„Komin í hóp fullorðnu félaganna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. ágúst 2024 14:20 Einar Örn Ólafsson, forstjóri félagsins, segir skráningu Play á aðalmarkað marka tímamót í sögu félagsins. Mynd/Kauphöll Íslands Viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Play á aðalmarkaði í Kauphöll hófust í morgun. Forstjóri félagsins segir skráningu þess á aðalmarkað vera þroskamerki fyrir félagið. Breytingar verða gerðar á leiðakerfi félagsins í haust sem fela meðal annars í sér fækkun ferða til Ameríku. Fram kom í afkomutilkynningu frá Play í febrúar að undirbúningur við að skrá félagið í Kauphöllina væri hafin. Ráðgert væri að yfirfærslan gæti átt sér stað á fyrri helmingi ársins. Það náðist ekki en skráning flugfélagsins Play á aðalmarkað Kauphallar varð að veruleika í morgun. Félagið hefur verið skráð á First North markaðinn en munurinn á First North og aðalmarkaði liggur meðal annars í regluverkinu, en meiri kröfur eru gerðar til félaga á Aðalmarkað. First North er ætlaður minni og meðalstórum fyrirtækjum en fyrirtæki á Aðalmarkaði þurfa að hafa að minnsta kosti þriggja ára rekstrarsögu og gerð er krafa um dreifðara eignarhald. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir skráningu á aðalmarkað marka tímamót í sögu félagsins. „Félagið hefur svo sem verið skráð á markað og löngum hagað sér eins og við værum kannski á stærri markaði en First North. En þetta er þó framfaraskref, það eru meiri kröfur gerðar til okkar á aðalmarkaðnum og við erum þá komin í hóp þessara fullorðnu félaga sem eru einmitt á aðalmarkaðnum og erum ekki lengur í þessum byrjunarfasa sem við höfum verið í síðustu þrjú árin. Þannig það má segja að þetta sé einhvers konar þroskamerki,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Skráningu á aðalmarkað fylgi auknar kröfur sem feli í sér aukna vernd fyrir hluthafa. Þá hefur hann væntingar um að þessi skráning verði til þess að fleiri fjárfestar komi að borðinu. „Mögulega eru einhverjir fjárfestar sem ekki hafa viljað eða getað verið með okkur þegar við höfum verið á þessum minni markaði sem að sjá ástæðu til að endurskoða það núna þegar við erum komin á aðalmarkað,“ segir Einar. Fækka ferðum vestur um haf Play tapaði rúmum milljarði króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs en Einar Örn segir stöðu flugfélagsins engu að síður trausta. Þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða með það fyrir augum að draga úr rekstrarkostnaði. Meðal annars eru breytingar á leiðakerfi fyrirhugaðar í haust. „Félagið hefur auðvitað verið í vaxtarfasa síðustu árin og nú er komið að aðeins meiri stöðugleika hjá okkur og við erum alltaf að skoða hvaða leiðir ganga best og hvaða leiðir ganga verr hjá okkur. Núna undanfarið höfum við séð töluvert mikið framboð á Atlantshafinu þannig að það sem við höfum ákveðið að gera frá og með haustinu er að draga aðeins úr umsvifum okkar á Atlantshafinu en auka þá frekar umsvifin til sólarlanda eða í áttina að Miðjarðarhafinu. Það er áhersla sem við erum aðeins að breyta,“ segir Einar. „Svo erum við auðvitað alltaf að leita leiða til að draga úr kostnaði við rekstur félagsins og núna þegar hinn öri vöxtur er að nokkru leyti að baki þá hefur gefist talsvert ráðrúm til þess að rýna betur í reksturinn og við erum að ná alls konar kostnaðarliðum niður, færa þá til betri vegar,“ segir Einar. Play Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Fram kom í afkomutilkynningu frá Play í febrúar að undirbúningur við að skrá félagið í Kauphöllina væri hafin. Ráðgert væri að yfirfærslan gæti átt sér stað á fyrri helmingi ársins. Það náðist ekki en skráning flugfélagsins Play á aðalmarkað Kauphallar varð að veruleika í morgun. Félagið hefur verið skráð á First North markaðinn en munurinn á First North og aðalmarkaði liggur meðal annars í regluverkinu, en meiri kröfur eru gerðar til félaga á Aðalmarkað. First North er ætlaður minni og meðalstórum fyrirtækjum en fyrirtæki á Aðalmarkaði þurfa að hafa að minnsta kosti þriggja ára rekstrarsögu og gerð er krafa um dreifðara eignarhald. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir skráningu á aðalmarkað marka tímamót í sögu félagsins. „Félagið hefur svo sem verið skráð á markað og löngum hagað sér eins og við værum kannski á stærri markaði en First North. En þetta er þó framfaraskref, það eru meiri kröfur gerðar til okkar á aðalmarkaðnum og við erum þá komin í hóp þessara fullorðnu félaga sem eru einmitt á aðalmarkaðnum og erum ekki lengur í þessum byrjunarfasa sem við höfum verið í síðustu þrjú árin. Þannig það má segja að þetta sé einhvers konar þroskamerki,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Skráningu á aðalmarkað fylgi auknar kröfur sem feli í sér aukna vernd fyrir hluthafa. Þá hefur hann væntingar um að þessi skráning verði til þess að fleiri fjárfestar komi að borðinu. „Mögulega eru einhverjir fjárfestar sem ekki hafa viljað eða getað verið með okkur þegar við höfum verið á þessum minni markaði sem að sjá ástæðu til að endurskoða það núna þegar við erum komin á aðalmarkað,“ segir Einar. Fækka ferðum vestur um haf Play tapaði rúmum milljarði króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs en Einar Örn segir stöðu flugfélagsins engu að síður trausta. Þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða með það fyrir augum að draga úr rekstrarkostnaði. Meðal annars eru breytingar á leiðakerfi fyrirhugaðar í haust. „Félagið hefur auðvitað verið í vaxtarfasa síðustu árin og nú er komið að aðeins meiri stöðugleika hjá okkur og við erum alltaf að skoða hvaða leiðir ganga best og hvaða leiðir ganga verr hjá okkur. Núna undanfarið höfum við séð töluvert mikið framboð á Atlantshafinu þannig að það sem við höfum ákveðið að gera frá og með haustinu er að draga aðeins úr umsvifum okkar á Atlantshafinu en auka þá frekar umsvifin til sólarlanda eða í áttina að Miðjarðarhafinu. Það er áhersla sem við erum aðeins að breyta,“ segir Einar. „Svo erum við auðvitað alltaf að leita leiða til að draga úr kostnaði við rekstur félagsins og núna þegar hinn öri vöxtur er að nokkru leyti að baki þá hefur gefist talsvert ráðrúm til þess að rýna betur í reksturinn og við erum að ná alls konar kostnaðarliðum niður, færa þá til betri vegar,“ segir Einar.
Play Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira