„Hefur verið minn dyggasti þjónn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2024 10:30 Arnar Gunnlaugsson segir sína menn klára í slaginn. Vísir/Arnar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir mikinn missi í Pablo Punyed sem sleit nýverið krossband. Þrátt fyrir meiðslavandræði ætla Víkingar sér sigur á Flora Tallinn í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Víkingur og Flora Tallinn mætast klukkan 18:15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þetta er stór stund fyrir okkur. Þetta er í annað skiptið sem við erum í þriðju umferð í Sambandsdeildinni. Síðast voru það hörkuleikir við Lech Poznan en núna er það Flora Tallinn sem er sögufrægur klúbbur í eistneskum fótbolta,“ segir Arnar um leik kvöldsins. En hvernig liði eru Víkingarnir að mæta? Klippa: „Hann hefur verið minn dyggasti þjónn“ „Þetta er 4-4-2 lið sem er ekkert ósvipað okkur varnarlega en eru með aðeins öðruvísi áherslur sóknarlega. Það hefur gengið illa að þeirra mati í deildinni heima fyrir í ár en eins og við þekkjum er stutt í að hjólin snúast þér í vil. Mögulega líta þeir á Evrópukeppnina á byrjunarreit til að snúa tímabilinu sér í vil. Við eigum von á erfiðum leik,“ segir Arnar í samtali við Stöð 2 Sport. Hörkuðu í gegnum vandræðin Það kom um tveggja vikna kafli þar sem Víkingum gekk illa að ná í úrslit og féllu þeir af þeim sökum úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu gegn Shamrock Rovers og töpuðu þá einnig fyrir KA í Bestu deildinni og fyrri leiknum við albönsku meistarana í Egnatia á Víkingsvelli. Síðan þá hefur liðið hins vegar unnið alla sína leiki, þar á meðal góðan 2-0 útisigur í Albaníu sem fleytti þeim áfram í einvígið við Flora Tallinn. „Það er mjög merkilegt hvernig þetta hefur gerst. Við vorum í sjálfu sér ekkert að spila illa en bara náðum ekki í úrslit. Svo bara breyttist þetta á 30. mínútu hérna gegn HK. Fram að því vorum við í brasi og skorum svo gott mark. Síðan þá hefur sólin skinið á Víkinga. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta er fljótt að snúast við,“ segir Arnar. Meiðslin að stríða Það er áhugavert hvað Víkingar hafa fundið góðan takt á miðað við hvað leikmenn liðsins hafa verið stráfelldir í meiðsli síðustu vikur. Matthías Vilhjálmsson, Nikolaj Hansen og Pablo Punyed eru allir frá. Aron Elís Þrándarson, Gunnar Vatnhamar og fleiri hafa einnig lent í meiðslum undanfarið. „Staðan gæti verið betri. Við fengum ömurlegar fréttir í gær með Pablo sem er virkilega sárt fyrir hans hönd. En svo kemur Tarik til okkar í gær líka, talandi um skin og skúrir, en hann verður í hóp á morgun,“ „Það verða örugglega fimm til sex sterkir leikmenn sem verða ekki í hóp. Það er bara eins og alltaf, svona er þetta bara. Það þýðir ekki að væla yfir því. Við erum með sterkan og breiðan hóp og leikmenn hafa stigið virkilega upp í fjarveru stórra pósta,“ segir Arnar. Hefur fulla trú á Pablo Verst sé að Pablo Punyed, sem hefur verið prímusmótorinn í spilamennsku Víkings undir stjórn Arnars undanfarin ár, sé með slitið krossband og frá fram á næstu leiktíð. „Þetta er bara ömurlegt. Hann hefur verið minn dyggasti þjónn og topp 2-3 kaup í sögu Víkings. Það hefur mjög mikil áhrif á okkar leik og valdamikill í klefanum líka sem ég trúi ekki öðru en hann verði áfram. Ef ég treysti einhverjum manni til að koma sterkur til baka eftir svona erfið meiðsli, þrátt fyrir hækkandi aldur, er það Pablo Punyed,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjá meira
Víkingur og Flora Tallinn mætast klukkan 18:15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þetta er stór stund fyrir okkur. Þetta er í annað skiptið sem við erum í þriðju umferð í Sambandsdeildinni. Síðast voru það hörkuleikir við Lech Poznan en núna er það Flora Tallinn sem er sögufrægur klúbbur í eistneskum fótbolta,“ segir Arnar um leik kvöldsins. En hvernig liði eru Víkingarnir að mæta? Klippa: „Hann hefur verið minn dyggasti þjónn“ „Þetta er 4-4-2 lið sem er ekkert ósvipað okkur varnarlega en eru með aðeins öðruvísi áherslur sóknarlega. Það hefur gengið illa að þeirra mati í deildinni heima fyrir í ár en eins og við þekkjum er stutt í að hjólin snúast þér í vil. Mögulega líta þeir á Evrópukeppnina á byrjunarreit til að snúa tímabilinu sér í vil. Við eigum von á erfiðum leik,“ segir Arnar í samtali við Stöð 2 Sport. Hörkuðu í gegnum vandræðin Það kom um tveggja vikna kafli þar sem Víkingum gekk illa að ná í úrslit og féllu þeir af þeim sökum úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu gegn Shamrock Rovers og töpuðu þá einnig fyrir KA í Bestu deildinni og fyrri leiknum við albönsku meistarana í Egnatia á Víkingsvelli. Síðan þá hefur liðið hins vegar unnið alla sína leiki, þar á meðal góðan 2-0 útisigur í Albaníu sem fleytti þeim áfram í einvígið við Flora Tallinn. „Það er mjög merkilegt hvernig þetta hefur gerst. Við vorum í sjálfu sér ekkert að spila illa en bara náðum ekki í úrslit. Svo bara breyttist þetta á 30. mínútu hérna gegn HK. Fram að því vorum við í brasi og skorum svo gott mark. Síðan þá hefur sólin skinið á Víkinga. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta er fljótt að snúast við,“ segir Arnar. Meiðslin að stríða Það er áhugavert hvað Víkingar hafa fundið góðan takt á miðað við hvað leikmenn liðsins hafa verið stráfelldir í meiðsli síðustu vikur. Matthías Vilhjálmsson, Nikolaj Hansen og Pablo Punyed eru allir frá. Aron Elís Þrándarson, Gunnar Vatnhamar og fleiri hafa einnig lent í meiðslum undanfarið. „Staðan gæti verið betri. Við fengum ömurlegar fréttir í gær með Pablo sem er virkilega sárt fyrir hans hönd. En svo kemur Tarik til okkar í gær líka, talandi um skin og skúrir, en hann verður í hóp á morgun,“ „Það verða örugglega fimm til sex sterkir leikmenn sem verða ekki í hóp. Það er bara eins og alltaf, svona er þetta bara. Það þýðir ekki að væla yfir því. Við erum með sterkan og breiðan hóp og leikmenn hafa stigið virkilega upp í fjarveru stórra pósta,“ segir Arnar. Hefur fulla trú á Pablo Verst sé að Pablo Punyed, sem hefur verið prímusmótorinn í spilamennsku Víkings undir stjórn Arnars undanfarin ár, sé með slitið krossband og frá fram á næstu leiktíð. „Þetta er bara ömurlegt. Hann hefur verið minn dyggasti þjónn og topp 2-3 kaup í sögu Víkings. Það hefur mjög mikil áhrif á okkar leik og valdamikill í klefanum líka sem ég trúi ekki öðru en hann verði áfram. Ef ég treysti einhverjum manni til að koma sterkur til baka eftir svona erfið meiðsli, þrátt fyrir hækkandi aldur, er það Pablo Punyed,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn