Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 10:29 Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hét stuðningsmönnum sínum því að fangelsa fleiri stjórnarandstæðinga sem andæfa kosningaúrslitunum á laugardag. AP/Matias Delacroix Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. Stjórnarandstaðan hafnar opinberum úrslitum yfirkjörstjórnar um að Maduro hafi unnið með ríflega helmingi atkvæða í forsetakosningunum sem fóru fram þarsíðasta sunnudag. Talningarblöð frá um áttatíu prósent kjörstaða sem hún hefur birt benda til þess að Edmundo González, mótframbjóðandi Maduro, hafi farið með sigur af hólmi. Yfirkjörstjórn hefur ekki birt talningargögn, ólíkt því sem hefur tíðast eftir fyrri kosningar. Maduro hefur hótað því að fangelsa González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og fóru þau bæði í felur í síðustu viku. Machado lét sjá sig á fjöldafundi stjórnarandstæðinga til þess að mótmæla kosningaúrslitunum í Caracas á laugardag. Nú segir Tarek William Saab, ríkissaksóknari Venesúela, að hann hafi sett af stað sakamálarannsókn á yfirlýsingum Machado og González um að þau séu raunverulegir sigurvegarar kosninganna. Hann vísar einnig til hvatningar þeirra til liðsmanna öryggissveita ríkisins um að þeir endurskoði stuðning sinn við stjórnvöld. „Við biðlum til samvisku hersins og lögreglu að þeir taki sér stöðu með þjóðinni og fjölskyldum sínum,“ sagði í yfirlýsingu Machado og González. „Við unnum vafalaust í þessum kosningum. Þetta var stórsigur. Nú er það upp á okkur öll komið að virða rödd þjóðarinnar.“ Sakar Saab stjórnarandstöðuleiðtogana um tilraun til valdarán og að dreifa fölskum upplýsingum til þess að valda „ótta og samsæri“, að sögn AP-fréttastofunnar. Að minnsta kosti ellefu manns hafa látið lífið og fleiri en tvö þúsund verið handteknir í tengslum við mótmæli gegn kosningaúrslitunum til þessa. Venesúela Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Stjórnarandstaðan hafnar opinberum úrslitum yfirkjörstjórnar um að Maduro hafi unnið með ríflega helmingi atkvæða í forsetakosningunum sem fóru fram þarsíðasta sunnudag. Talningarblöð frá um áttatíu prósent kjörstaða sem hún hefur birt benda til þess að Edmundo González, mótframbjóðandi Maduro, hafi farið með sigur af hólmi. Yfirkjörstjórn hefur ekki birt talningargögn, ólíkt því sem hefur tíðast eftir fyrri kosningar. Maduro hefur hótað því að fangelsa González og Maríu Corinu Machado, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og fóru þau bæði í felur í síðustu viku. Machado lét sjá sig á fjöldafundi stjórnarandstæðinga til þess að mótmæla kosningaúrslitunum í Caracas á laugardag. Nú segir Tarek William Saab, ríkissaksóknari Venesúela, að hann hafi sett af stað sakamálarannsókn á yfirlýsingum Machado og González um að þau séu raunverulegir sigurvegarar kosninganna. Hann vísar einnig til hvatningar þeirra til liðsmanna öryggissveita ríkisins um að þeir endurskoði stuðning sinn við stjórnvöld. „Við biðlum til samvisku hersins og lögreglu að þeir taki sér stöðu með þjóðinni og fjölskyldum sínum,“ sagði í yfirlýsingu Machado og González. „Við unnum vafalaust í þessum kosningum. Þetta var stórsigur. Nú er það upp á okkur öll komið að virða rödd þjóðarinnar.“ Sakar Saab stjórnarandstöðuleiðtogana um tilraun til valdarán og að dreifa fölskum upplýsingum til þess að valda „ótta og samsæri“, að sögn AP-fréttastofunnar. Að minnsta kosti ellefu manns hafa látið lífið og fleiri en tvö þúsund verið handteknir í tengslum við mótmæli gegn kosningaúrslitunum til þessa.
Venesúela Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira