„Alvöru úttekt“ verði gerð á máli Brákarborgar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 17:11 Einar Þorsteinsson segist líta málið alvarlegum augum. Vísir/Ívar Fannar Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa óskað eftir því að óháð úttekt verði gerð á málefnum leikskólans Brákarborgar og komist að því hvar ábyrgðin liggi. Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagðist líta það alvarlegum augum. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ segir Einar. Leikskólinn Brákarborg opnaði síðsumars 2022 við Kleppsveg, þar sem áður var húsnæði Adams og Evu, og hlaut þá hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Ýmsum foreldrum gramdist verðlaunaveitingin vegna þess að skólinn var þá ekki enn tilbúinn. Síðar kom í ljós að mistök hefðu verið gerð við byggingu hússins, reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki skólans hafi verið meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast. Þurfi að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur Einar segir að fyrstu viðbrögð borgarinnar við fréttunum hafi verið að útbúa áætlun til að koma þeim börnum sem áttu að vera í Brákarborg í haust fyrir annars staðar en stefnt er að því að færa starfsemi hennar tímabundið í skrifstofuhúsnæði í Ármúla. „Borgin býður út þetta verkefni og kaupir síðan sérstaklega eftirlitsaðila með verkefninu. Þrátt fyrir eftirlitið, þrátt fyrir að þeir sem bjóða í verkefnið og fá það uppfylli allar kröfur, þá gerist þetta,“ segir Einar og bætir við að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar muni annast það að gera óháða úttekt á málinu. Aðspurður segir hann það vera flókið að komast til botns í máli sem þessu. Framkvæmdin sé flókin. „Ég ætla ekkert að úttala mig um það hvar ábyrgðin liggur en eftir stendur að þarna voru gerð mistök. Það er alveg klárt. Við þurfum að finna út úr því hvar þau voru gerð og það er ekki gott að setja sig í dómarasætið áður en maður veit svörin,“ segir Einar. Nú fari málið innri endurskoðun hjá borginni og næstu skref verði tekin í samræmi við niðurstöður úttektarinnar. Vinna þegar hafin Hann segir að það sé „númer eitt, tvö og þrjú,“ að foreldrar viti að ekkert barn fer aftur inn í Brákarborg fyrr en húsið verði orðið öruggt og að þegar sé búið að hanna lausnir sem gengið verður í að útfæra strax. Þær feli í sér mikið rask á skólanum en þegar vinnan sé þegar hafin. „Við erum núna að forgangsraða öllum viðhaldsverkefnum þannig að við förum fyrst í þau þar sem ástand húsa ógnar öryggi barna og starfsfólks. Við förum samhliða í þau verkefni sem eru líkleg til þess að fjölga leikskólaplássum. Þannig alls staðar þar sem við förum í framkvæmdir förum við í leiðinni í framkvæmdir þar sem við getum tekið við fleiri börnum. Við erum að reyna að ná þessum tveimur markmiðum í einu að gera við skóla þar sem viðhaldið hefur verið ábótavant en um leið að fjölga leikskólaplássum,“ segir Einar. Aðspurður segist Einar ekki geta gefið upp neina nákvæma dagsetningu á því hvenær Brákarborg opnar en að það séu að lágmarki sex mánuðir í það. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Bítið Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagðist líta það alvarlegum augum. „Nú þurfum við að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur, hvar mistökin voru gerð, af hverju var burðarþolið ekki í lagi. Þarna eru börn inni og við gerum þá kröfu að þau séu í öruggu húsnæði. Ég lít svo á að þetta sé mjög alvarlegt mál og við ætlum að láta gera alvöru úttekt á því,“ segir Einar. Leikskólinn Brákarborg opnaði síðsumars 2022 við Kleppsveg, þar sem áður var húsnæði Adams og Evu, og hlaut þá hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Ýmsum foreldrum gramdist verðlaunaveitingin vegna þess að skólinn var þá ekki enn tilbúinn. Síðar kom í ljós að mistök hefðu verið gerð við byggingu hússins, reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki skólans hafi verið meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast. Þurfi að finna út úr því hvar ábyrgðin liggur Einar segir að fyrstu viðbrögð borgarinnar við fréttunum hafi verið að útbúa áætlun til að koma þeim börnum sem áttu að vera í Brákarborg í haust fyrir annars staðar en stefnt er að því að færa starfsemi hennar tímabundið í skrifstofuhúsnæði í Ármúla. „Borgin býður út þetta verkefni og kaupir síðan sérstaklega eftirlitsaðila með verkefninu. Þrátt fyrir eftirlitið, þrátt fyrir að þeir sem bjóða í verkefnið og fá það uppfylli allar kröfur, þá gerist þetta,“ segir Einar og bætir við að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar muni annast það að gera óháða úttekt á málinu. Aðspurður segir hann það vera flókið að komast til botns í máli sem þessu. Framkvæmdin sé flókin. „Ég ætla ekkert að úttala mig um það hvar ábyrgðin liggur en eftir stendur að þarna voru gerð mistök. Það er alveg klárt. Við þurfum að finna út úr því hvar þau voru gerð og það er ekki gott að setja sig í dómarasætið áður en maður veit svörin,“ segir Einar. Nú fari málið innri endurskoðun hjá borginni og næstu skref verði tekin í samræmi við niðurstöður úttektarinnar. Vinna þegar hafin Hann segir að það sé „númer eitt, tvö og þrjú,“ að foreldrar viti að ekkert barn fer aftur inn í Brákarborg fyrr en húsið verði orðið öruggt og að þegar sé búið að hanna lausnir sem gengið verður í að útfæra strax. Þær feli í sér mikið rask á skólanum en þegar vinnan sé þegar hafin. „Við erum núna að forgangsraða öllum viðhaldsverkefnum þannig að við förum fyrst í þau þar sem ástand húsa ógnar öryggi barna og starfsfólks. Við förum samhliða í þau verkefni sem eru líkleg til þess að fjölga leikskólaplássum. Þannig alls staðar þar sem við förum í framkvæmdir förum við í leiðinni í framkvæmdir þar sem við getum tekið við fleiri börnum. Við erum að reyna að ná þessum tveimur markmiðum í einu að gera við skóla þar sem viðhaldið hefur verið ábótavant en um leið að fjölga leikskólaplássum,“ segir Einar. Aðspurður segist Einar ekki geta gefið upp neina nákvæma dagsetningu á því hvenær Brákarborg opnar en að það séu að lágmarki sex mánuðir í það.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Bítið Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent