Daley hættur að dýfa sér í sundlaugar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2024 21:30 Hefur lagt sundskýluna á hilluna, allavega þegar kemur að keppni í dýfingum. Mike Egerton/Getty Images Eftir sína fimmtu Ólympíuleika, þar sem hann nældi sér í silfur, hefur Tom Daley ákveðið að hætta að stinga sér til sunds. Frá þessu er greint á vef Sky Sports. Hinn þrítugi Daley hafði lagt dýfingar í sundlaug á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó, þar sem hann vann til gullverðlauna, en sneri aftur eftir tveggja ára hlé í aðdraganda leikanna sem hafa farið fram í París undanfarnar vikur. Þar nældi hann í silfurverðlaun ásamt liðsfélaga sínum Noah Williams í samhæfðum dýfingum karla. Lance Black, eiginmaður Daley, og synir hans tveir voru meðal áhorfenda þegar kappinn vann til silfurverðlauna þann 29. júlí síðastliðinn. Segir hann það vera helstu ástæðuna fyrir endurkomu sinni. „Þetta er allt heldur súrrealískt,“ sagði Daley í viðtali við eftir að leikunum var lokið. „Ég var svo ótrúlega stressaður vitandi að þetta væru mínir síðustu Ólympíuleikar. Það var mikil pressa og háar væntingar. Ég var spenntur fyrir endinum en þegar ég gekk út og sá eiginmann, börn, vini og fjölskyldu þá mundi ég af hverju ég geri þetta.“ „Sama hvað hefði gerst í keppninni sjálfri þá hefði ég alltaf farið heim glaður,“ sagði Daley að endingu. This is an emotional watch! Tom Daley spoke to the BBC moments after announcing he will retire from diving. #BBCOlympics #Olympics #Paris2024 pic.twitter.com/hZfHABBpN0— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2024 Daley, sem keppti fyrst á Ólympíuleikunum í Peking 2008 aðeins 14 ára gamall, endar ferilinn með fimm Ólympíuverðlaun. Hann vann til bronsverðlauna í London 2012 og Ríó 2016 sem og í einstaklingskeppni í Tókýó ásamt gullinu sem hann vann í samhæfðum stökkvum. Sund Ólympíuleikar Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Hinn þrítugi Daley hafði lagt dýfingar í sundlaug á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó, þar sem hann vann til gullverðlauna, en sneri aftur eftir tveggja ára hlé í aðdraganda leikanna sem hafa farið fram í París undanfarnar vikur. Þar nældi hann í silfurverðlaun ásamt liðsfélaga sínum Noah Williams í samhæfðum dýfingum karla. Lance Black, eiginmaður Daley, og synir hans tveir voru meðal áhorfenda þegar kappinn vann til silfurverðlauna þann 29. júlí síðastliðinn. Segir hann það vera helstu ástæðuna fyrir endurkomu sinni. „Þetta er allt heldur súrrealískt,“ sagði Daley í viðtali við eftir að leikunum var lokið. „Ég var svo ótrúlega stressaður vitandi að þetta væru mínir síðustu Ólympíuleikar. Það var mikil pressa og háar væntingar. Ég var spenntur fyrir endinum en þegar ég gekk út og sá eiginmann, börn, vini og fjölskyldu þá mundi ég af hverju ég geri þetta.“ „Sama hvað hefði gerst í keppninni sjálfri þá hefði ég alltaf farið heim glaður,“ sagði Daley að endingu. This is an emotional watch! Tom Daley spoke to the BBC moments after announcing he will retire from diving. #BBCOlympics #Olympics #Paris2024 pic.twitter.com/hZfHABBpN0— BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2024 Daley, sem keppti fyrst á Ólympíuleikunum í Peking 2008 aðeins 14 ára gamall, endar ferilinn með fimm Ólympíuverðlaun. Hann vann til bronsverðlauna í London 2012 og Ríó 2016 sem og í einstaklingskeppni í Tókýó ásamt gullinu sem hann vann í samhæfðum stökkvum.
Sund Ólympíuleikar Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira