Þakka skilningsríkum foreldrum og gætu leitað réttar síns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2024 20:49 Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi hafa skipst á skoðunum um stöðuna á Brákarborg á vefmiðlum og samfélagsmiðlum í dag. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segist finna fyrir miklum skilningi foreldra barna á leikskólanum Brákarborg. Hann gefur lítið fyrir orð borgarfulltrúa um gettóumhverfi í Ármúla þar sem börnin fá inni til bráðabirgða. Borgin hafi til skoðunar að leita réttar síns. Foreldrar barnanna fengu tölvupóst frá Reykjavíkurborg síðustu vikuna í júlí þess efnis að starfsemi leikskólans yrði færð yfir í húsnæði við Ármúla 28-30 á meðan unnið væri að viðgerð á húsnæði Brákarborgar við Kleppsveg. Fulltrúar Reykjavíkurborgar funduðu með foreldrum í dag en sumir þeirra hafa lýst yfir mikilli óánægju með stöðuna sem upp er komin. „Ég heyri ekki annað en að foreldrar séu bara mjög skilningsríkir varðandi þessa stöðu sem upp er komin og ég er bara mjög þakklátur þeim fyrir það og líka starfsfólki Brákarborgar sem þarf að búa við þessa stöðu að þurfa að fara úr þessum skóla stuttu eftir að hann er opnaður,“ segir Einar. Rætt var við Einar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Friðjón Friðjónsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í minnihluta borgarstjórnar. Hann segir borgarstjórn bera ábyrgð á stöðunni sem upp sé komin. Úttektir verkfræðistofa benda til þess að mistök hafi verið gerð við hönnun á þaki leikskólans. Burðarvirkið valdi ekki álagi á þakinu. „Brákarborg er ekki boðleg fyrir börn að vera í. Hver ber ábyrgðina? Á endanum er það náttúrulega stjórnsýslan og borgarstjórn. Það er að segja við getum farið í þessa athugun og skoðað hver gerði einhver ákveðin mistök en á endanum þá er það borgarstjóri,“ segir Friðjón. Halda þurfi meirihlutanum við efnið. Ýta á þau. „Þannig að þau klári og börnin komist sem fyrst inn á alvöru leikskóla en séu ekki hérna í einhverju gettó-umhverfi.“ Einar gefur lítið fyrir orðaval Friðjóns um bráðabirgðahúsnæðið. „Ég veit ekki alveg hvaða einleik þessi borgarfulltrúi Friðjón er með annan en þann að vera einhvern veginn púkinn á fjósbitanum. Að hlakka yfir óförum borgarinnar þegar það kemur eitthvað svona upp,“ segir Einar. „Við erum bara einfaldlega að reyna að leysa vandamálin sem upp koma í borginni. Í sumar þegar þessi staða teiknaðist upp, við fengum upplýsingar um að það væru sprungur í veggjum, var einfaldlega farið í það að kalla alla heim úr sumarfríi, farið í það að gera plan og það gekk út á það að koma börnunum í leikskólann. Því það er það sem foreldrar vilja og það sem börnin þurfa. Nú er það að teiknast upp að seinkun þessara barna inn í skólann verður ekki nema tveir dagar, það lítur úr fyrir það, nú eftir sumarfrí. Það er bara frábær árangur. Það verður rúmt um þessi börn í Ármúlanum,“ segir Einar og áréttar að um bráðabirgðahúsnæði sé að ræða. Hann telur umhverfið nógu gott fyrir börnin og gefur lítið fyrir gettótal Friðjóns. „Þetta er bara pólitík og ég held að borgarbúar hafi engan áhuga á því að ég sé að slást við einhvern borgarfulltrúa um þetta heldur reyna að leysa málið og koma börnunum á leikskóla. Það er að ganga mjög vel og verður tímabundin ráðstöfun. Það verður rúmt um börnin og þarna eru arkitektar og smiðir að gera þetta fallegt og vel. Ég er sannfærður um að þetta verði borginni til sóma þegar þetta er tilbúið.“ Hann vill ekki spá fyrir um hve lengi börnin á Brákarborg verði í Ármúla. „Ég ætla ekki að segja til um það. Aðalatriðið er það að farið var strax í það að laga Brákarborg. Það er komið plan hvernig á að gera það og það er í algjörum forgangi. Síðan er það annað mál að auðvitað þurfum við að fara í alvöru úttekt á því hvað gerðist þarna. Hver ber ábyrgð á því að skóli sem er byggður er ónothæfur einu og hálfu ári eftir að hann er opnaður.“ Borgin útiloki ekki að sækja skaðabætur vegna málsins. „Fyrst þurfum við að vita hvað gerðist. Þetta er óásættanlegt og það var ákveðið að fara í þessa framkvæmd á síðasta kjörtímabili. Taka tvö gömul hús, gera upp og gera leikskóla úr því. Nú sitjum við uppi með þessa stöðu. Við þurfum að finna út úr því hvar mistökin voru gerð og að sjálfsögðu leitum við okkar réttar ef það er hjá þeim aðilum sem við erum að skipta við. Ef það er eitthvað hjá borginni sem klikkaði förum við að sjálfsögðu í það líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að Einar hefði sjálfur fundað með foreldrum en hið rétta er að það voru fulltrúar borgarinnar á skóla- og frístundasviði auk starfsfólks af umhverfis- og skipulagssviði sem fundaði með þeim. Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Tengdar fréttir „Það má alveg stríða pínulítið“ Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að um góðlátlegt grín hafi verið að ræða, þegar hann sagðist vilja „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum borgarinnar“ í gær. Friðjón var þar að vísa í viðtal við Einar, sem kvaðst hafa óskað eftir alvöru úttekt á Brákarborgarmálinu. 8. ágúst 2024 13:47 Vill „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýnir orð Einars Þorsteinassonar borgarstjóra um að ráðist verði í „alvöru úttekt“ á máli leikskólans Brákarborgar. 7. ágúst 2024 23:06 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
Foreldrar barnanna fengu tölvupóst frá Reykjavíkurborg síðustu vikuna í júlí þess efnis að starfsemi leikskólans yrði færð yfir í húsnæði við Ármúla 28-30 á meðan unnið væri að viðgerð á húsnæði Brákarborgar við Kleppsveg. Fulltrúar Reykjavíkurborgar funduðu með foreldrum í dag en sumir þeirra hafa lýst yfir mikilli óánægju með stöðuna sem upp er komin. „Ég heyri ekki annað en að foreldrar séu bara mjög skilningsríkir varðandi þessa stöðu sem upp er komin og ég er bara mjög þakklátur þeim fyrir það og líka starfsfólki Brákarborgar sem þarf að búa við þessa stöðu að þurfa að fara úr þessum skóla stuttu eftir að hann er opnaður,“ segir Einar. Rætt var við Einar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Friðjón Friðjónsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í minnihluta borgarstjórnar. Hann segir borgarstjórn bera ábyrgð á stöðunni sem upp sé komin. Úttektir verkfræðistofa benda til þess að mistök hafi verið gerð við hönnun á þaki leikskólans. Burðarvirkið valdi ekki álagi á þakinu. „Brákarborg er ekki boðleg fyrir börn að vera í. Hver ber ábyrgðina? Á endanum er það náttúrulega stjórnsýslan og borgarstjórn. Það er að segja við getum farið í þessa athugun og skoðað hver gerði einhver ákveðin mistök en á endanum þá er það borgarstjóri,“ segir Friðjón. Halda þurfi meirihlutanum við efnið. Ýta á þau. „Þannig að þau klári og börnin komist sem fyrst inn á alvöru leikskóla en séu ekki hérna í einhverju gettó-umhverfi.“ Einar gefur lítið fyrir orðaval Friðjóns um bráðabirgðahúsnæðið. „Ég veit ekki alveg hvaða einleik þessi borgarfulltrúi Friðjón er með annan en þann að vera einhvern veginn púkinn á fjósbitanum. Að hlakka yfir óförum borgarinnar þegar það kemur eitthvað svona upp,“ segir Einar. „Við erum bara einfaldlega að reyna að leysa vandamálin sem upp koma í borginni. Í sumar þegar þessi staða teiknaðist upp, við fengum upplýsingar um að það væru sprungur í veggjum, var einfaldlega farið í það að kalla alla heim úr sumarfríi, farið í það að gera plan og það gekk út á það að koma börnunum í leikskólann. Því það er það sem foreldrar vilja og það sem börnin þurfa. Nú er það að teiknast upp að seinkun þessara barna inn í skólann verður ekki nema tveir dagar, það lítur úr fyrir það, nú eftir sumarfrí. Það er bara frábær árangur. Það verður rúmt um þessi börn í Ármúlanum,“ segir Einar og áréttar að um bráðabirgðahúsnæði sé að ræða. Hann telur umhverfið nógu gott fyrir börnin og gefur lítið fyrir gettótal Friðjóns. „Þetta er bara pólitík og ég held að borgarbúar hafi engan áhuga á því að ég sé að slást við einhvern borgarfulltrúa um þetta heldur reyna að leysa málið og koma börnunum á leikskóla. Það er að ganga mjög vel og verður tímabundin ráðstöfun. Það verður rúmt um börnin og þarna eru arkitektar og smiðir að gera þetta fallegt og vel. Ég er sannfærður um að þetta verði borginni til sóma þegar þetta er tilbúið.“ Hann vill ekki spá fyrir um hve lengi börnin á Brákarborg verði í Ármúla. „Ég ætla ekki að segja til um það. Aðalatriðið er það að farið var strax í það að laga Brákarborg. Það er komið plan hvernig á að gera það og það er í algjörum forgangi. Síðan er það annað mál að auðvitað þurfum við að fara í alvöru úttekt á því hvað gerðist þarna. Hver ber ábyrgð á því að skóli sem er byggður er ónothæfur einu og hálfu ári eftir að hann er opnaður.“ Borgin útiloki ekki að sækja skaðabætur vegna málsins. „Fyrst þurfum við að vita hvað gerðist. Þetta er óásættanlegt og það var ákveðið að fara í þessa framkvæmd á síðasta kjörtímabili. Taka tvö gömul hús, gera upp og gera leikskóla úr því. Nú sitjum við uppi með þessa stöðu. Við þurfum að finna út úr því hvar mistökin voru gerð og að sjálfsögðu leitum við okkar réttar ef það er hjá þeim aðilum sem við erum að skipta við. Ef það er eitthvað hjá borginni sem klikkaði förum við að sjálfsögðu í það líka.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að Einar hefði sjálfur fundað með foreldrum en hið rétta er að það voru fulltrúar borgarinnar á skóla- og frístundasviði auk starfsfólks af umhverfis- og skipulagssviði sem fundaði með þeim.
Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Tengdar fréttir „Það má alveg stríða pínulítið“ Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að um góðlátlegt grín hafi verið að ræða, þegar hann sagðist vilja „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum borgarinnar“ í gær. Friðjón var þar að vísa í viðtal við Einar, sem kvaðst hafa óskað eftir alvöru úttekt á Brákarborgarmálinu. 8. ágúst 2024 13:47 Vill „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýnir orð Einars Þorsteinassonar borgarstjóra um að ráðist verði í „alvöru úttekt“ á máli leikskólans Brákarborgar. 7. ágúst 2024 23:06 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Sjá meira
„Það má alveg stríða pínulítið“ Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að um góðlátlegt grín hafi verið að ræða, þegar hann sagðist vilja „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum borgarinnar“ í gær. Friðjón var þar að vísa í viðtal við Einar, sem kvaðst hafa óskað eftir alvöru úttekt á Brákarborgarmálinu. 8. ágúst 2024 13:47
Vill „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum“ Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, gagnrýnir orð Einars Þorsteinassonar borgarstjóra um að ráðist verði í „alvöru úttekt“ á máli leikskólans Brákarborgar. 7. ágúst 2024 23:06