„Komin í hóp fullorðnu félaganna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. ágúst 2024 14:20 Einar Örn Ólafsson, forstjóri félagsins, segir skráningu Play á aðalmarkað marka tímamót í sögu félagsins. Mynd/Kauphöll Íslands Viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Play á aðalmarkaði í Kauphöll hófust í morgun. Forstjóri félagsins segir skráningu þess á aðalmarkað vera þroskamerki fyrir félagið. Breytingar verða gerðar á leiðakerfi félagsins í haust sem fela meðal annars í sér fækkun ferða til Ameríku. Fram kom í afkomutilkynningu frá Play í febrúar að undirbúningur við að skrá félagið í Kauphöllina væri hafin. Ráðgert væri að yfirfærslan gæti átt sér stað á fyrri helmingi ársins. Það náðist ekki en skráning flugfélagsins Play á aðalmarkað Kauphallar varð að veruleika í morgun. Félagið hefur verið skráð á First North markaðinn en munurinn á First North og aðalmarkaði liggur meðal annars í regluverkinu, en meiri kröfur eru gerðar til félaga á Aðalmarkað. First North er ætlaður minni og meðalstórum fyrirtækjum en fyrirtæki á Aðalmarkaði þurfa að hafa að minnsta kosti þriggja ára rekstrarsögu og gerð er krafa um dreifðara eignarhald. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir skráningu á aðalmarkað marka tímamót í sögu félagsins. „Félagið hefur svo sem verið skráð á markað og löngum hagað sér eins og við værum kannski á stærri markaði en First North. En þetta er þó framfaraskref, það eru meiri kröfur gerðar til okkar á aðalmarkaðnum og við erum þá komin í hóp þessara fullorðnu félaga sem eru einmitt á aðalmarkaðnum og erum ekki lengur í þessum byrjunarfasa sem við höfum verið í síðustu þrjú árin. Þannig það má segja að þetta sé einhvers konar þroskamerki,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Skráningu á aðalmarkað fylgi auknar kröfur sem feli í sér aukna vernd fyrir hluthafa. Þá hefur hann væntingar um að þessi skráning verði til þess að fleiri fjárfestar komi að borðinu. „Mögulega eru einhverjir fjárfestar sem ekki hafa viljað eða getað verið með okkur þegar við höfum verið á þessum minni markaði sem að sjá ástæðu til að endurskoða það núna þegar við erum komin á aðalmarkað,“ segir Einar. Fækka ferðum vestur um haf Play tapaði rúmum milljarði króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs en Einar Örn segir stöðu flugfélagsins engu að síður trausta. Þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða með það fyrir augum að draga úr rekstrarkostnaði. Meðal annars eru breytingar á leiðakerfi fyrirhugaðar í haust. „Félagið hefur auðvitað verið í vaxtarfasa síðustu árin og nú er komið að aðeins meiri stöðugleika hjá okkur og við erum alltaf að skoða hvaða leiðir ganga best og hvaða leiðir ganga verr hjá okkur. Núna undanfarið höfum við séð töluvert mikið framboð á Atlantshafinu þannig að það sem við höfum ákveðið að gera frá og með haustinu er að draga aðeins úr umsvifum okkar á Atlantshafinu en auka þá frekar umsvifin til sólarlanda eða í áttina að Miðjarðarhafinu. Það er áhersla sem við erum aðeins að breyta,“ segir Einar. „Svo erum við auðvitað alltaf að leita leiða til að draga úr kostnaði við rekstur félagsins og núna þegar hinn öri vöxtur er að nokkru leyti að baki þá hefur gefist talsvert ráðrúm til þess að rýna betur í reksturinn og við erum að ná alls konar kostnaðarliðum niður, færa þá til betri vegar,“ segir Einar. Play Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Fram kom í afkomutilkynningu frá Play í febrúar að undirbúningur við að skrá félagið í Kauphöllina væri hafin. Ráðgert væri að yfirfærslan gæti átt sér stað á fyrri helmingi ársins. Það náðist ekki en skráning flugfélagsins Play á aðalmarkað Kauphallar varð að veruleika í morgun. Félagið hefur verið skráð á First North markaðinn en munurinn á First North og aðalmarkaði liggur meðal annars í regluverkinu, en meiri kröfur eru gerðar til félaga á Aðalmarkað. First North er ætlaður minni og meðalstórum fyrirtækjum en fyrirtæki á Aðalmarkaði þurfa að hafa að minnsta kosti þriggja ára rekstrarsögu og gerð er krafa um dreifðara eignarhald. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir skráningu á aðalmarkað marka tímamót í sögu félagsins. „Félagið hefur svo sem verið skráð á markað og löngum hagað sér eins og við værum kannski á stærri markaði en First North. En þetta er þó framfaraskref, það eru meiri kröfur gerðar til okkar á aðalmarkaðnum og við erum þá komin í hóp þessara fullorðnu félaga sem eru einmitt á aðalmarkaðnum og erum ekki lengur í þessum byrjunarfasa sem við höfum verið í síðustu þrjú árin. Þannig það má segja að þetta sé einhvers konar þroskamerki,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Skráningu á aðalmarkað fylgi auknar kröfur sem feli í sér aukna vernd fyrir hluthafa. Þá hefur hann væntingar um að þessi skráning verði til þess að fleiri fjárfestar komi að borðinu. „Mögulega eru einhverjir fjárfestar sem ekki hafa viljað eða getað verið með okkur þegar við höfum verið á þessum minni markaði sem að sjá ástæðu til að endurskoða það núna þegar við erum komin á aðalmarkað,“ segir Einar. Fækka ferðum vestur um haf Play tapaði rúmum milljarði króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs en Einar Örn segir stöðu flugfélagsins engu að síður trausta. Þegar hafi verið gripið til ýmissa aðgerða með það fyrir augum að draga úr rekstrarkostnaði. Meðal annars eru breytingar á leiðakerfi fyrirhugaðar í haust. „Félagið hefur auðvitað verið í vaxtarfasa síðustu árin og nú er komið að aðeins meiri stöðugleika hjá okkur og við erum alltaf að skoða hvaða leiðir ganga best og hvaða leiðir ganga verr hjá okkur. Núna undanfarið höfum við séð töluvert mikið framboð á Atlantshafinu þannig að það sem við höfum ákveðið að gera frá og með haustinu er að draga aðeins úr umsvifum okkar á Atlantshafinu en auka þá frekar umsvifin til sólarlanda eða í áttina að Miðjarðarhafinu. Það er áhersla sem við erum aðeins að breyta,“ segir Einar. „Svo erum við auðvitað alltaf að leita leiða til að draga úr kostnaði við rekstur félagsins og núna þegar hinn öri vöxtur er að nokkru leyti að baki þá hefur gefist talsvert ráðrúm til þess að rýna betur í reksturinn og við erum að ná alls konar kostnaðarliðum niður, færa þá til betri vegar,“ segir Einar.
Play Kauphöllin Fréttir af flugi Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira