SÞ fordæma ógegnsæi í kosningunum í Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2024 10:29 Fjölskyldur mótmælenda sem voru handteknir eftir kosningarnar í Venesúela komu saman í Caracas í síðustu viku. SÞ segja að þeir handteknu fái ekki að velja sér lögmann eða hafa samband við fjölskyldu. Í sumum tilfellum væri rétt að tala um að mótmælendur hafi verið látnir hverfa. AP/Matías Delacroix Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja að forsetakosningar sem fóru fram í Venesúela í síðasta mánuði hafi skort gegnsæi og heilindi. Þeir gagnrýna kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Fjöldi manns hefur fallið í átökum við lögreglu og þúsundir verið handtekin á fjöldamótmælum gegn opinberum úrslitum forsetakosninganna í Venesúela sem fóru fram 28. júlí. Yfirkjörstjórn landsins lýsti Nicolás Maduro, sitjandi forseta, sigurvegara en stjórnarandstaðan hafnar þeirri niðurstöðu. Hún segir að tölur sem hún hefur frá kjörstöðum bendi til þess að Edmundo González, frambjóðandi hennar, hafi farið með sigur af hólmi. Fjögurra manna kosningaeftirlitsnefnd sem António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi til þess að fylgjast með kosningunum var ein af örfáum óháðum eftirlitsaðilum sem ríkisstjórn Maduro bauð til landsins. Sérfræðingarnir fordæma ákvörðun yfirkjörstjórnar Venesúela um að lýsa Maduro sigurvegara án þess að birta niðurstöður úr 30.000 kjörklefum á landsvísu. Það stangaðist á við lög og ætti sér „engin fordæmi í lýðræðislegum kosningum í samtímanum“. Maduro forseti hefur hótað að fangelsa stjórnarandstæðinga í stórum stíl.AP/Matias Delacroix Vísbendingar um að stjórnarandstaðan hafi rétt fyrir sér Stjórnarandstaðan birti á dögunum gögn frá meirihluta kjörstaða sem hún sagði að sýndi að González hefði unnið öruggan sigur á Maduro. Undir það tóku erlendir fjölmiðlar eins og AP-fréttastofan en þeir gátu þó ekki vottað að gögnin væru ósvikin. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna tekur ekki fullum fetum undir fullyrðingar stjórnarandstöðunnar en segir þó að gögnin sem hún lagði fram virðist vera ekta, að því er kemur fram í frétt AP. Carter-miðstöðin, mannúðarsamtök Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu nýlega að þau gætu ekki staðfest opinber kosningaúrslit í Venesúela. Utanríkisráðherra landsins brást við með því að saka samtökin um lygar og undirgefni við „heimsvaldastefnu“ Bandaríkjanna. Lýsir áhyggjum af gerræðislegum viðbrögðum stjórnvalda González og María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fóru í felur eftir kosningarnar vegna hótana Maduro um að þau yrðu handtekin fyrir að afneita úrslitum kosninganna. Ríkissaksóknari landsins hóf í kjölfarið sakamálarannsókn á þeim. Volker Türk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti áhyggjum af gerræðislegum handtökum á fólki í Venesúela og óhóflegri valdbeitingu öryggissveita við að kveða niður mótmæli. „Það er sérstakt áhyggjuefni að svo margir séu handteknir, ásakaðir eða ákærðir annað hvort fyrir að æsa til haturs eða á grundvelli hryðjuverkalaga. Hegningarlögum ætti aldrei að beita til þess að takmarka óhóflega rétt fólks til tjáningarfrelsis eða friðsamlegra samkoma,“ sagði Türk. Saksóknarar Alþjóðasakamáladómstólsins segjast fylgjast grannt með ástandi mála í Venesúela. Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fjöldi manns hefur fallið í átökum við lögreglu og þúsundir verið handtekin á fjöldamótmælum gegn opinberum úrslitum forsetakosninganna í Venesúela sem fóru fram 28. júlí. Yfirkjörstjórn landsins lýsti Nicolás Maduro, sitjandi forseta, sigurvegara en stjórnarandstaðan hafnar þeirri niðurstöðu. Hún segir að tölur sem hún hefur frá kjörstöðum bendi til þess að Edmundo González, frambjóðandi hennar, hafi farið með sigur af hólmi. Fjögurra manna kosningaeftirlitsnefnd sem António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sendi til þess að fylgjast með kosningunum var ein af örfáum óháðum eftirlitsaðilum sem ríkisstjórn Maduro bauð til landsins. Sérfræðingarnir fordæma ákvörðun yfirkjörstjórnar Venesúela um að lýsa Maduro sigurvegara án þess að birta niðurstöður úr 30.000 kjörklefum á landsvísu. Það stangaðist á við lög og ætti sér „engin fordæmi í lýðræðislegum kosningum í samtímanum“. Maduro forseti hefur hótað að fangelsa stjórnarandstæðinga í stórum stíl.AP/Matias Delacroix Vísbendingar um að stjórnarandstaðan hafi rétt fyrir sér Stjórnarandstaðan birti á dögunum gögn frá meirihluta kjörstaða sem hún sagði að sýndi að González hefði unnið öruggan sigur á Maduro. Undir það tóku erlendir fjölmiðlar eins og AP-fréttastofan en þeir gátu þó ekki vottað að gögnin væru ósvikin. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna tekur ekki fullum fetum undir fullyrðingar stjórnarandstöðunnar en segir þó að gögnin sem hún lagði fram virðist vera ekta, að því er kemur fram í frétt AP. Carter-miðstöðin, mannúðarsamtök Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sögðu nýlega að þau gætu ekki staðfest opinber kosningaúrslit í Venesúela. Utanríkisráðherra landsins brást við með því að saka samtökin um lygar og undirgefni við „heimsvaldastefnu“ Bandaríkjanna. Lýsir áhyggjum af gerræðislegum viðbrögðum stjórnvalda González og María Corina Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fóru í felur eftir kosningarnar vegna hótana Maduro um að þau yrðu handtekin fyrir að afneita úrslitum kosninganna. Ríkissaksóknari landsins hóf í kjölfarið sakamálarannsókn á þeim. Volker Türk, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti áhyggjum af gerræðislegum handtökum á fólki í Venesúela og óhóflegri valdbeitingu öryggissveita við að kveða niður mótmæli. „Það er sérstakt áhyggjuefni að svo margir séu handteknir, ásakaðir eða ákærðir annað hvort fyrir að æsa til haturs eða á grundvelli hryðjuverkalaga. Hegningarlögum ætti aldrei að beita til þess að takmarka óhóflega rétt fólks til tjáningarfrelsis eða friðsamlegra samkoma,“ sagði Türk. Saksóknarar Alþjóðasakamáladómstólsins segjast fylgjast grannt með ástandi mála í Venesúela.
Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57
Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57
Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29