Hver á vindinn? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 09:00 Við Íslendingar búum á eldfjallaeyju sem hefur vissulega minnt okkur á hvernig sú eyja varð til með eldsumbrotum á Reykjanesskaganum nú undanfarið. Heilt bæjarfélag hefur flúið fallega bæinn sinn og enn er næsta gos rétt handan við hornið. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum sem hafa fundið sitt nýja heima á nýjum stað, en munu mörg hver ætla að snúa aftur heim þegar allt verður yfirstaðið. Öll elskum við íslenska náttúru með sínum fjöllum, fossum, jöklum, og hinni einstöku víðàttu. Á hàlendinu viljum við geta lagst í næstu laut, litið upp til himins og hlustað á fuglasöng og þögnina. Vonandi hafa sem flestir náð að njóta íslensku sumarnæturinnar undir berum himni og hlaðið batteríin fyrir komandi vetur. Norðurljósin eru einnig einstök sem má njóta á vetrarkvöldum t.d. í heitum potti út á landi fjarri ljósadýrð byggðar og jafnast ekkert á við það. Við höfum á undanförnum árum selt erlendum gestum okkar ferðir til að skoða þau, en við eigum þau ekki. Skáldið Einar Benediktson reyndi um árið að selja norðurljósin og sumir gerðu grín að því en annað hefur komið á daginn að það er hægt að hagnast á þeim ferðum. Nú hefur verið gefið út virkjunarleyfi til vindorkuvers og það er vel að við nýtum þá auðlind eins og hægt er í þágu þjóðar. Sumir hafa sterkar skoðanir á því að þessir hljóðlausu hvítu spaðar sem snúast eftir því sem vindurinn blæs sèu mikil umhverfismengun og þetta verði að stöðva. Þau ykkar sem hafið farið um landið okkar fagra í sumar hafið séð hàspennulínur hér og þar en enginn talar um umhverfismengun þeirra. Þetta eru í raun lífæðar orkuflutnings frá hálendi og virkjunum sem hafa gert okkur kleift að búa á okkar góða landi. Við hjónin skruppum í stutta helgarferð til Edinborgar nú um liðna Verslunnarmanna helgi en þangað fluttum við fyrir 30 árum síðan til að afla okkur menntunar. À leiðinni frá Glasgow til Edinborgar kvað við nýjan tón er við sáum víða vindorku spaða sem snérust mismunandi hratt eftir því hvernig vindurinn blés. Þetta var alveg ný sjón sem var ekki þarna fyrir þremur àratugum. En við upplifum enga sjónmengun af völdum þessara hvítu hávöxnu súlna með fallegu spaðana sína sem rólega snérust og blíðlega beisluðu orku vindsins. Þetta var aftur á móti frekar róandi sjón og við kvíðum ekki komu þeirra til landsins okkar góða, heldur fögnum nýjum orkugjafa á okkar gjöfula landi. En hver á vindinn? Mikilvægt er að nýting þessarar auðlindar þjóðarinnar renni til allra Íslendinga. Hver á fiskinn í sjónum, heita og kalda vatnið, jarðefnin á landinu okkar? Eins og með aðrar auðlindir okkar lands verður að vera skýrt regluverk um komandi vindorkuver. Tryggja þarf að allir landsmenn njóti nýtingu vindsins sem og annara auðlinda okkar. Verum ekki hrædd við sjónmengun hvítu spaðana heldur fögnum nýjungum í orkuöflun landins. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Vindorka Orkumál Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum á eldfjallaeyju sem hefur vissulega minnt okkur á hvernig sú eyja varð til með eldsumbrotum á Reykjanesskaganum nú undanfarið. Heilt bæjarfélag hefur flúið fallega bæinn sinn og enn er næsta gos rétt handan við hornið. Hugur okkar er hjá Grindvíkingum sem hafa fundið sitt nýja heima á nýjum stað, en munu mörg hver ætla að snúa aftur heim þegar allt verður yfirstaðið. Öll elskum við íslenska náttúru með sínum fjöllum, fossum, jöklum, og hinni einstöku víðàttu. Á hàlendinu viljum við geta lagst í næstu laut, litið upp til himins og hlustað á fuglasöng og þögnina. Vonandi hafa sem flestir náð að njóta íslensku sumarnæturinnar undir berum himni og hlaðið batteríin fyrir komandi vetur. Norðurljósin eru einnig einstök sem má njóta á vetrarkvöldum t.d. í heitum potti út á landi fjarri ljósadýrð byggðar og jafnast ekkert á við það. Við höfum á undanförnum árum selt erlendum gestum okkar ferðir til að skoða þau, en við eigum þau ekki. Skáldið Einar Benediktson reyndi um árið að selja norðurljósin og sumir gerðu grín að því en annað hefur komið á daginn að það er hægt að hagnast á þeim ferðum. Nú hefur verið gefið út virkjunarleyfi til vindorkuvers og það er vel að við nýtum þá auðlind eins og hægt er í þágu þjóðar. Sumir hafa sterkar skoðanir á því að þessir hljóðlausu hvítu spaðar sem snúast eftir því sem vindurinn blæs sèu mikil umhverfismengun og þetta verði að stöðva. Þau ykkar sem hafið farið um landið okkar fagra í sumar hafið séð hàspennulínur hér og þar en enginn talar um umhverfismengun þeirra. Þetta eru í raun lífæðar orkuflutnings frá hálendi og virkjunum sem hafa gert okkur kleift að búa á okkar góða landi. Við hjónin skruppum í stutta helgarferð til Edinborgar nú um liðna Verslunnarmanna helgi en þangað fluttum við fyrir 30 árum síðan til að afla okkur menntunar. À leiðinni frá Glasgow til Edinborgar kvað við nýjan tón er við sáum víða vindorku spaða sem snérust mismunandi hratt eftir því hvernig vindurinn blés. Þetta var alveg ný sjón sem var ekki þarna fyrir þremur àratugum. En við upplifum enga sjónmengun af völdum þessara hvítu hávöxnu súlna með fallegu spaðana sína sem rólega snérust og blíðlega beisluðu orku vindsins. Þetta var aftur á móti frekar róandi sjón og við kvíðum ekki komu þeirra til landsins okkar góða, heldur fögnum nýjum orkugjafa á okkar gjöfula landi. En hver á vindinn? Mikilvægt er að nýting þessarar auðlindar þjóðarinnar renni til allra Íslendinga. Hver á fiskinn í sjónum, heita og kalda vatnið, jarðefnin á landinu okkar? Eins og með aðrar auðlindir okkar lands verður að vera skýrt regluverk um komandi vindorkuver. Tryggja þarf að allir landsmenn njóti nýtingu vindsins sem og annara auðlinda okkar. Verum ekki hrædd við sjónmengun hvítu spaðana heldur fögnum nýjungum í orkuöflun landins. Höfundur er læknir.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun