með hund sinn. Samkvæmt frétt NY Times um málið frá árinu 2014 hafði það verið skilið eftir undir runna ásamt yfirgefnu reiðhjóli. Blaðamaður NY Times, sem skrifaði fréttina Tatiana Schlossberg, er barnabarn John F Kennedy fyrrverandi Bandaríkjaforseta og því tengd Robert fjölskylduböndum. Hún hefur ekki svarað fyrirspurn Breska ríkisútvarpsins um málið. „Verður neikvæð frétt“ Í myndbandinu minnist Kennedy á að blaðamaður frá New Yorker hafi haft samband við sig, sem virðist einnig ástæða þess að hann greinir fyrst frá atvikinu. „Sem betur fer dó fréttin eftir smá, og hún var dauð í um áratug. New Yorker komst einhvern veginn að þessu og munu gera stóra frétt úr þessu. Þeir spurðu mig út í þetta. Þetta verður neikvæð frétt,“ sagði Kennedy hlæjandi í myndbandinu. Framboð Kennedy mátti ekki við neikvæðum fréttum í ljósi þess að honum hefur gengið verr í skoðanakönnunum frá því að Kamala Harris bauð sig fram fyrir Demókrataflokkinn. Þá hefur áheitum farið fækkandi. Hann býður sig fram sem óháður frambjóðandi og virðist samt sem áður hvergi af baki dottinn. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Kennedy virðist hafa birt umrætt myndband til þess að vera á undan fjölmiðlinum New Yorker til að greina frá málinu. New Yorker birti frétt um málið í dag þar sem haft er eftir ónefndum heimildamanni að Kennedy hafi staðið að verknaðinum. Í grein New Yorker birtist sömuleiðis mynd af Kennedy þar sem hann lætur eins og bjarnarhúnninn hafi bitið hönd hans. Looking forward to seeing how you spin this one, @NewYorker… pic.twitter.com/G13taEGzba— Robert F. Kennedy Jr (@RobertKennedyJr) August 4, 2024 Bæði Kennedy og New Yorker ber saman um forsögu málsins. Kennedy hafi verið að keyra á eftir konu sem keyrði óvart á bjarnarhún, á vegi skammt undan New York. Hann hafi fengið að geyma dýrið í skottinu með það í hyggju að húðfletta það og borða kjötið. Kennedy hafi haldið í samkvæmi lengra frá borginni og ekki komist heim með dýrið í tæka tíð. Þegar hann loks sneri aftur til New York hafi hann þurft að koma sér í flug og því þurft að losa sig við hræið. Þá hafi honum dottið í hug, vegna fjölda hjólaslysa í borginni árið 2014, að láta líta út fyrir að hjólreiðamaður hafi keyrt niður björninn. „Þannig við gerðum það og héldum að það yrði fyndið fyrir hvern þann sem myndi finna það, eða eitthvað. Næsta dag var þetta á hverri einustu sjónvarpsstöð. Þetta var á hverri forsíðu og þegar ég kveiki á sjónvarpinu er allt út í gulum borðum og tuttugu lögreglubílar, þyrlur á lofti og ég hugsa með mér, „guð minn góður, hvað hef ég gert?“ Sá sem fann bjarnarhræið var kona í göngu með hund sinn. Samkvæmt frétt NY Times um málið frá árinu 2014 hafði það verið skilið eftir undir runna ásamt yfirgefnu reiðhjóli. Blaðamaður NY Times, sem skrifaði fréttina Tatiana Schlossberg, er barnabarn John F Kennedy fyrrverandi Bandaríkjaforseta og því tengd Robert fjölskylduböndum. Hún hefur ekki svarað fyrirspurn Breska ríkisútvarpsins um málið. „Verður neikvæð frétt“ Í myndbandinu minnist Kennedy á að blaðamaður frá New Yorker hafi haft samband við sig, sem virðist einnig ástæða þess að hann greinir fyrst frá atvikinu. „Sem betur fer dó fréttin eftir smá, og hún var dauð í um áratug. New Yorker komst einhvern veginn að þessu og munu gera stóra frétt úr þessu. Þeir spurðu mig út í þetta. Þetta verður neikvæð frétt,“ sagði Kennedy hlæjandi í myndbandinu. Framboð Kennedy mátti ekki við neikvæðum fréttum í ljósi þess að honum hefur gengið verr í skoðanakönnunum frá því að Kamala Harris bauð sig fram fyrir Demókrataflokkinn. Þá hefur áheitum farið fækkandi. Hann býður sig fram sem óháður frambjóðandi og virðist samt sem áður hvergi af baki dottinn.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira