„Hefur verið minn dyggasti þjónn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2024 10:30 Arnar Gunnlaugsson segir sína menn klára í slaginn. Vísir/Arnar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir mikinn missi í Pablo Punyed sem sleit nýverið krossband. Þrátt fyrir meiðslavandræði ætla Víkingar sér sigur á Flora Tallinn í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Víkingur og Flora Tallinn mætast klukkan 18:15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þetta er stór stund fyrir okkur. Þetta er í annað skiptið sem við erum í þriðju umferð í Sambandsdeildinni. Síðast voru það hörkuleikir við Lech Poznan en núna er það Flora Tallinn sem er sögufrægur klúbbur í eistneskum fótbolta,“ segir Arnar um leik kvöldsins. En hvernig liði eru Víkingarnir að mæta? Klippa: „Hann hefur verið minn dyggasti þjónn“ „Þetta er 4-4-2 lið sem er ekkert ósvipað okkur varnarlega en eru með aðeins öðruvísi áherslur sóknarlega. Það hefur gengið illa að þeirra mati í deildinni heima fyrir í ár en eins og við þekkjum er stutt í að hjólin snúast þér í vil. Mögulega líta þeir á Evrópukeppnina á byrjunarreit til að snúa tímabilinu sér í vil. Við eigum von á erfiðum leik,“ segir Arnar í samtali við Stöð 2 Sport. Hörkuðu í gegnum vandræðin Það kom um tveggja vikna kafli þar sem Víkingum gekk illa að ná í úrslit og féllu þeir af þeim sökum úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu gegn Shamrock Rovers og töpuðu þá einnig fyrir KA í Bestu deildinni og fyrri leiknum við albönsku meistarana í Egnatia á Víkingsvelli. Síðan þá hefur liðið hins vegar unnið alla sína leiki, þar á meðal góðan 2-0 útisigur í Albaníu sem fleytti þeim áfram í einvígið við Flora Tallinn. „Það er mjög merkilegt hvernig þetta hefur gerst. Við vorum í sjálfu sér ekkert að spila illa en bara náðum ekki í úrslit. Svo bara breyttist þetta á 30. mínútu hérna gegn HK. Fram að því vorum við í brasi og skorum svo gott mark. Síðan þá hefur sólin skinið á Víkinga. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta er fljótt að snúast við,“ segir Arnar. Meiðslin að stríða Það er áhugavert hvað Víkingar hafa fundið góðan takt á miðað við hvað leikmenn liðsins hafa verið stráfelldir í meiðsli síðustu vikur. Matthías Vilhjálmsson, Nikolaj Hansen og Pablo Punyed eru allir frá. Aron Elís Þrándarson, Gunnar Vatnhamar og fleiri hafa einnig lent í meiðslum undanfarið. „Staðan gæti verið betri. Við fengum ömurlegar fréttir í gær með Pablo sem er virkilega sárt fyrir hans hönd. En svo kemur Tarik til okkar í gær líka, talandi um skin og skúrir, en hann verður í hóp á morgun,“ „Það verða örugglega fimm til sex sterkir leikmenn sem verða ekki í hóp. Það er bara eins og alltaf, svona er þetta bara. Það þýðir ekki að væla yfir því. Við erum með sterkan og breiðan hóp og leikmenn hafa stigið virkilega upp í fjarveru stórra pósta,“ segir Arnar. Hefur fulla trú á Pablo Verst sé að Pablo Punyed, sem hefur verið prímusmótorinn í spilamennsku Víkings undir stjórn Arnars undanfarin ár, sé með slitið krossband og frá fram á næstu leiktíð. „Þetta er bara ömurlegt. Hann hefur verið minn dyggasti þjónn og topp 2-3 kaup í sögu Víkings. Það hefur mjög mikil áhrif á okkar leik og valdamikill í klefanum líka sem ég trúi ekki öðru en hann verði áfram. Ef ég treysti einhverjum manni til að koma sterkur til baka eftir svona erfið meiðsli, þrátt fyrir hækkandi aldur, er það Pablo Punyed,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Víkingur og Flora Tallinn mætast klukkan 18:15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þetta er stór stund fyrir okkur. Þetta er í annað skiptið sem við erum í þriðju umferð í Sambandsdeildinni. Síðast voru það hörkuleikir við Lech Poznan en núna er það Flora Tallinn sem er sögufrægur klúbbur í eistneskum fótbolta,“ segir Arnar um leik kvöldsins. En hvernig liði eru Víkingarnir að mæta? Klippa: „Hann hefur verið minn dyggasti þjónn“ „Þetta er 4-4-2 lið sem er ekkert ósvipað okkur varnarlega en eru með aðeins öðruvísi áherslur sóknarlega. Það hefur gengið illa að þeirra mati í deildinni heima fyrir í ár en eins og við þekkjum er stutt í að hjólin snúast þér í vil. Mögulega líta þeir á Evrópukeppnina á byrjunarreit til að snúa tímabilinu sér í vil. Við eigum von á erfiðum leik,“ segir Arnar í samtali við Stöð 2 Sport. Hörkuðu í gegnum vandræðin Það kom um tveggja vikna kafli þar sem Víkingum gekk illa að ná í úrslit og féllu þeir af þeim sökum úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu gegn Shamrock Rovers og töpuðu þá einnig fyrir KA í Bestu deildinni og fyrri leiknum við albönsku meistarana í Egnatia á Víkingsvelli. Síðan þá hefur liðið hins vegar unnið alla sína leiki, þar á meðal góðan 2-0 útisigur í Albaníu sem fleytti þeim áfram í einvígið við Flora Tallinn. „Það er mjög merkilegt hvernig þetta hefur gerst. Við vorum í sjálfu sér ekkert að spila illa en bara náðum ekki í úrslit. Svo bara breyttist þetta á 30. mínútu hérna gegn HK. Fram að því vorum við í brasi og skorum svo gott mark. Síðan þá hefur sólin skinið á Víkinga. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta er fljótt að snúast við,“ segir Arnar. Meiðslin að stríða Það er áhugavert hvað Víkingar hafa fundið góðan takt á miðað við hvað leikmenn liðsins hafa verið stráfelldir í meiðsli síðustu vikur. Matthías Vilhjálmsson, Nikolaj Hansen og Pablo Punyed eru allir frá. Aron Elís Þrándarson, Gunnar Vatnhamar og fleiri hafa einnig lent í meiðslum undanfarið. „Staðan gæti verið betri. Við fengum ömurlegar fréttir í gær með Pablo sem er virkilega sárt fyrir hans hönd. En svo kemur Tarik til okkar í gær líka, talandi um skin og skúrir, en hann verður í hóp á morgun,“ „Það verða örugglega fimm til sex sterkir leikmenn sem verða ekki í hóp. Það er bara eins og alltaf, svona er þetta bara. Það þýðir ekki að væla yfir því. Við erum með sterkan og breiðan hóp og leikmenn hafa stigið virkilega upp í fjarveru stórra pósta,“ segir Arnar. Hefur fulla trú á Pablo Verst sé að Pablo Punyed, sem hefur verið prímusmótorinn í spilamennsku Víkings undir stjórn Arnars undanfarin ár, sé með slitið krossband og frá fram á næstu leiktíð. „Þetta er bara ömurlegt. Hann hefur verið minn dyggasti þjónn og topp 2-3 kaup í sögu Víkings. Það hefur mjög mikil áhrif á okkar leik og valdamikill í klefanum líka sem ég trúi ekki öðru en hann verði áfram. Ef ég treysti einhverjum manni til að koma sterkur til baka eftir svona erfið meiðsli, þrátt fyrir hækkandi aldur, er það Pablo Punyed,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira